Er ástæða til að verðlauna íslenska bankastjórnendur? Skjóðan skrifar 29. júlí 2015 10:30 Í nýbirtri álagningarskrá skattstjóra kemur fram að laun þeirra bankamanna sem voru í tekjublaði Frjálsrar verslunar hækkuðu um 200 þúsund á mánuði eða rösklega 10 prósent. Mánaðartekjurnar fóru úr 1,9 í 2,1 milljón. En þetta er ekki nóg. Bankamenn vilja meira. Starfsmenn Landsbankans fengu um árið hlut í bankanum sem umbun fyrir vel unnin störf við hámörkun eignasafna sem bankinn fékk á niðursettu verði út úr gamla Landsbankanum og nú vilja Íslandsbankamenn líka fá gefins hluta af sínum banka. Í Landsbankanum var hlutnum deilt á milli allra starfsmanna en stjórnendur Íslandsbanka átta sig á að slík dreifing þynnir óttalega mikið út þann hlut sem hver fær. Þess vegna eiga aðeins æðstu stjórnendur og stjórn bankans að fá kaupaukann. Þannig geta vel á annað hundrað milljónir runnið í vasa hvers og eins en ekki einhverjar skitnar par milljónir eins og yrði ef Landsbankaleiðin yrði farin. Þetta sér hver maður. Vísað er til hlutverks stjórnenda og stjórnar Íslandsbanka í tengslum við nauðasamninga (Glitnis væntanlega) annars vegar og sölu Íslandsbanka hins vegar til að réttlæta boðaðan kaupauka. Þar fór í verra. Engir nauðasamningar liggja fyrir þrátt fyrir að slitaferli Glitnis hafi staðið í sjö ár og engin sala er í burðarliðnum. Þessu til viðbótar má vitanlega nefna að æðstu stjórnendur Íslandsbanka og stjórn bankans hafa nákvæmlega ekkert með nauðasamninga Glitnis að gera. Sama gildir um mögulega sölu á Íslandsbanka – hún er alfarið á forræði eigenda bankans, sem eru kröfuhafar Glitnis og svo íslenska ríkið með 5 prósenta hlut. Mikill hagnaður bankanna frá hruni byggist á því að ávinningur af þeirri endurreisn hagkerfisins sem orðin er hefur að verulegu leyti runnið til bankanna í formi gríðarlega hárra vaxta og uppreiknaðra lána heimila og fyrirtækja, sem bankarnir fengu á niðursettu verði. Það er auðvelt að reka banka, sérstaklega í verðtryggðu umhverfi. Stjórnendur verða að passa upp á þrennt; aðeins að lána þeim sem eru líklegir til að borga til baka, hafa hærri vexti á útlánum en innlánum og halda öllum kostnaði í lágmarki, t.d. ekki byggja monthallir. Íslenskir bankamenn virðast bara skilja eitt af þessum þremur atriðum. Hvergi í heiminum er vaxtamunur meiri og óvíða fyrirfinnst dýrara bankakerfi. Erlendis tíðkast almennt ekki að greiða stjórnendum eða starfsmönnum viðskiptabanka kaupauka. Ástæða þessa er sú að viðskiptabankar eiga ekki að hámarka gróða heldur veita trausta og ódýra þjónustu. Ástandið á dýrasta bankamarkaði í heimi gefur ekki tilefni til að verðlauna stjórnendur íslenska bankakerfisins sérstaklega.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Í nýbirtri álagningarskrá skattstjóra kemur fram að laun þeirra bankamanna sem voru í tekjublaði Frjálsrar verslunar hækkuðu um 200 þúsund á mánuði eða rösklega 10 prósent. Mánaðartekjurnar fóru úr 1,9 í 2,1 milljón. En þetta er ekki nóg. Bankamenn vilja meira. Starfsmenn Landsbankans fengu um árið hlut í bankanum sem umbun fyrir vel unnin störf við hámörkun eignasafna sem bankinn fékk á niðursettu verði út úr gamla Landsbankanum og nú vilja Íslandsbankamenn líka fá gefins hluta af sínum banka. Í Landsbankanum var hlutnum deilt á milli allra starfsmanna en stjórnendur Íslandsbanka átta sig á að slík dreifing þynnir óttalega mikið út þann hlut sem hver fær. Þess vegna eiga aðeins æðstu stjórnendur og stjórn bankans að fá kaupaukann. Þannig geta vel á annað hundrað milljónir runnið í vasa hvers og eins en ekki einhverjar skitnar par milljónir eins og yrði ef Landsbankaleiðin yrði farin. Þetta sér hver maður. Vísað er til hlutverks stjórnenda og stjórnar Íslandsbanka í tengslum við nauðasamninga (Glitnis væntanlega) annars vegar og sölu Íslandsbanka hins vegar til að réttlæta boðaðan kaupauka. Þar fór í verra. Engir nauðasamningar liggja fyrir þrátt fyrir að slitaferli Glitnis hafi staðið í sjö ár og engin sala er í burðarliðnum. Þessu til viðbótar má vitanlega nefna að æðstu stjórnendur Íslandsbanka og stjórn bankans hafa nákvæmlega ekkert með nauðasamninga Glitnis að gera. Sama gildir um mögulega sölu á Íslandsbanka – hún er alfarið á forræði eigenda bankans, sem eru kröfuhafar Glitnis og svo íslenska ríkið með 5 prósenta hlut. Mikill hagnaður bankanna frá hruni byggist á því að ávinningur af þeirri endurreisn hagkerfisins sem orðin er hefur að verulegu leyti runnið til bankanna í formi gríðarlega hárra vaxta og uppreiknaðra lána heimila og fyrirtækja, sem bankarnir fengu á niðursettu verði. Það er auðvelt að reka banka, sérstaklega í verðtryggðu umhverfi. Stjórnendur verða að passa upp á þrennt; aðeins að lána þeim sem eru líklegir til að borga til baka, hafa hærri vexti á útlánum en innlánum og halda öllum kostnaði í lágmarki, t.d. ekki byggja monthallir. Íslenskir bankamenn virðast bara skilja eitt af þessum þremur atriðum. Hvergi í heiminum er vaxtamunur meiri og óvíða fyrirfinnst dýrara bankakerfi. Erlendis tíðkast almennt ekki að greiða stjórnendum eða starfsmönnum viðskiptabanka kaupauka. Ástæða þessa er sú að viðskiptabankar eiga ekki að hámarka gróða heldur veita trausta og ódýra þjónustu. Ástandið á dýrasta bankamarkaði í heimi gefur ekki tilefni til að verðlauna stjórnendur íslenska bankakerfisins sérstaklega.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira