

Vanvirki og kjarklausi yfirmaðurinn
Yfirmaður sem er lítill mannþekkjari og veikgeðja lætur oft undan þrýstingi. Sé á staðnum starfsmaður sem býr yfir óheilindum, hatri í garð annars (annarra) þá getur hann jafnvel náð að stjórna yfirmanni sem hér er lýst. Yfirmaðurinn verður þá eins konar leppur þessa starfsmanns og finnst þá auðveldara að leyfa honum að taka stjórnina. Sé kvartað yfir framkomu þessa starfsmanns þá hunsar yfirmaðurinn jafnvel kvörtunina. Með því að loka eyrunum er loku fyrir það skotið að málið verði skoðað og leitt til lykta. Þar með er yfirmaðurinn óbeint að styðja „gerandann“ og veita honum leyfi til að halda meintri háttsemi sinni áfram. Þannig getur það gerst að yfirmaðurinn sé óbeinn þátttakandi jafnvel í „einelti“ þar sem hann neitaði að taka málið til athugunar og setja það í viðeigandi ferli. Einelti í sinni víðustu mynd þrífst vel undir stjórn yfirmanns sem er vanvirkur: veikgeðja og atkvæðalítill þegar kemur að samskiptamálum.
Skortir burði til að taka á málum
Það er afar íþyngjandi þegar stjórnandi sem er slakur í samskiptum vermir yfirmannsstól stofnunar eða fyrirtækis árum saman. Jafnvel þótt stjórnandinn sjálfur hafi ekki gerst sekur um slæma framkomu gagnvart starfsmanni er líklegt að á vinnustaðnum þrífist alls kyns óværa þar sem yfirmanninn skortir burði til að taka á málum með viðeigandi hætti. Nái neikvæð menning að festa sig í sessi (vondur mórall) verður vinnustaðurinn smám saman eitraður. Mannaskipti eru þá oft tíð. Nýir starfsmenn, bjartsýnir og ferskir, eru kannski ráðnir til starfa. Þegar þeir finna að staðurinn er sýktur hverfa einhverjir þeirra á braut. Sumir neyðast e.t.v. til að vera um kyrrt þar sem ekki er endilega hlaupið að því að fá aðra vinnu. Þetta er sérstaklega erfitt ef um er að ræða sérhæft starfsfólk sem sinnir sérhæfðum störfum. Aðrir reyna að þrauka því að þeim hugnast ekki að láta vanhæfan stjórnanda og vondan móral hrekja sig á brott.
Í síðustu tveimur greinum hefur verið fjallað um yfirmenn sem eru gerendur eineltis og yfirmenn sem eru vanvirkir þegar kemur að því að taka á samskiptamálum. Yfirmaður, hversu vanhæfur og slæmur sem hann er, veit auðvitað að hann þarf að eiga einhverja stuðningsmenn, svona „já-menn“. Yfirmaðurinn velur sér það fólk sem hann finnur og veit að hann getur stjórnað. Hann velur sér fólk sem ber helst óttablandna virðingu fyrir honum og þá sem honum finnst ekki ógna sér eða stöðu sinni á neinn hátt. Fylgismenn yfirmannsins kjósa e.t.v. að sjá hann í öðru og jákvæðara ljósi en hinir sem eru ekki „útvaldir“. Einhverjir sem eru í innsta hring gætu einnig verið búnir að meta stöðuna þannig að betra sé að vera þarna megin borðs og tryggja þannig að þeir verði ekki sjálfir skotmarkið. Með því að ganga í „rétta“ liðið verður lífið í vinnunni þolanlegra og óöryggið minna?
Í þriðju og síðustu greininni í þessum greinaflokki verður fjallað um hvað einkennir góðan yfirmann og stjórnanda.
Skoðun

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar

Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar
Már Wolfgang Mixa skrifar

Framtíð Öskjuhlíðar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar

Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands
Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur
Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar