Ertu ekki hress? Allir í stuði? Magnús Guðmundsson skrifar 7. júlí 2015 09:30 Svarið er stundum já og stundum nei. Við erum ekki öll alltaf hress og í stuði og það jafnvel þrátt fyrir að það sé ekkert eitt áþreifanlegt sem amar að. Við erum öll þannig gerð að okkur líður ekki alltaf vel. Það er allt í lagi. Okkur þarf ekki alltaf að líða vel og við þurfum ekki alltaf að vera hress. Það koma betri tímar. Engu að síður virðist samfélagið allt vera mettað af þessari gegndarlausu kröfu um hressleika og lífsgleði hvað sem tautar og raular. Auk þess að eiga að vera hress þá eigum við að sjálfsögðu að njóta velgengni í námi og starfi, eiga hressa vini og ættingja, vera í góðu sambandi við hitt kynið og í líkamlegu formi á við tékkneskan tugþrautarmann. Minna má það ekki vera. Vandinn er að veruleikinn er oft annar en væntingarnar og allar þessar samfélagslegu kröfur. Okkur gengur misvel að fóta okkur á lífsleiðinni og svo líður okkur stundum einfaldlega illa án þess að á því séu einhverjar sérstakar skýringar. Engu að síður virðist sem allar þessar samfélagslegu kröfur leggist þungt á margan ungan manninn – jafnvel enn þyngra en á konur af einhverjum ástæðum. Ein af afleiðingunum, af þessari fjarlægð á milli hugmynda og veruleika, er nefnilega sú dapurlega staðreynd að sjálfsvíg eru ein algengasta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi og sú algengasta í hópi karla á aldrinum 18 til 25 ára. Konur eru vissulega ekki undanskildar þessum vágesti sem sjálfsvíg eru en þær eru þó miklum mun færri sem falla fyrir eigin hendi. Það geta legið ýmsar og ólíkar ástæður að baki því að hugmyndin um að taka sitt eigið líf vaknar í huga ungrar manneskju. Þunglyndi, ástvinamissir, skilnaður, námsörðugleikar, fíkniefnaneysla, afburðahæfileikar, niðurlæging, deilur og svo mætti lengi telja. En það sem einkennir allar þessar aðstæður er að það er hægt að sigrast á þeim. Fyrsta skrefið er að leita sér hjálpar. Þá þurfum við öll að vera vakandi og reiðubúin til þess að taka fólki með opnum huga og opnum örmum. Foreldrar, kennarar, systkini, vinir, samstarfsfélagar o.s.frv. þurfa að leggja frá sér kröfuna um hressleika, stuð og líf án hnökra og hlusta eftir hverju því sem gæti falið í sér vísbendingu um eitthvað annað – eitthvað sem ekki verður aftur tekið. Við þurfum líka öll að huga að þeim sem eftir standa ef illa fer. Bægja burt úr samfélaginu því tabúi sem sjálfsvígið er og sinna þeim sem eftir standa í sinni sorg með kærleika, nánd og nærgætni. Munum að hjálparlína Rauða krossins í númerinu 1717 er alltaf til staðar og innan seilingar. Rauði krossinn vinnur frábært starf í þessum efnum sem mikilvægt er að við leggjum lið og það getum við til að mynda gert með því að styðja fjárhagslega við starfið í síma 904 1500. Vonandi láta stjórnvöld ekki sitt eftir liggja í þessum efnum og styrkja þetta góða starf sem bjargar mannslífum. Auk þess sem klárlega er brýn þörf á að auka fræðslu og vitund á meðal almennings um þennan útsmogna vágest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Svarið er stundum já og stundum nei. Við erum ekki öll alltaf hress og í stuði og það jafnvel þrátt fyrir að það sé ekkert eitt áþreifanlegt sem amar að. Við erum öll þannig gerð að okkur líður ekki alltaf vel. Það er allt í lagi. Okkur þarf ekki alltaf að líða vel og við þurfum ekki alltaf að vera hress. Það koma betri tímar. Engu að síður virðist samfélagið allt vera mettað af þessari gegndarlausu kröfu um hressleika og lífsgleði hvað sem tautar og raular. Auk þess að eiga að vera hress þá eigum við að sjálfsögðu að njóta velgengni í námi og starfi, eiga hressa vini og ættingja, vera í góðu sambandi við hitt kynið og í líkamlegu formi á við tékkneskan tugþrautarmann. Minna má það ekki vera. Vandinn er að veruleikinn er oft annar en væntingarnar og allar þessar samfélagslegu kröfur. Okkur gengur misvel að fóta okkur á lífsleiðinni og svo líður okkur stundum einfaldlega illa án þess að á því séu einhverjar sérstakar skýringar. Engu að síður virðist sem allar þessar samfélagslegu kröfur leggist þungt á margan ungan manninn – jafnvel enn þyngra en á konur af einhverjum ástæðum. Ein af afleiðingunum, af þessari fjarlægð á milli hugmynda og veruleika, er nefnilega sú dapurlega staðreynd að sjálfsvíg eru ein algengasta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi og sú algengasta í hópi karla á aldrinum 18 til 25 ára. Konur eru vissulega ekki undanskildar þessum vágesti sem sjálfsvíg eru en þær eru þó miklum mun færri sem falla fyrir eigin hendi. Það geta legið ýmsar og ólíkar ástæður að baki því að hugmyndin um að taka sitt eigið líf vaknar í huga ungrar manneskju. Þunglyndi, ástvinamissir, skilnaður, námsörðugleikar, fíkniefnaneysla, afburðahæfileikar, niðurlæging, deilur og svo mætti lengi telja. En það sem einkennir allar þessar aðstæður er að það er hægt að sigrast á þeim. Fyrsta skrefið er að leita sér hjálpar. Þá þurfum við öll að vera vakandi og reiðubúin til þess að taka fólki með opnum huga og opnum örmum. Foreldrar, kennarar, systkini, vinir, samstarfsfélagar o.s.frv. þurfa að leggja frá sér kröfuna um hressleika, stuð og líf án hnökra og hlusta eftir hverju því sem gæti falið í sér vísbendingu um eitthvað annað – eitthvað sem ekki verður aftur tekið. Við þurfum líka öll að huga að þeim sem eftir standa ef illa fer. Bægja burt úr samfélaginu því tabúi sem sjálfsvígið er og sinna þeim sem eftir standa í sinni sorg með kærleika, nánd og nærgætni. Munum að hjálparlína Rauða krossins í númerinu 1717 er alltaf til staðar og innan seilingar. Rauði krossinn vinnur frábært starf í þessum efnum sem mikilvægt er að við leggjum lið og það getum við til að mynda gert með því að styðja fjárhagslega við starfið í síma 904 1500. Vonandi láta stjórnvöld ekki sitt eftir liggja í þessum efnum og styrkja þetta góða starf sem bjargar mannslífum. Auk þess sem klárlega er brýn þörf á að auka fræðslu og vitund á meðal almennings um þennan útsmogna vágest.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun