Skattgreiðendur eiga ekki að borga hraðlest til Keflavíkur Kjartan Magnússon skrifar 15. júlí 2015 10:30 Flestir Íslendingar hafa ferðast með lestum erlendis og margir alið með sér þann draum að einn góðan veðurdag verði þessum skemmtilega ferðamáta komið á hér á Fróni. Allt frá árinu 1894 hafa stjórnmálamenn rætt slíkar hugmyndir af fullri alvöru. Upphaflega var rætt um járnbraut frá Reykjavík austur í Rangárvallasýslu og norður til Akureyrar en í seinni tíð hefur einkum verið rætt um hraðlest til Keflavíkurflugvallar sem og sporvagna (léttlestir) og jafnvel neðanjarðarlest á höfuðborgarsvæðinu. Hingað til hafa þó allar slíkar hugmyndir gufað upp þegar kaldir kostnaðarútreikningar hafa tekið við af rómantísku tyllidagaskvaldri pólitíkusa. Spurningin „Hvað kostar þetta og hver á að borga?“ verður ekki umflúin í þessu efni frekar en öðru. Hingað til höfum við Íslendingar því þurft að láta lestina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum duga og nú síðast Hafnarlestina sem hóf akstur við Reykjavíkurhöfn fyrir nokkrum dögum. Óhætt er að mæla með þessum skemmtilegu lestum þótt báðar séu á hjólum. Arðbært verkefni? Um síðustu aldamót var skrifuð skýrsla um lagningu járnbrautar til Keflavíkurflugvallar og rekstur hraðlestar þar á milli. Niðurstaðan var sú að rekstur hraðlestarinnar gæti orðið arðbær, þ.e.a.s. ef ekki væri gert ráð fyrir fjárfestingarkostnaði, sem var á þávirði metinn 22-30 milljarðar króna. Vonuðust aðstandendur hugmyndarinnar til þess að ríkið (skattgreiðendur) myndi greiða fjárfestingu verkefnisins. Sú hugmynd hlaut sem betur fer ekki undirtektir hjá þáverandi fjármálaráðherra. Ýmsir töldu rekstrarhæfi slíkrar lestar ofmetið í skýrslunni. Var m.a. bent á að í henni væri reiknað með því að um leið og lestin hæfi starfsemi, myndu flugfarþegar nánast hætta að ferðast með rútum út á Keflavíkurflugvöll. Slíkt er óraunhæft þar sem flugrútan stendur afar vel að vígi í samkeppni við aðra ferðamáta. Ekki síst vegna þess að hún ekur flugfarþegum alla leið heim á hótel og sækir þá þangað áður en haldið er út á flugvöll að nýju. Nú hefur rykið verið dustað af hraðlestinni til Keflavíkur og samkvæmt nýjum útreikningum aðstandenda hugmyndarinnar er verkefnið metið arðbært. Ólíkt því sem talið var fyrir fimmtán árum er ekki talin þörf á stuðningi frá hinu opinbera svo það verði að veruleika, hvorki varðandi rekstur né fjárfestingu. Hafa ákveðnar forsendur í dæminu vissulega breyst á sl. fimmtán árum og t.a.m. hefur fjöldi erlendra ferðamanna ríflega þrefaldast á tímabilinu. Reiknað er með að kostnaður við verkefnið verði rúmlega eitt hundrað milljarðar króna. Of snemmt er að segja til um hvernig ganga muni að afla fjár til verkefnisins á almennum markaði en það er að sjálfsögðu raunhæfasti mælikvarðinn á hvort verkefnið sé arðbært eða ekki. Mörg dæmi eru um það erlendis að kostnaður við slík hraðlestarverkefni hafi farið langt fram úr áætlunum og almenningur verið látinn gjalda fyrir það dýru verði. Slíkt má ekki gerast hér. Reynslan sýnir að slík stórverkefni eru áhættusöm og því er mikilvægt að hið opinbera komi ekki á neinn hátt að fjármögnun þess. Sjálfsagt er að óska aðstandendum hugmyndarinnar góðs gengis, svo fremi að verkefnið sé fjármagnað á heilbrigðum markaðsforsendum en ekki pilsfaldakapítalisma þar sem allri áhættu er velt yfir á skattgreiðendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Kjartan