Stórhuga KR-ingar ætla í Evrópukeppni í vetur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. júlí 2015 07:00 Michael Craion var lykilmaður hjá KR á síðustu leiktíð. vísir/stefán „Það er staðfest að við ætlum að taka slaginn. Nú tökum við þetta upp á næsta stall,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR, en Íslandsmeistararnir úr Vesturbænum ætla að taka þátt í Evrópukeppninni í vetur. KR tók þátt í Evrópukeppni árið 2007 en síðan þá hefur ekkert íslenskt félag verið með í Evrópukeppni. „Þá vorum við að vonast eftir því að fá Bakken Bears eða álíka félag. Auðvelt flug og svona. Þá drógumst við á móti tyrknesku félagi. Það kallaði á tvö flug, rútu, ferju og svo aftur í rútu. Þetta var svakalegt ferðalag,“ segir Böðvar og hlær er hann rifjar upp þetta skemmtilega verkefni.Ekkert góðæri Er það til marks um betri tíma og jafnvel nýtt góðæri að KR sé að fara að taka þátt í Evrópukeppni á ný? „Nei, það er langt í frá að það sé eitthvert góðæri í þessum bransa. Það sem þó hefur breyst er að FIBA styrkir nú öll félögin í keppninni um 3.000 evrur og það hjálpar gríðarlega mikið. Svo verður hefðbundin fjáröflun fyrir verkefnið hjá leikmönnum. Þetta verður gaman og við ráðum vel við þetta. Ef við aftur á móti komumst í einhverja riðlakeppni þá fyrst erum við á hausnum,“ segir Böðvar léttur og hlær dátt. Evrópukeppnin hefst í lok september og KR fer því beint úr Lengjubikarnum til Evrópu, enda byrjar tímabilið hér heima ekki fyrr en í október. „Við erum með landsliðsmenn sem verða í toppstandi á þeim tíma sem og aðrir. Við förum beint frá Ísafirði í Evrópukeppni. Þetta er afar skemmtilegt og mun gera tímabilið okkar enn skemmtilegra en ella.“ Böðvar vonast eftir því að það verði spennandi gulrót fyrir leikmenn að taka þátt í þessu verkefni. Það bendir margt til þess að Bandaríkjamaðurinn Michael Craion verði áfram í herbúðum KR en hann bað um nýtt samningstilboð frá KR og fékk það á sunnudag.Craion bað um tilboð „Við buðum honum sama samning og hann var með. Hann er líka mjög spenntur fyrir því að taka þátt í Evrópukeppninni. Það er ekkert fast í hendi fyrr en skrifað er undir en þetta lítur ágætlega út. Fyrst hann bað um samning myndi ég þora að setja einn rauðan á að hann verði áfram í KR. Við teljum líka að hann vilji hjálpa okkur að gera atlögu að þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð, sem væri nú heldur betur afrek,“ segir Böðvar en Tindastóll var á meðal þeirra liða sem vildu fá leikmanninn sterka. Það er ekki útilokað að fleiri leikmenn komi til KR áður en tímabilið hefst og meðal þeirra leikmanna sem hafa verið orðaðir við félagið er landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson, en hann lék með Sundsvall Dragons síðasta vetur. „Eina sem ég veit er að hann er að leita að tilboði erlendis. Ég hef samt heyrt í honum og held að hann myndi njóta sín í Vesturbænum. Við höfum samt ekki gert honum neitt tilboð,“ segir Böðvar Guðjónsson. Dominos-deild karla Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Fleiri fréttir Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Sjá meira
„Það er staðfest að við ætlum að taka slaginn. Nú tökum við þetta upp á næsta stall,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR, en Íslandsmeistararnir úr Vesturbænum ætla að taka þátt í Evrópukeppninni í vetur. KR tók þátt í Evrópukeppni árið 2007 en síðan þá hefur ekkert íslenskt félag verið með í Evrópukeppni. „Þá vorum við að vonast eftir því að fá Bakken Bears eða álíka félag. Auðvelt flug og svona. Þá drógumst við á móti tyrknesku félagi. Það kallaði á tvö flug, rútu, ferju og svo aftur í rútu. Þetta var svakalegt ferðalag,“ segir Böðvar og hlær er hann rifjar upp þetta skemmtilega verkefni.Ekkert góðæri Er það til marks um betri tíma og jafnvel nýtt góðæri að KR sé að fara að taka þátt í Evrópukeppni á ný? „Nei, það er langt í frá að það sé eitthvert góðæri í þessum bransa. Það sem þó hefur breyst er að FIBA styrkir nú öll félögin í keppninni um 3.000 evrur og það hjálpar gríðarlega mikið. Svo verður hefðbundin fjáröflun fyrir verkefnið hjá leikmönnum. Þetta verður gaman og við ráðum vel við þetta. Ef við aftur á móti komumst í einhverja riðlakeppni þá fyrst erum við á hausnum,“ segir Böðvar léttur og hlær dátt. Evrópukeppnin hefst í lok september og KR fer því beint úr Lengjubikarnum til Evrópu, enda byrjar tímabilið hér heima ekki fyrr en í október. „Við erum með landsliðsmenn sem verða í toppstandi á þeim tíma sem og aðrir. Við förum beint frá Ísafirði í Evrópukeppni. Þetta er afar skemmtilegt og mun gera tímabilið okkar enn skemmtilegra en ella.“ Böðvar vonast eftir því að það verði spennandi gulrót fyrir leikmenn að taka þátt í þessu verkefni. Það bendir margt til þess að Bandaríkjamaðurinn Michael Craion verði áfram í herbúðum KR en hann bað um nýtt samningstilboð frá KR og fékk það á sunnudag.Craion bað um tilboð „Við buðum honum sama samning og hann var með. Hann er líka mjög spenntur fyrir því að taka þátt í Evrópukeppninni. Það er ekkert fast í hendi fyrr en skrifað er undir en þetta lítur ágætlega út. Fyrst hann bað um samning myndi ég þora að setja einn rauðan á að hann verði áfram í KR. Við teljum líka að hann vilji hjálpa okkur að gera atlögu að þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð, sem væri nú heldur betur afrek,“ segir Böðvar en Tindastóll var á meðal þeirra liða sem vildu fá leikmanninn sterka. Það er ekki útilokað að fleiri leikmenn komi til KR áður en tímabilið hefst og meðal þeirra leikmanna sem hafa verið orðaðir við félagið er landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson, en hann lék með Sundsvall Dragons síðasta vetur. „Eina sem ég veit er að hann er að leita að tilboði erlendis. Ég hef samt heyrt í honum og held að hann myndi njóta sín í Vesturbænum. Við höfum samt ekki gert honum neitt tilboð,“ segir Böðvar Guðjónsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Fleiri fréttir Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Sjá meira