Kemur þúsundasta stig Jón Arnórs gegn Hollendingum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Búast má við því að Jón Arnór setji niður þúsundasta stigið í öðrum hvorum leiknum gegn Hollandi. Fréttablaðið/Anton Brink Nítján stig er það sem vantar upp á hjá Jóni Arnóri Stefánssyni til að komast í hóp fárra landsliðsmanna sem hafa skorað þúsund stig eða meira fyrir íslenska karlalandsliðið í körfubolta. Fram undan er lokaspretturinn í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í körfubolta og fyrstu tveir undirbúningsleikir liðsins fara fram á Íslandi. Evrópumótslið Hollendinga heimsækir Ísland um helgina og mætir liðinu í Þorlákshöfn í kvöld og þjóðin fær síðan að kveðja íslenska liðið í Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15. Jón Arnór skoraði meira en 19 stig í báðum landsleikjum sínum á síðasta ári og hefur skorað meira en 19 stig í sjö af síðustu fjórtán leikjum sínum fyrir íslenska karlalandsliðið. Nái Jón Arnór þessum 19 stigum sem vantar upp á þá kemst hann í hóp með Loga Gunnarssyni sem skoraði sitt þúsundasta stig fyrir landsliðið á Norðurlandamótinu sumarið 2011. Það eru liðin heil fimmtán ár síðan Jón Arnór spilaði fyrsta landsleik sinn og skoraði fyrsta landsliðsstigið í leik á móti Noregi á Norðurlandamótinu í Keflavík í ágúst 2000. Friðrik Ingi Rúnarsson, þáverandi landsliðsþjálfari, gaf Jóni Arnóri tækifærið ásamt öðrum ungum leikmönnum eins og Jakobi Erni Sigurðarsyni og Loga Gunnarssyni. Allir þrír eru enn í aðalhlutverki í landsliðinu einum og hálfum áratug síðar. Friðrik Ingi sá að þar fóru framtíðarmenn liðsins og þar hafði hann svo sannarlega rétt fyrir sér. Enginn gat þó séð fyrir hversu langt þeir komust. Logi er kominn í þúsund stiga hópinn, Jón Arnór þarf varla meira en einn til tvo leiki í viðbót og Jakob væri eflaust kominn mun nær þúsund stigunum ef hann hefði spilað með liðinu í fyrra. Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson gæti einnig bæst í hópinn á næsta ári haldi hann áfram að spila jafnstórt hlutverk með landsliðinu og hingað til. Jón Arnór er nú að hefja þrettánda landsliðsárið sitt og hann hefur skorað yfir tíu stig að meðaltali á þeim öllum. Frá því að Jón Arnór kom heim til að „hlaða batteríin“ veturinn 2008-09 hefur hann skorað 16,5 stig að meðaltali í leikjum með íslenska landsliðinu sem er frábær árangur. Ef við þekkjum Jón Arnór rétt þá verður hann nú ekki mikið að pæla í þúsundasta stiginu í leikjunum við Hollendinga. Fram undan er stærsta verkefni landsliðsins frá upphafi og öll einbeiting hans og annarra leikmanna liðsins snýst um að gera sig klára fyrir risastóra prófið í Berlín. Það væri hins vegar skemmtilegt fyrir íslenskt körfuboltaáhugafólk ef Jón Arnór næði þessum merku tímamótum á heimavelli. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Reyni að fá einhver leynitrix hjá Óla Besti körfuboltamaður þjóðarinnar leitar í smiðju bróður síns Ólaf Stefánssonar um ráð fyrir EM sem framundan er hjá landsliðinu. 23. júlí 2015 12:30 Jón Arnór: Yrði afrek að vinna einn leik á EM Jón Arnór Stefánsson hefur æfingar með körfuboltalandsliðinu nokkrum dögum á eftir hinum strákunum eftir erfitt tímabil á Spáni. 22. júlí 2015 07:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira
