Þurfa að halda einbeitingunni Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. ágúst 2015 06:00 Strákarnir léku vel á fyrsta hring í Slóvakíu Vísir/GSÍmyndir.net Íslensku kylfingarnir fóru flestir vel af stað í gær á Evrópumeistaramóti áhugamanna sem fer fram í Slóvakíu. Haraldur Franklín Magnússon úr Golfklúbbi Reykjavíkur er ásamt þremur öðrum kylfingum efstur á átta höggum undir pari. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er á fimm höggum undir pari eftir að hafa leikið seinni níu holur vallarins á sjö höggum undir pari en hann fékk tvo erni á hringnum. Þá er Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili höggi á eftir Guðmundi í tuttugasta sæti. Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari var sáttur við spilamennskuna í dag en hann er með strákunum í Slóvakíu til stuðnings. „Þetta var frábær byrjun og frábær spilamennska hjá flestum af strákunum í dag. Völlurinn er krefjandi, hann gefur og tekur en strákarnir leystu það vel í dag. Það er gott fyrir sjálfstraust þeirra að spila gegn þessum bestu áhugamannakylfingum,“ sagði Úlfar sem sagðist ætla að halda sínum mönnum á jörðinni. „Þeir þurfa að halda rétt á spöðunum og halda einbeitingunni. Völlurinn getur auðveldlega refsað ef kylfingar missa einbeitinguna.“ Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili, Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness og Andri Þór Björnsson hófu einnig leik í gær en náðu sér ekki á strik og þurfa þeir að vinna upp þó nokkur högg ætli þeir sér að komast í gegn um sextíu manna niðurskurðinn eftir morgundaginn. Golf Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Íslensku kylfingarnir fóru flestir vel af stað í gær á Evrópumeistaramóti áhugamanna sem fer fram í Slóvakíu. Haraldur Franklín Magnússon úr Golfklúbbi Reykjavíkur er ásamt þremur öðrum kylfingum efstur á átta höggum undir pari. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er á fimm höggum undir pari eftir að hafa leikið seinni níu holur vallarins á sjö höggum undir pari en hann fékk tvo erni á hringnum. Þá er Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili höggi á eftir Guðmundi í tuttugasta sæti. Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari var sáttur við spilamennskuna í dag en hann er með strákunum í Slóvakíu til stuðnings. „Þetta var frábær byrjun og frábær spilamennska hjá flestum af strákunum í dag. Völlurinn er krefjandi, hann gefur og tekur en strákarnir leystu það vel í dag. Það er gott fyrir sjálfstraust þeirra að spila gegn þessum bestu áhugamannakylfingum,“ sagði Úlfar sem sagðist ætla að halda sínum mönnum á jörðinni. „Þeir þurfa að halda rétt á spöðunum og halda einbeitingunni. Völlurinn getur auðveldlega refsað ef kylfingar missa einbeitinguna.“ Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili, Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness og Andri Þór Björnsson hófu einnig leik í gær en náðu sér ekki á strik og þurfa þeir að vinna upp þó nokkur högg ætli þeir sér að komast í gegn um sextíu manna niðurskurðinn eftir morgundaginn.
Golf Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira