Tíska og hönnun

Salan eykst hjá Gucci í fyrsta sinn í tvö ár

Gucci sýnir karlatískuna fyrir haustið
Gucci sýnir karlatískuna fyrir haustið Mynd/Getty
Seinustu tvö ár hefur tískurisinn Gucci ekki skilað hagnaði en nú þegar vörur frá nýja yfirhönnuðinum, Alessandro Michele, fara brátt að streyma í búðir þá virðast hlutirnir vera að snúast við.

Seinasti ársfjórðungur skilaði meiri sölu en hefur sést seinustu tvö ár hjá ítalska tískuhúsinu. Gucci hefur verið eitt stærsta og vinsælasta tískumerki seinustu áratugina en seinasti yfirhönnuðurinn, Frida Gianni, hafði starfað í tæp tíu ár áður en hún var látin fara vegna stöðnunar hjá merkinu þar sem salan og hagnaður hröpuðu á milli ára.

Gucci ætlar sér að breyta örlítið um stefnu og einbeita sér alfarið að því að bjóða aðeins upp á það sem þeirra viðskiptavinir vilja sjá en ekki fara að taka áhættu og reyna að laða að nýja viðskiptavini.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.