Nítján stig er það sem vantar upp á hjá Jóni Arnóri Stefánssyni til að komast í hóp fárra landsliðsmanna sem hafa skorað þúsund stig eða meira fyrir íslenska karlalandsliðið í körfubolta. Fram undan er lokaspretturinn í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í körfubolta og fyrstu tveir undirbúningsleikir liðsins fara fram á Íslandi. Evrópumótslið Hollendinga heimsækir Ísland um helgina og mætir liðinu í Þorlákshöfn í kvöld og þjóðin fær síðan að kveðja íslenska liðið í Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15. Jón Arnór skoraði meira en 19 stig í báðum landsleikjum sínum á síðasta ári og hefur skorað meira en 19 stig í sjö af síðustu fjórtán leikjum sínum fyrir íslenska karlalandsliðið. Nái Jón Arnór þessum 19 stigum sem vantar upp á þá kemst hann í hóp með Loga Gunnarssyni sem skoraði sitt þúsundasta stig fyrir landsliðið á Norðurlandamótinu sumarið 2011. Það eru liðin heil fimmtán ár síðan Jón Arnór spilaði fyrsta landsleik sinn og skoraði fyrsta landsliðsstigið í leik á móti Noregi á Norðurlandamótinu í Keflavík í ágúst 2000. Friðrik Ingi Rúnarsson, þáverandi landsliðsþjálfari, gaf Jóni Arnóri tækifærið ásamt öðrum ungum leikmönnum eins og Jakobi Erni Sigurðarsyni og Loga Gunnarssyni. Allir þrír eru enn í aðalhlutverki í landsliðinu einum og hálfum áratug síðar. Friðrik Ingi sá að þar fóru framtíðarmenn liðsins og þar hafði hann svo sannarlega rétt fyrir sér. Enginn gat þó séð fyrir hversu langt þeir komust. Logi er kominn í þúsund stiga hópinn, Jón Arnór þarf varla meira en einn til tvo leiki í viðbót og Jakob væri eflaust kominn mun nær þúsund stigunum ef hann hefði spilað með liðinu í fyrra. Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson gæti einnig bæst í hópinn á næsta ári haldi hann áfram að spila jafnstórt hlutverk með landsliðinu og hingað til. Jón Arnór er nú að hefja þrettánda landsliðsárið sitt og hann hefur skorað yfir tíu stig að meðaltali á þeim öllum. Frá því að Jón Arnór kom heim til að „hlaða batteríin“ veturinn 2008-09 hefur hann skorað 16,5 stig að meðaltali í leikjum með íslenska landsliðinu sem er frábær árangur. Ef við þekkjum Jón Arnór rétt þá verður hann nú ekki mikið að pæla í þúsundasta stiginu í leikjunum við Hollendinga. Fram undan er stærsta verkefni landsliðsins frá upphafi og öll einbeiting hans og annarra leikmanna liðsins snýst um að gera sig klára fyrir risastóra prófið í Berlín. Það væri hins vegar skemmtilegt fyrir íslenskt körfuboltaáhugafólk ef Jón Arnór næði þessum merku tímamótum á heimavelli.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Reyni að fá einhver leynitrix hjá Óla Besti körfuboltamaður þjóðarinnar leitar í smiðju bróður síns Ólaf Stefánssonar um ráð fyrir EM sem framundan er hjá landsliðinu. 23. júlí 2015 12:30 Jón Arnór: Yrði afrek að vinna einn leik á EM Jón Arnór Stefánsson hefur æfingar með körfuboltalandsliðinu nokkrum dögum á eftir hinum strákunum eftir erfitt tímabil á Spáni. 22. júlí 2015 07:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira
Jón Arnór: Reyni að fá einhver leynitrix hjá Óla Besti körfuboltamaður þjóðarinnar leitar í smiðju bróður síns Ólaf Stefánssonar um ráð fyrir EM sem framundan er hjá landsliðinu. 23. júlí 2015 12:30
Jón Arnór: Yrði afrek að vinna einn leik á EM Jón Arnór Stefánsson hefur æfingar með körfuboltalandsliðinu nokkrum dögum á eftir hinum strákunum eftir erfitt tímabil á Spáni. 22. júlí 2015 07:00