Magnússon Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Flestir Íslendingar hafa ferðast með lestum erlendis og margir alið með sér þann draum að einn góðan veðurdag verði þessum skemmtilega ferðamáta komið á hér á Fróni. Allt frá árinu 1894 hafa stjórnmálamenn rætt slíkar hugmyndir af fullri alvöru. Upphaflega var rætt um járnbraut frá Reykjavík austur í Rangárvallasýslu og norður til Akureyrar en í seinni tíð hefur einkum verið rætt um hraðlest til Keflavíkurflugvallar sem og sporvagna (léttlestir) og jafnvel neðanjarðarlest á höfuðborgarsvæðinu. Hingað til hafa þó allar slíkar hugmyndir gufað upp þegar kaldir kostnaðarútreikningar hafa tekið við af rómantísku tyllidagaskvaldri pólitíkusa. Spurningin „Hvað kostar þetta og hver á að borga?“ verður ekki umflúin í þessu efni frekar en öðru. Hingað til höfum við Íslendingar því þurft að láta lestina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum duga og nú síðast Hafnarlestina sem hóf akstur við Reykjavíkurhöfn fyrir nokkrum dögum. Óhætt er að mæla með þessum skemmtilegu lestum þótt báðar séu á hjólum. Arðbært verkefni? Um síðustu aldamót var skrifuð skýrsla um lagningu járnbrautar til Keflavíkurflugvallar og rekstur hraðlestar þar á milli. Niðurstaðan var sú að rekstur hraðlestarinnar gæti orðið arðbær, þ.e.a.s. ef ekki væri gert ráð fyrir fjárfestingarkostnaði, sem var á þávirði metinn 22-30 milljarðar króna. Vonuðust aðstandendur hugmyndarinnar til þess að ríkið (skattgreiðendur) myndi greiða fjárfestingu verkefnisins. Sú hugmynd hlaut sem betur fer ekki undirtektir hjá þáverandi fjármálaráðherra. Ýmsir töldu rekstrarhæfi slíkrar lestar ofmetið í skýrslunni. Var m.a. bent á að í henni væri reiknað með því að um leið og lestin hæfi starfsemi, myndu flugfarþegar nánast hætta að ferðast með rútum út á Keflavíkurflugvöll. Slíkt er óraunhæft þar sem flugrútan stendur afar vel að vígi í samkeppni við aðra ferðamáta. Ekki síst vegna þess að hún ekur flugfarþegum alla leið heim á hótel og sækir þá þangað áður en haldið er út á flugvöll að nýju. Nú hefur rykið verið dustað af hraðlestinni til Keflavíkur og samkvæmt nýjum útreikningum aðstandenda hugmyndarinnar er verkefnið metið arðbært. Ólíkt því sem talið var fyrir fimmtán árum er ekki talin þörf á stuðningi frá hinu opinbera svo það verði að veruleika, hvorki varðandi rekstur né fjárfestingu. Hafa ákveðnar forsendur í dæminu vissulega breyst á sl. fimmtán árum og t.a.m. hefur fjöldi erlendra ferðamanna ríflega þrefaldast á tímabilinu. Reiknað er með að kostnaður við verkefnið verði rúmlega eitt hundrað milljarðar króna. Of snemmt er að segja til um hvernig ganga muni að afla fjár til verkefnisins á almennum markaði en það er að sjálfsögðu raunhæfasti mælikvarðinn á hvort verkefnið sé arðbært eða ekki. Mörg dæmi eru um það erlendis að kostnaður við slík hraðlestarverkefni hafi farið langt fram úr áætlunum og almenningur verið látinn gjalda fyrir það dýru verði. Slíkt má ekki gerast hér. Reynslan sýnir að slík stórverkefni eru áhættusöm og því er mikilvægt að hið opinbera komi ekki á neinn hátt að fjármögnun þess. Sjálfsagt er að óska aðstandendum hugmyndarinnar góðs gengis, svo fremi að verkefnið sé fjármagnað á heilbrigðum markaðsforsendum en ekki pilsfaldakapítalisma þar sem allri áhættu er velt yfir á skattgreiðendur.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun