Þurfa að halda einbeitingunni Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. ágúst 2015 06:00 Strákarnir léku vel á fyrsta hring í Slóvakíu Vísir/GSÍmyndir.net Íslensku kylfingarnir fóru flestir vel af stað í gær á Evrópumeistaramóti áhugamanna sem fer fram í Slóvakíu. Haraldur Franklín Magnússon úr Golfklúbbi Reykjavíkur er ásamt þremur öðrum kylfingum efstur á átta höggum undir pari. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er á fimm höggum undir pari eftir að hafa leikið seinni níu holur vallarins á sjö höggum undir pari en hann fékk tvo erni á hringnum. Þá er Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili höggi á eftir Guðmundi í tuttugasta sæti. Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari var sáttur við spilamennskuna í dag en hann er með strákunum í Slóvakíu til stuðnings. „Þetta var frábær byrjun og frábær spilamennska hjá flestum af strákunum í dag. Völlurinn er krefjandi, hann gefur og tekur en strákarnir leystu það vel í dag. Það er gott fyrir sjálfstraust þeirra að spila gegn þessum bestu áhugamannakylfingum,“ sagði Úlfar sem sagðist ætla að halda sínum mönnum á jörðinni. „Þeir þurfa að halda rétt á spöðunum og halda einbeitingunni. Völlurinn getur auðveldlega refsað ef kylfingar missa einbeitinguna.“ Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili, Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness og Andri Þór Björnsson hófu einnig leik í gær en náðu sér ekki á strik og þurfa þeir að vinna upp þó nokkur högg ætli þeir sér að komast í gegn um sextíu manna niðurskurðinn eftir morgundaginn. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslensku kylfingarnir fóru flestir vel af stað í gær á Evrópumeistaramóti áhugamanna sem fer fram í Slóvakíu. Haraldur Franklín Magnússon úr Golfklúbbi Reykjavíkur er ásamt þremur öðrum kylfingum efstur á átta höggum undir pari. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er á fimm höggum undir pari eftir að hafa leikið seinni níu holur vallarins á sjö höggum undir pari en hann fékk tvo erni á hringnum. Þá er Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili höggi á eftir Guðmundi í tuttugasta sæti. Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari var sáttur við spilamennskuna í dag en hann er með strákunum í Slóvakíu til stuðnings. „Þetta var frábær byrjun og frábær spilamennska hjá flestum af strákunum í dag. Völlurinn er krefjandi, hann gefur og tekur en strákarnir leystu það vel í dag. Það er gott fyrir sjálfstraust þeirra að spila gegn þessum bestu áhugamannakylfingum,“ sagði Úlfar sem sagðist ætla að halda sínum mönnum á jörðinni. „Þeir þurfa að halda rétt á spöðunum og halda einbeitingunni. Völlurinn getur auðveldlega refsað ef kylfingar missa einbeitinguna.“ Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili, Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness og Andri Þór Björnsson hófu einnig leik í gær en náðu sér ekki á strik og þurfa þeir að vinna upp þó nokkur högg ætli þeir sér að komast í gegn um sextíu manna niðurskurðinn eftir morgundaginn.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira