Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Ingvar Haraldsson skrifar 10. ágúst 2015 07:00 Einn lést þegar eins hreyfils sjóflugvél með tvo um borð hrapaði í Barkárdal inn af Hörgárdal á Tröllaskaga í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann flugvélina um klukkan hálf níu í gærkvöldi. Viðamikil leit að flugvélinni hafði staðið yfir frá klukkan rúmlega fimm í gær. Hinn maðurinn, Arngrímur Jóhannsson, var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Flugvélin sem hrapaði tók á loft frá Akureyri klukkan 14.01 í gær. Fljúga átti sjónflug til Keflavíkurflugvallar en áætluð lending var klukkan 16.20. Samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra í Skógarhlíð var ræst út klukkan 17.06. Þá hafði ekkert heyrst frá flugvélinni frá þriðja tímanum í gær.Sjá einnig: Annar mannanna látinn Yfir tvö hundruð björgunarsveitarmenn frá Norður-, Suður- og Vesturlandi stóðu að leitinni auk beggja þyrla Landhelgisgæslunnar. Mest áhersla var lögð á leit á Tröllaskaga þar sem flugvélin fannst. Auðunn Kristinsson, starfandi framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, sagði skyggni á svæðinu hafa verið takmarkað. Þá hafi ekkert neyðarkall borist frá flugvélinni þótt neyðarsendir hafi verið um borð. „Flugvélin er með neyðarsendi sem ætti að fara í gang ef eitthvað kemur fyrir,“ sagði Auðunn.Sjá einnig: Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, sagði leitaraðstæður á svæðinu hafa verið erfiðar. Ekki var hægt að lenda á slysstað og því var sigmaður þyrlunnar látinn síga niður og hífa mennina um borð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra fara með rannsókn málsins. Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Tengdar fréttir Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Einn lést þegar eins hreyfils sjóflugvél með tvo um borð hrapaði í Barkárdal inn af Hörgárdal á Tröllaskaga í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann flugvélina um klukkan hálf níu í gærkvöldi. Viðamikil leit að flugvélinni hafði staðið yfir frá klukkan rúmlega fimm í gær. Hinn maðurinn, Arngrímur Jóhannsson, var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Flugvélin sem hrapaði tók á loft frá Akureyri klukkan 14.01 í gær. Fljúga átti sjónflug til Keflavíkurflugvallar en áætluð lending var klukkan 16.20. Samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra í Skógarhlíð var ræst út klukkan 17.06. Þá hafði ekkert heyrst frá flugvélinni frá þriðja tímanum í gær.Sjá einnig: Annar mannanna látinn Yfir tvö hundruð björgunarsveitarmenn frá Norður-, Suður- og Vesturlandi stóðu að leitinni auk beggja þyrla Landhelgisgæslunnar. Mest áhersla var lögð á leit á Tröllaskaga þar sem flugvélin fannst. Auðunn Kristinsson, starfandi framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, sagði skyggni á svæðinu hafa verið takmarkað. Þá hafi ekkert neyðarkall borist frá flugvélinni þótt neyðarsendir hafi verið um borð. „Flugvélin er með neyðarsendi sem ætti að fara í gang ef eitthvað kemur fyrir,“ sagði Auðunn.Sjá einnig: Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, sagði leitaraðstæður á svæðinu hafa verið erfiðar. Ekki var hægt að lenda á slysstað og því var sigmaður þyrlunnar látinn síga niður og hífa mennina um borð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra fara með rannsókn málsins.
Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Tengdar fréttir Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42
Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39