Gestgjafarnir Birta Björnsdóttir skrifar 22. júlí 2015 10:00 Aðgerðir til að bregðast við fjölgun ferðamanna hafa í besta falli verið handahófskenndar. Landeigendur við Geysi leigðu sér posa og hugðust rukka inn á svæðið. Sem þeir og gerðu í nokkurn tíma og allir borguðu nema Ögmundur. Lögbann var sett á gjaldtökuna og grátkórar landeigenda og þeirra sem voru gjaldtökunni mótfallnir voru jafn háir. Allt mjög yfirvegað en niðurstaðan engin. Náttúrupassinn var ræddur, hæddur, mærður og særður og liggur nú í saltpækli. Nú eru ferðamennirnir farnir að gefa skít í náttúruminjar í orðsins fyllstu. Upphefst þá kórinn á ný. Ferðaþjónustuaðilar kvarta undan aðstöðuleysi en umhverfisráðherra segir ekki koma til greina að greiða fyrir uppbyggingu sem aðeins ferðaþjónustuaðilar græði á. Í hvert skipti sem gjaldtaka er nefnd rýkur upp enn einn kórinn. Fólkið sem vill geta séð Þingvelli þegar það vill án þess að borga fyrir 500 kall. Aukaatriði er hvort það ætli einhvern tímann að fara á Þingvelli. Það vill bara hafa möguleikann á að gera það ókeypis. Stjórnvöld bera ábyrgð á að aðstaða sé til staðar fyrir þá gesti sem reynt var í mikilli auglýsingaherferð að lokka til landsins auk þess að náttúruminjar beri ekki skaða af. Á móti ber ferðaþjónustan ábyrgð á að halda gestum sínum upplýstum um reglur og viðmið. Ef ég býð vini mínum með í partí get ég ekki lofað því að hann klíni ekki hori í sófann. En mér dettur ekki í hug að kvarta undan aðstöðuleysi hjá gestgjafanum og skorti á snýtipappír nái vinurinn ekki að stjórna sér, heldur myndi ég taka þátt í að fordæma hann fyrir sóðaskapinn. Fólk ferðast um heiminn á eigin ábyrgð. Við gestgjafarnir verðum að hætta að vera of upptekin í aukahlutverkum okkar í Litlu gulu hænunni til að aðstaða og framtíðarsýn verði viðunandi. Það kostar að vera góður gestgjafi en gestirnir koma oftast með eitthvað að borðinu, hvort sem það er vínflaska, góðar sögur eða ný sýn á hlutina. Náist sátt um að það sem er til kostað fari í uppbyggingu og viðhald á þeim stöðum sem um ræðir, getum við haldið áfram að vera góðir gestgjafar næstu áratugina. Verðum ekki gestgjafinn sem situr eftir með brotið bollastell og útklíndan sófa og enginn vill heimsækja aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Björnsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun
Aðgerðir til að bregðast við fjölgun ferðamanna hafa í besta falli verið handahófskenndar. Landeigendur við Geysi leigðu sér posa og hugðust rukka inn á svæðið. Sem þeir og gerðu í nokkurn tíma og allir borguðu nema Ögmundur. Lögbann var sett á gjaldtökuna og grátkórar landeigenda og þeirra sem voru gjaldtökunni mótfallnir voru jafn háir. Allt mjög yfirvegað en niðurstaðan engin. Náttúrupassinn var ræddur, hæddur, mærður og særður og liggur nú í saltpækli. Nú eru ferðamennirnir farnir að gefa skít í náttúruminjar í orðsins fyllstu. Upphefst þá kórinn á ný. Ferðaþjónustuaðilar kvarta undan aðstöðuleysi en umhverfisráðherra segir ekki koma til greina að greiða fyrir uppbyggingu sem aðeins ferðaþjónustuaðilar græði á. Í hvert skipti sem gjaldtaka er nefnd rýkur upp enn einn kórinn. Fólkið sem vill geta séð Þingvelli þegar það vill án þess að borga fyrir 500 kall. Aukaatriði er hvort það ætli einhvern tímann að fara á Þingvelli. Það vill bara hafa möguleikann á að gera það ókeypis. Stjórnvöld bera ábyrgð á að aðstaða sé til staðar fyrir þá gesti sem reynt var í mikilli auglýsingaherferð að lokka til landsins auk þess að náttúruminjar beri ekki skaða af. Á móti ber ferðaþjónustan ábyrgð á að halda gestum sínum upplýstum um reglur og viðmið. Ef ég býð vini mínum með í partí get ég ekki lofað því að hann klíni ekki hori í sófann. En mér dettur ekki í hug að kvarta undan aðstöðuleysi hjá gestgjafanum og skorti á snýtipappír nái vinurinn ekki að stjórna sér, heldur myndi ég taka þátt í að fordæma hann fyrir sóðaskapinn. Fólk ferðast um heiminn á eigin ábyrgð. Við gestgjafarnir verðum að hætta að vera of upptekin í aukahlutverkum okkar í Litlu gulu hænunni til að aðstaða og framtíðarsýn verði viðunandi. Það kostar að vera góður gestgjafi en gestirnir koma oftast með eitthvað að borðinu, hvort sem það er vínflaska, góðar sögur eða ný sýn á hlutina. Náist sátt um að það sem er til kostað fari í uppbyggingu og viðhald á þeim stöðum sem um ræðir, getum við haldið áfram að vera góðir gestgjafar næstu áratugina. Verðum ekki gestgjafinn sem situr eftir með brotið bollastell og útklíndan sófa og enginn vill heimsækja aftur.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun