Stórhuga KR-ingar ætla í Evrópukeppni í vetur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. júlí 2015 07:00 Michael Craion var lykilmaður hjá KR á síðustu leiktíð. vísir/stefán „Það er staðfest að við ætlum að taka slaginn. Nú tökum við þetta upp á næsta stall,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR, en Íslandsmeistararnir úr Vesturbænum ætla að taka þátt í Evrópukeppninni í vetur. KR tók þátt í Evrópukeppni árið 2007 en síðan þá hefur ekkert íslenskt félag verið með í Evrópukeppni. „Þá vorum við að vonast eftir því að fá Bakken Bears eða álíka félag. Auðvelt flug og svona. Þá drógumst við á móti tyrknesku félagi. Það kallaði á tvö flug, rútu, ferju og svo aftur í rútu. Þetta var svakalegt ferðalag,“ segir Böðvar og hlær er hann rifjar upp þetta skemmtilega verkefni.Ekkert góðæri Er það til marks um betri tíma og jafnvel nýtt góðæri að KR sé að fara að taka þátt í Evrópukeppni á ný? „Nei, það er langt í frá að það sé eitthvert góðæri í þessum bransa. Það sem þó hefur breyst er að FIBA styrkir nú öll félögin í keppninni um 3.000 evrur og það hjálpar gríðarlega mikið. Svo verður hefðbundin fjáröflun fyrir verkefnið hjá leikmönnum. Þetta verður gaman og við ráðum vel við þetta. Ef við aftur á móti komumst í einhverja riðlakeppni þá fyrst erum við á hausnum,“ segir Böðvar léttur og hlær dátt. Evrópukeppnin hefst í lok september og KR fer því beint úr Lengjubikarnum til Evrópu, enda byrjar tímabilið hér heima ekki fyrr en í október. „Við erum með landsliðsmenn sem verða í toppstandi á þeim tíma sem og aðrir. Við förum beint frá Ísafirði í Evrópukeppni. Þetta er afar skemmtilegt og mun gera tímabilið okkar enn skemmtilegra en ella.“ Böðvar vonast eftir því að það verði spennandi gulrót fyrir leikmenn að taka þátt í þessu verkefni. Það bendir margt til þess að Bandaríkjamaðurinn Michael Craion verði áfram í herbúðum KR en hann bað um nýtt samningstilboð frá KR og fékk það á sunnudag.Craion bað um tilboð „Við buðum honum sama samning og hann var með. Hann er líka mjög spenntur fyrir því að taka þátt í Evrópukeppninni. Það er ekkert fast í hendi fyrr en skrifað er undir en þetta lítur ágætlega út. Fyrst hann bað um samning myndi ég þora að setja einn rauðan á að hann verði áfram í KR. Við teljum líka að hann vilji hjálpa okkur að gera atlögu að þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð, sem væri nú heldur betur afrek,“ segir Böðvar en Tindastóll var á meðal þeirra liða sem vildu fá leikmanninn sterka. Það er ekki útilokað að fleiri leikmenn komi til KR áður en tímabilið hefst og meðal þeirra leikmanna sem hafa verið orðaðir við félagið er landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson, en hann lék með Sundsvall Dragons síðasta vetur. „Eina sem ég veit er að hann er að leita að tilboði erlendis. Ég hef samt heyrt í honum og held að hann myndi njóta sín í Vesturbænum. Við höfum samt ekki gert honum neitt tilboð,“ segir Böðvar Guðjónsson. Dominos-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni Sjá meira
„Það er staðfest að við ætlum að taka slaginn. Nú tökum við þetta upp á næsta stall,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR, en Íslandsmeistararnir úr Vesturbænum ætla að taka þátt í Evrópukeppninni í vetur. KR tók þátt í Evrópukeppni árið 2007 en síðan þá hefur ekkert íslenskt félag verið með í Evrópukeppni. „Þá vorum við að vonast eftir því að fá Bakken Bears eða álíka félag. Auðvelt flug og svona. Þá drógumst við á móti tyrknesku félagi. Það kallaði á tvö flug, rútu, ferju og svo aftur í rútu. Þetta var svakalegt ferðalag,“ segir Böðvar og hlær er hann rifjar upp þetta skemmtilega verkefni.Ekkert góðæri Er það til marks um betri tíma og jafnvel nýtt góðæri að KR sé að fara að taka þátt í Evrópukeppni á ný? „Nei, það er langt í frá að það sé eitthvert góðæri í þessum bransa. Það sem þó hefur breyst er að FIBA styrkir nú öll félögin í keppninni um 3.000 evrur og það hjálpar gríðarlega mikið. Svo verður hefðbundin fjáröflun fyrir verkefnið hjá leikmönnum. Þetta verður gaman og við ráðum vel við þetta. Ef við aftur á móti komumst í einhverja riðlakeppni þá fyrst erum við á hausnum,“ segir Böðvar léttur og hlær dátt. Evrópukeppnin hefst í lok september og KR fer því beint úr Lengjubikarnum til Evrópu, enda byrjar tímabilið hér heima ekki fyrr en í október. „Við erum með landsliðsmenn sem verða í toppstandi á þeim tíma sem og aðrir. Við förum beint frá Ísafirði í Evrópukeppni. Þetta er afar skemmtilegt og mun gera tímabilið okkar enn skemmtilegra en ella.“ Böðvar vonast eftir því að það verði spennandi gulrót fyrir leikmenn að taka þátt í þessu verkefni. Það bendir margt til þess að Bandaríkjamaðurinn Michael Craion verði áfram í herbúðum KR en hann bað um nýtt samningstilboð frá KR og fékk það á sunnudag.Craion bað um tilboð „Við buðum honum sama samning og hann var með. Hann er líka mjög spenntur fyrir því að taka þátt í Evrópukeppninni. Það er ekkert fast í hendi fyrr en skrifað er undir en þetta lítur ágætlega út. Fyrst hann bað um samning myndi ég þora að setja einn rauðan á að hann verði áfram í KR. Við teljum líka að hann vilji hjálpa okkur að gera atlögu að þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð, sem væri nú heldur betur afrek,“ segir Böðvar en Tindastóll var á meðal þeirra liða sem vildu fá leikmanninn sterka. Það er ekki útilokað að fleiri leikmenn komi til KR áður en tímabilið hefst og meðal þeirra leikmanna sem hafa verið orðaðir við félagið er landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson, en hann lék með Sundsvall Dragons síðasta vetur. „Eina sem ég veit er að hann er að leita að tilboði erlendis. Ég hef samt heyrt í honum og held að hann myndi njóta sín í Vesturbænum. Við höfum samt ekki gert honum neitt tilboð,“ segir Böðvar Guðjónsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni Sjá meira