Leiðari Fréttablaðsins og hvatning Hjörleifs Ögmundur Jónasson skrifar 9. júlí 2015 07:00 Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar prýðilegan leiðara í Fréttablaðið miðvikudaginn 8. júlí um virkjanir og orkumál undir heitinu „Að byrja verkið á öfugum enda“. Þar er réttilega á það bent að ítrekað heyrum við að búið sé að skrifa undir samninga um uppbyggingu stóriðju án þess að orka hafi verði tryggð til framleiðslunnar og þegar gagnrýnisraddir hljómi um að ekki sé rétt staðið að málum sé viðkvæðið oftar en ekki að búið sé að eyða svo miklum fjármunum í undirbúning að það sé spurning um þjóðarhag að halda verkinu áfram og útvega orkuna.Síðan kemur annað hljóð í strokkinn Orðrétt segir Kolbeinn: „Það má velta því fyrir sér hvort stjórnendur sem eyða miklum fjármunum í verkefni upp á þá von og óvon að orka fáist í þau séu sérstaklega góðir stjórnendur. Ef í ljós kemur síðan að orkan liggur ekki á lausu eru fjármunirnir fyrir bí og það getur varla talist góð stjórnun, eða hvað? En kannski er það einmitt góð stjórnun. Kannski er þetta hluti af því sem á ensku kallast að vera passive agressive. Farið er af stað með undirbúning verkefna undir því yfirskyni að ekkert sé nú ákveðið. Varla er fólk á móti því að hlutirnir séu skoðaðir? En síðan kemur að því að það næst saman um uppbyggingu og þá kemur annað hljóð í strokkinn. Öllum þessum fjármunum hefur verið eytt í undirbúning verkefnisins og þess vegna er engin hæfa að vera á móti því að virkjað sé til að standa undir herlegheitunum. Ætlar fólk að vera á móti framförum?“ Í lok leiðarans bendir höfundur réttilega á að virkjanir séu mál okkar allra og að ákvarðanir um þær eigi ekki að vera „afgangsstærð í samningum sveitarstjórnarmanna, sem vilja iðnað í umdæmi sín, og forsvarsmanna iðnfyrirtækjanna, sem leita að hentugu plássi fyrir verksmiðjur sínar.“Hvað er til ráða? Að sjálfsögðu er það helst til ráða að hefja verkið á réttum enda. Sá sem ötullegast hefur barist fyrir slíkum vinnubrögðum undanfarna áratugi er án efa Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur og fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Hann flutti fjölmargar tillögur um breytt vinnubrögð á þessu sviði sem skiluðu okkur að lokum þeim árangri að Rammaáætlun leit dagsins ljós. En Rammaáætlun samkvæmt hugmyndum Hjörleifs átti að vera hluti af stærri mynd. Þar var grundvallaratriði að byrja á réttum enda, hve mikið og til hvers.Ekki kjörbúð! Í greinargerð sem Hjörleifur sendi frá sér fyrir nokkrum misserum segir m.a.: „Gera verður þá kröfu til stjórnvalda að þau áætli það heildarmagn framleiddrar orku sem þau telji nauðsynlegt að afla út frá þjóðhagslegri nauðsyn og með tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga (loftslagsmál) í fyrirsjáanlegri framtíð og að Rammaáætlun taki mið af því. Þannig væri hægt að gera sér grein fyrir heildaráhrifum slíkrar áætlunar. Enga viðleitni í þessa átt er að finna í Rammaáætlun … Á meðan ekkert liggur fyrir í því efni birtist okkur Rammaáætlun sem eins konar „kjörbúð“ sem hver og einn geti leitað inn í og heimtað sitt í tímans rás. Slíkt fyrirkomulag er ógnun við verndarþáttinn. Sérstaklega blasir þetta við þegar um er að ræða raforkusölu til orkufreks iðnaðar. Því ætti að stöðva frekari orkusölu í þessu skyni að mestu eða öllu leyti á meðan dæmið er gert upp, nema þegar um er að ræða framleiðslu á vistvænum orkugjöfum í stað jarðefnaeldsneytis til nota í samgöngum og fiskiskipum.“Rímar við heilbrigða skynsemi Mér sýnast leiðari Fréttablaðsins og þessi orð náttúrufræðingsins ríma vel saman og það sem meira er hljóma í þeim anda sem við flest myndum leyfa okkur að kalla heilbrigða skynsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Að byrja verkið á öfugum enda Skömmu eftir fall Sovétríkjanna fór prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands í heimsókn til ónefnds fyrrverandi Sovétlýðveldis. 8. júlí 2015 11:16 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar prýðilegan leiðara í Fréttablaðið miðvikudaginn 8. júlí um virkjanir og orkumál undir heitinu „Að byrja verkið á öfugum enda“. Þar er réttilega á það bent að ítrekað heyrum við að búið sé að skrifa undir samninga um uppbyggingu stóriðju án þess að orka hafi verði tryggð til framleiðslunnar og þegar gagnrýnisraddir hljómi um að ekki sé rétt staðið að málum sé viðkvæðið oftar en ekki að búið sé að eyða svo miklum fjármunum í undirbúning að það sé spurning um þjóðarhag að halda verkinu áfram og útvega orkuna.Síðan kemur annað hljóð í strokkinn Orðrétt segir Kolbeinn: „Það má velta því fyrir sér hvort stjórnendur sem eyða miklum fjármunum í verkefni upp á þá von og óvon að orka fáist í þau séu sérstaklega góðir stjórnendur. Ef í ljós kemur síðan að orkan liggur ekki á lausu eru fjármunirnir fyrir bí og það getur varla talist góð stjórnun, eða hvað? En kannski er það einmitt góð stjórnun. Kannski er þetta hluti af því sem á ensku kallast að vera passive agressive. Farið er af stað með undirbúning verkefna undir því yfirskyni að ekkert sé nú ákveðið. Varla er fólk á móti því að hlutirnir séu skoðaðir? En síðan kemur að því að það næst saman um uppbyggingu og þá kemur annað hljóð í strokkinn. Öllum þessum fjármunum hefur verið eytt í undirbúning verkefnisins og þess vegna er engin hæfa að vera á móti því að virkjað sé til að standa undir herlegheitunum. Ætlar fólk að vera á móti framförum?“ Í lok leiðarans bendir höfundur réttilega á að virkjanir séu mál okkar allra og að ákvarðanir um þær eigi ekki að vera „afgangsstærð í samningum sveitarstjórnarmanna, sem vilja iðnað í umdæmi sín, og forsvarsmanna iðnfyrirtækjanna, sem leita að hentugu plássi fyrir verksmiðjur sínar.“Hvað er til ráða? Að sjálfsögðu er það helst til ráða að hefja verkið á réttum enda. Sá sem ötullegast hefur barist fyrir slíkum vinnubrögðum undanfarna áratugi er án efa Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur og fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Hann flutti fjölmargar tillögur um breytt vinnubrögð á þessu sviði sem skiluðu okkur að lokum þeim árangri að Rammaáætlun leit dagsins ljós. En Rammaáætlun samkvæmt hugmyndum Hjörleifs átti að vera hluti af stærri mynd. Þar var grundvallaratriði að byrja á réttum enda, hve mikið og til hvers.Ekki kjörbúð! Í greinargerð sem Hjörleifur sendi frá sér fyrir nokkrum misserum segir m.a.: „Gera verður þá kröfu til stjórnvalda að þau áætli það heildarmagn framleiddrar orku sem þau telji nauðsynlegt að afla út frá þjóðhagslegri nauðsyn og með tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga (loftslagsmál) í fyrirsjáanlegri framtíð og að Rammaáætlun taki mið af því. Þannig væri hægt að gera sér grein fyrir heildaráhrifum slíkrar áætlunar. Enga viðleitni í þessa átt er að finna í Rammaáætlun … Á meðan ekkert liggur fyrir í því efni birtist okkur Rammaáætlun sem eins konar „kjörbúð“ sem hver og einn geti leitað inn í og heimtað sitt í tímans rás. Slíkt fyrirkomulag er ógnun við verndarþáttinn. Sérstaklega blasir þetta við þegar um er að ræða raforkusölu til orkufreks iðnaðar. Því ætti að stöðva frekari orkusölu í þessu skyni að mestu eða öllu leyti á meðan dæmið er gert upp, nema þegar um er að ræða framleiðslu á vistvænum orkugjöfum í stað jarðefnaeldsneytis til nota í samgöngum og fiskiskipum.“Rímar við heilbrigða skynsemi Mér sýnast leiðari Fréttablaðsins og þessi orð náttúrufræðingsins ríma vel saman og það sem meira er hljóma í þeim anda sem við flest myndum leyfa okkur að kalla heilbrigða skynsemi.
Að byrja verkið á öfugum enda Skömmu eftir fall Sovétríkjanna fór prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands í heimsókn til ónefnds fyrrverandi Sovétlýðveldis. 8. júlí 2015 11:16
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun