Hugleiðingar um hagsmuni Ögmundur Jónasson skrifar 24. júlí 2015 07:00 Klisjutal hefur jafnan verið versti óvinur málefnalegrar umræðu. Alhæfingar eru angi af slíku tali. Það breytir því ekki að stundum geta alhæfingar átt nokkurn rétt á sér því hægt er að ganga langt í að alhæfa um tiltekin þróunarferli. Það er til dæmis staðreynd að smásöluverslun á Íslandi hefur einkennst af því á undanförnum árum að nokkrar risaverslunarkeðjur hafa rutt litlum og millistórum verslunum úr vegi. Við þekkjum öll hvernig þetta hefur gengið fyrir sig. Stóra keðjan stillir framleiðendum vöru upp við vegg, heimtar afslátt langt umfram það sem hinir smærri dreifendur fá – enda „selji hún svo mikið.“ Það er vissulega rétt enda hafa stóru verslunarkeðjurnar náð sínu fram í skjóli sérstöðu sinnar. Sérstöðuna nýta þær sér síðan til að þjóna sérhagsmunum sínum. Ekki virðast þeir sérhagsmunir alltaf fara saman við almannahag nema síður sé.SVÞ ræðir sérhagsmuni Það eru ekki sérhagsmunir stóru verslunarkeðjanna sem þeir Andrés Magnússon og Lárus M. K. Ólafsson, framkvæmdastjóri og lögfræðingur Samtaka þjónustu og verslunar, SVÞ, gera að umtalsefni í blaðagrein í Fréttablaðinu 16. júlí síðastliðinn. Heldur sérhagsmunir íslenskra bænda. Þeir byrja grein sína á gamalkunnri klisju einsog til að minna á slíkan málflutning. Vísa þeir í ákvörðun sem tekin hafi verið „í skjóli nætur í reykfylltu bakherbergi við Austurvöll“ nú undir þinglokin um tolla á innflutta landbúnaðarvöru en umrædd ákvörðun hafi verið þess eðlis að slík vara muni verða dýrari en hún þyrfti að vera ef ekki væri verið að verja sérhagsmuni íslensks landbúnaðar. Þetta var inntakið. Eflaust var klisjan bara grín af þeirra hálfu. Engar ákvarðanir voru teknar í bakherbergjum, ekki er heldur reykt lengur í Alþingishúsinu og reyndar held ég að makkarar fyrr á tíð hafi ekki allir verið reykingamenn þótt hitt hafi ratað inn í hina lífsseigu klisju.Samkeppni og samvinna En ef við horfum framhjá gamanmálum þeirra félaga þá ber að taka málflutning þeirra alvarlega. Sú ákvörðun sem þeir vísa í snýst vissulega um hagsmuni. Þeir telja að frjálsræði í innflutningi landbúnaðarafurða og samkeppni hér innanlands sé góð og þjóni almannahag. Ég tel hins vegar fyrir mitt leyti að samvinnan skili okkur meiri árangri þegar upp er staðið; betri og heilnæmari vöru auk þess sem það er gríðarlegt hagsmunamál til langs tíma litið að hafa í landinu öflugan landbúnað. Umræðunnar um innlenda samkeppni í mjólkurframleiðslunni minnumst við frá því í vetur. Hún hverfðist um hagsmuni, annars vegar hagsmuni framleiðenda og neytenda og hins vegar smárra vinnslustöðva sem ekki vildu una því að framleiðendur ynnu saman að úrvinnslu vöru sinnar allt inn í hilluborðið í smásöluverslunum.Fasteignasalar og leigubílstjórar Sérhagsmuni og almannahagsmuni hefur borið mjög á góma í sumar. Ég ætla að nefna tvö áhugaverð dæmi. Fyrra dæmið er úr heimi fasteignasala og hið síðara leigubílstjóra. Ýmsir sem vilja stunda fasteignaviðskipti en hafa ekki haft til þess tilskilin leyfi hafa barist fyrir því frjálsræði að geta starfað án íþyngjandi regluverks og löggildinga og hafa einnig viljað standa utan samtaka fasteignasala. Staðhæft er að aukið frjálsræði og samkeppni án regluverks muni lækka verð. Félag fasteignasala hefur hins vegar haldið því til streitu að regluverk sé til þess fallið að vernda hagsmuni neytenda og samtökin sjái til þess að skemmd epli séu ekki liðin í stéttinni. Hið síðarnefnda sjónarmið hefur orðið ofan á. Þykir mér það gott okkar neytenda vegna. Skylt dæmi eru leigubílstjórar. Innanríkisráðherra segir að nú sé að renna upp tími þar sem leyfisveitingar heyri sögunni til og frjálsræði og samkeppni ráði ríkjum. Þessu er ákaft fagnað í leiðara Fréttablaðsins 11. júlí sl. en þar segir að í núverandi fyrirkomulagi séu fólgnar „ alvarlegar samkeppnishindranir“ sem einvörðungu séu við lýði til að „tryggja hagsmuni leyfishafa, efla verkefnisstöðu þeirra og auka tekjur. Tilgangurinn hafi aldrei verið að vernda neytendur: „Hræðsluáróður handhafa sérhagsmuna“ , sé til að slá ryki í augu neytenda.Réttindi og skyldur Þarna eru ekkert síður en í landbúnaðinum sérhagsmunir og almannahagsmunir á ferðinni. Mér finnst hins vegar leiðarahöfundur ganga of langt í fullyrðingum sínum. Ég hef fylgst vel með skini og skúrum í leigubílarekstri á Íslandi í langan tíma og hefur mér oftar en ekki þótt fara saman hagur neytenda og skipulagðrar samvinnu leigubílstjóra um öryggi og þjónustu. Hvað varðar frelsi í leigubílaakstri þarf einnig að ræða skyldurnar; um það hvernig skuli þjónað vöktunum á jólanótt og þegar lítið sem ekkert er að gera og þar með lítill ávinningur af akstrinum. Og hver ætlar að passa upp á að skemmd epli komist ekki inn í þennan rekstur? Þetta þarf alla vega að ræða og gaumgæfa vel áður en hrapað er að ákvörðunum um gerbreytt fyrirkomulag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Klisjutal hefur jafnan verið versti óvinur málefnalegrar umræðu. Alhæfingar eru angi af slíku tali. Það breytir því ekki að stundum geta alhæfingar átt nokkurn rétt á sér því hægt er að ganga langt í að alhæfa um tiltekin þróunarferli. Það er til dæmis staðreynd að smásöluverslun á Íslandi hefur einkennst af því á undanförnum árum að nokkrar risaverslunarkeðjur hafa rutt litlum og millistórum verslunum úr vegi. Við þekkjum öll hvernig þetta hefur gengið fyrir sig. Stóra keðjan stillir framleiðendum vöru upp við vegg, heimtar afslátt langt umfram það sem hinir smærri dreifendur fá – enda „selji hún svo mikið.“ Það er vissulega rétt enda hafa stóru verslunarkeðjurnar náð sínu fram í skjóli sérstöðu sinnar. Sérstöðuna nýta þær sér síðan til að þjóna sérhagsmunum sínum. Ekki virðast þeir sérhagsmunir alltaf fara saman við almannahag nema síður sé.SVÞ ræðir sérhagsmuni Það eru ekki sérhagsmunir stóru verslunarkeðjanna sem þeir Andrés Magnússon og Lárus M. K. Ólafsson, framkvæmdastjóri og lögfræðingur Samtaka þjónustu og verslunar, SVÞ, gera að umtalsefni í blaðagrein í Fréttablaðinu 16. júlí síðastliðinn. Heldur sérhagsmunir íslenskra bænda. Þeir byrja grein sína á gamalkunnri klisju einsog til að minna á slíkan málflutning. Vísa þeir í ákvörðun sem tekin hafi verið „í skjóli nætur í reykfylltu bakherbergi við Austurvöll“ nú undir þinglokin um tolla á innflutta landbúnaðarvöru en umrædd ákvörðun hafi verið þess eðlis að slík vara muni verða dýrari en hún þyrfti að vera ef ekki væri verið að verja sérhagsmuni íslensks landbúnaðar. Þetta var inntakið. Eflaust var klisjan bara grín af þeirra hálfu. Engar ákvarðanir voru teknar í bakherbergjum, ekki er heldur reykt lengur í Alþingishúsinu og reyndar held ég að makkarar fyrr á tíð hafi ekki allir verið reykingamenn þótt hitt hafi ratað inn í hina lífsseigu klisju.Samkeppni og samvinna En ef við horfum framhjá gamanmálum þeirra félaga þá ber að taka málflutning þeirra alvarlega. Sú ákvörðun sem þeir vísa í snýst vissulega um hagsmuni. Þeir telja að frjálsræði í innflutningi landbúnaðarafurða og samkeppni hér innanlands sé góð og þjóni almannahag. Ég tel hins vegar fyrir mitt leyti að samvinnan skili okkur meiri árangri þegar upp er staðið; betri og heilnæmari vöru auk þess sem það er gríðarlegt hagsmunamál til langs tíma litið að hafa í landinu öflugan landbúnað. Umræðunnar um innlenda samkeppni í mjólkurframleiðslunni minnumst við frá því í vetur. Hún hverfðist um hagsmuni, annars vegar hagsmuni framleiðenda og neytenda og hins vegar smárra vinnslustöðva sem ekki vildu una því að framleiðendur ynnu saman að úrvinnslu vöru sinnar allt inn í hilluborðið í smásöluverslunum.Fasteignasalar og leigubílstjórar Sérhagsmuni og almannahagsmuni hefur borið mjög á góma í sumar. Ég ætla að nefna tvö áhugaverð dæmi. Fyrra dæmið er úr heimi fasteignasala og hið síðara leigubílstjóra. Ýmsir sem vilja stunda fasteignaviðskipti en hafa ekki haft til þess tilskilin leyfi hafa barist fyrir því frjálsræði að geta starfað án íþyngjandi regluverks og löggildinga og hafa einnig viljað standa utan samtaka fasteignasala. Staðhæft er að aukið frjálsræði og samkeppni án regluverks muni lækka verð. Félag fasteignasala hefur hins vegar haldið því til streitu að regluverk sé til þess fallið að vernda hagsmuni neytenda og samtökin sjái til þess að skemmd epli séu ekki liðin í stéttinni. Hið síðarnefnda sjónarmið hefur orðið ofan á. Þykir mér það gott okkar neytenda vegna. Skylt dæmi eru leigubílstjórar. Innanríkisráðherra segir að nú sé að renna upp tími þar sem leyfisveitingar heyri sögunni til og frjálsræði og samkeppni ráði ríkjum. Þessu er ákaft fagnað í leiðara Fréttablaðsins 11. júlí sl. en þar segir að í núverandi fyrirkomulagi séu fólgnar „ alvarlegar samkeppnishindranir“ sem einvörðungu séu við lýði til að „tryggja hagsmuni leyfishafa, efla verkefnisstöðu þeirra og auka tekjur. Tilgangurinn hafi aldrei verið að vernda neytendur: „Hræðsluáróður handhafa sérhagsmuna“ , sé til að slá ryki í augu neytenda.Réttindi og skyldur Þarna eru ekkert síður en í landbúnaðinum sérhagsmunir og almannahagsmunir á ferðinni. Mér finnst hins vegar leiðarahöfundur ganga of langt í fullyrðingum sínum. Ég hef fylgst vel með skini og skúrum í leigubílarekstri á Íslandi í langan tíma og hefur mér oftar en ekki þótt fara saman hagur neytenda og skipulagðrar samvinnu leigubílstjóra um öryggi og þjónustu. Hvað varðar frelsi í leigubílaakstri þarf einnig að ræða skyldurnar; um það hvernig skuli þjónað vöktunum á jólanótt og þegar lítið sem ekkert er að gera og þar með lítill ávinningur af akstrinum. Og hver ætlar að passa upp á að skemmd epli komist ekki inn í þennan rekstur? Þetta þarf alla vega að ræða og gaumgæfa vel áður en hrapað er að ákvörðunum um gerbreytt fyrirkomulag.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun