Valgerður sér um dagskrá tengda ljóðum Davíðs Stefánssonar í húsinu á hverjum fimmtudegi klukkan þrjú og tekur eitthvað visst fyrir hverju sinni. Síðast var það Ítalíuferðin en á morgun ætlar hún að fjalla um ástina og sorgina.
„Langflest hinna viðkvæmu og tilfinningaþrungnu ljóða Davíðs eru í fyrstu bókunum hans. Þau fá á sig öðruvísi blæ í seinni bókunum, þá yrkir hann meira um þjóðina og landið,“ segir Valgerður en bætir við að inn á milli birtist þó alltaf hið blæðandi hjarta skáldsins.

Davíðshús er opið frá 13 til 17. Viðburðir þar í sumar eru hluti af Listasumri á Akureyri. Aðgangur að húsinu kostar 1.200 krónur en 600 krónur fyrir eldri borgara og frítt er fyrir börn.