Ertu ekki hress? Allir í stuði? Magnús Guðmundsson skrifar 7. júlí 2015 09:30 Svarið er stundum já og stundum nei. Við erum ekki öll alltaf hress og í stuði og það jafnvel þrátt fyrir að það sé ekkert eitt áþreifanlegt sem amar að. Við erum öll þannig gerð að okkur líður ekki alltaf vel. Það er allt í lagi. Okkur þarf ekki alltaf að líða vel og við þurfum ekki alltaf að vera hress. Það koma betri tímar. Engu að síður virðist samfélagið allt vera mettað af þessari gegndarlausu kröfu um hressleika og lífsgleði hvað sem tautar og raular. Auk þess að eiga að vera hress þá eigum við að sjálfsögðu að njóta velgengni í námi og starfi, eiga hressa vini og ættingja, vera í góðu sambandi við hitt kynið og í líkamlegu formi á við tékkneskan tugþrautarmann. Minna má það ekki vera. Vandinn er að veruleikinn er oft annar en væntingarnar og allar þessar samfélagslegu kröfur. Okkur gengur misvel að fóta okkur á lífsleiðinni og svo líður okkur stundum einfaldlega illa án þess að á því séu einhverjar sérstakar skýringar. Engu að síður virðist sem allar þessar samfélagslegu kröfur leggist þungt á margan ungan manninn – jafnvel enn þyngra en á konur af einhverjum ástæðum. Ein af afleiðingunum, af þessari fjarlægð á milli hugmynda og veruleika, er nefnilega sú dapurlega staðreynd að sjálfsvíg eru ein algengasta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi og sú algengasta í hópi karla á aldrinum 18 til 25 ára. Konur eru vissulega ekki undanskildar þessum vágesti sem sjálfsvíg eru en þær eru þó miklum mun færri sem falla fyrir eigin hendi. Það geta legið ýmsar og ólíkar ástæður að baki því að hugmyndin um að taka sitt eigið líf vaknar í huga ungrar manneskju. Þunglyndi, ástvinamissir, skilnaður, námsörðugleikar, fíkniefnaneysla, afburðahæfileikar, niðurlæging, deilur og svo mætti lengi telja. En það sem einkennir allar þessar aðstæður er að það er hægt að sigrast á þeim. Fyrsta skrefið er að leita sér hjálpar. Þá þurfum við öll að vera vakandi og reiðubúin til þess að taka fólki með opnum huga og opnum örmum. Foreldrar, kennarar, systkini, vinir, samstarfsfélagar o.s.frv. þurfa að leggja frá sér kröfuna um hressleika, stuð og líf án hnökra og hlusta eftir hverju því sem gæti falið í sér vísbendingu um eitthvað annað – eitthvað sem ekki verður aftur tekið. Við þurfum líka öll að huga að þeim sem eftir standa ef illa fer. Bægja burt úr samfélaginu því tabúi sem sjálfsvígið er og sinna þeim sem eftir standa í sinni sorg með kærleika, nánd og nærgætni. Munum að hjálparlína Rauða krossins í númerinu 1717 er alltaf til staðar og innan seilingar. Rauði krossinn vinnur frábært starf í þessum efnum sem mikilvægt er að við leggjum lið og það getum við til að mynda gert með því að styðja fjárhagslega við starfið í síma 904 1500. Vonandi láta stjórnvöld ekki sitt eftir liggja í þessum efnum og styrkja þetta góða starf sem bjargar mannslífum. Auk þess sem klárlega er brýn þörf á að auka fræðslu og vitund á meðal almennings um þennan útsmogna vágest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Svarið er stundum já og stundum nei. Við erum ekki öll alltaf hress og í stuði og það jafnvel þrátt fyrir að það sé ekkert eitt áþreifanlegt sem amar að. Við erum öll þannig gerð að okkur líður ekki alltaf vel. Það er allt í lagi. Okkur þarf ekki alltaf að líða vel og við þurfum ekki alltaf að vera hress. Það koma betri tímar. Engu að síður virðist samfélagið allt vera mettað af þessari gegndarlausu kröfu um hressleika og lífsgleði hvað sem tautar og raular. Auk þess að eiga að vera hress þá eigum við að sjálfsögðu að njóta velgengni í námi og starfi, eiga hressa vini og ættingja, vera í góðu sambandi við hitt kynið og í líkamlegu formi á við tékkneskan tugþrautarmann. Minna má það ekki vera. Vandinn er að veruleikinn er oft annar en væntingarnar og allar þessar samfélagslegu kröfur. Okkur gengur misvel að fóta okkur á lífsleiðinni og svo líður okkur stundum einfaldlega illa án þess að á því séu einhverjar sérstakar skýringar. Engu að síður virðist sem allar þessar samfélagslegu kröfur leggist þungt á margan ungan manninn – jafnvel enn þyngra en á konur af einhverjum ástæðum. Ein af afleiðingunum, af þessari fjarlægð á milli hugmynda og veruleika, er nefnilega sú dapurlega staðreynd að sjálfsvíg eru ein algengasta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi og sú algengasta í hópi karla á aldrinum 18 til 25 ára. Konur eru vissulega ekki undanskildar þessum vágesti sem sjálfsvíg eru en þær eru þó miklum mun færri sem falla fyrir eigin hendi. Það geta legið ýmsar og ólíkar ástæður að baki því að hugmyndin um að taka sitt eigið líf vaknar í huga ungrar manneskju. Þunglyndi, ástvinamissir, skilnaður, námsörðugleikar, fíkniefnaneysla, afburðahæfileikar, niðurlæging, deilur og svo mætti lengi telja. En það sem einkennir allar þessar aðstæður er að það er hægt að sigrast á þeim. Fyrsta skrefið er að leita sér hjálpar. Þá þurfum við öll að vera vakandi og reiðubúin til þess að taka fólki með opnum huga og opnum örmum. Foreldrar, kennarar, systkini, vinir, samstarfsfélagar o.s.frv. þurfa að leggja frá sér kröfuna um hressleika, stuð og líf án hnökra og hlusta eftir hverju því sem gæti falið í sér vísbendingu um eitthvað annað – eitthvað sem ekki verður aftur tekið. Við þurfum líka öll að huga að þeim sem eftir standa ef illa fer. Bægja burt úr samfélaginu því tabúi sem sjálfsvígið er og sinna þeim sem eftir standa í sinni sorg með kærleika, nánd og nærgætni. Munum að hjálparlína Rauða krossins í númerinu 1717 er alltaf til staðar og innan seilingar. Rauði krossinn vinnur frábært starf í þessum efnum sem mikilvægt er að við leggjum lið og það getum við til að mynda gert með því að styðja fjárhagslega við starfið í síma 904 1500. Vonandi láta stjórnvöld ekki sitt eftir liggja í þessum efnum og styrkja þetta góða starf sem bjargar mannslífum. Auk þess sem klárlega er brýn þörf á að auka fræðslu og vitund á meðal almennings um þennan útsmogna vágest.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun