Stelpur í fótbolta þurfa að vera sætar í styttri buxum Ólöf Skaftadóttir skrifar 4. júlí 2015 09:00 Dagný Brynjarsdóttir Vísir/Valli Þegar ég byrja er ekkert stelpulið, þannig að ég æfði með strákunum þangað til ég varð þrettán. Þá kom kvennalið, svo ég keppti með þeim líka, en æfði áfram með strákunum,“ segir Dagný Brynjarsdóttir, 24 ára leikmaður Selfoss í Pepsideild kvenna og leikmaður íslenska kvennalandsliðsins. Dagný er fædd og uppalin á Hellu. Hún er hvað best þekkt fyrir að skora mark Íslands gegn Úkraínu, en markið kom íslenska liðinu áfram á EM 2013. „Tilfinningin að skora var ólýsanleg. Allir spurðu, hvernig leið þér? Ég man það ekki. Ég var í nettu blackouti,“ segir Dagný og hlær innilega. Aftur að strákunum og byrjun ferilsins. „Mér fannst geðveikt að æfa með strákunum. Þegar ég byrjaði að æfa með stelpum fyrst fannst mér það eiginlega dálítið erfitt.“ Dagný hóf að æfa með kvennaliði Vals, sextán ára, árið 2007.Tæklar strákana „Stelpuliði fylgir svo miklu meira drama – það ekkert vesen með strákunum. Ef maður er eitthvað pirraður á æfingu þá tæklar maður einhvern illa og svo er það búið. Það er of mikið í kvennaboltanum að stelpur eru taka leiðindin með sér út af vellinum.“ Dagný segir það hafa verið mikið stökk, að fara yfir í Val eftir að hafa spilað alla tíð með æskuvinum sínum. „Þetta var fyrsta sumarið mitt sem ég var ekki heima og nýtt lið. Ég var yngst þegar ég kom í liðið. Fyrstu tvö árin var ég ekki ég sjálf, talaði lítið og var feimin. Ég var með mikla heimþrá,“ segir Dagný og bætir við að hún hafi ekki átt mikið af vinum. „En svo kom það. Stelpurnar í Val voru góðar við mig, en þegar maður er svona kjúklingur eins og það kallast, að koma inn í meistaraflokk þarf maður að vinna sér inn virðingu sem var öðruvísi en heima, þar horfðu strákarnir á mig eins og ég væri besta stelpa á Íslandi.“Fyrirliði fimmta flokks karla Dagný fór snemma að skara fram úr. Hún var í A-liði strákanna heima í Rangárvallasýslu, og fyrirliði fimmta flokks karla, eina stelpan rifjar hún upp. „Ég hagaði mér eins og ein af strákunum. Ég var ber að ofan með þeim þangað til ég varð svona tólf ára,“ segir Dagný og hlær. „Ég var búin að #freethenipple langt á undan öllum. Örugglega vandræðalega lengi.“ Dagný spilaði með Val þar til 2011, þegar hún lagði land undir fót og hóf nám samhliða fótboltanum í Florida State University. Dagný og félagar hennar í háskólaboltanum urðu meistarar í bandarísku deildinni í desember í fyrra og hún var valin næstbest í deildinni.Erfitt hjá þýska stórveldinu „Ég myndi segja að ég væri best,“ segir Dagný , létt í bragði. „En hin stelpan sko – þetta var á milli okkar tveggja – hún er stjarna í Bandaríkjunum. Hún er í bandaríska landsliðinu og er mjög góð. Okkar lið keppti við hennar þrisvar á síðasta tímabili og við unnum þær öll skiptin.“ Eftir að námi Dagnýjar lauk bauðst henni samningur hjá draumaliðinu, stórveldinu Bayern München í Þýskalandi. „Ég var að útskrifast og þurfti að stökkva á það án þess að fara í heimsókn – ég hélt að ég gæti séð eftir því ef ég segði ekki já. En ég mun aldrei gera þetta aftur, fara út án þess að vera búin að heimsækja liðið. Ég er ekki hrifin af Þýskalandi eftir mína reynslu,“ útskýrir Dagný og segir að eftir um 2 mánuði í Þýskalandi hafi henni hætt að líða vel. „Þetta var einhæft og þjálfarinn ekki eins og ég er vön. Hann var vandræðalegur gæi og skrýtinn. Hann var ekki að bæta mig sem leikmann – en ég var í liði með fimmtán landsliðskonum og ég bætti mig að æfa í þannig umhverfi.“ Dagný bætir við að þetta hafi verið eins og að æfa fitness frekar en fótbolta. „Það er alveg hægt að æfa vel ef maður gerir það rétt, en þetta var rugl.“ Dagný segir þetta hafi tekið gleðina úr boltanum sem hún hafði aldrei kynnst áður. „Ég lenti í því að mér fannst ekki gaman lengur í fótbolta. Þeir sem þekkja mig vita að ég er æfingasjúk. Mig langar oft að gera of mikið og stundum meiði ég mig út af því.“Smituð af þýsku stemningunni Dagný tók ákvörðun að fara til New York og skrifa undir hjá New York Flash. „Ég var orðin mjög spennt að fara en þremur dögum áður fékk ég þær fregnir að vegna tæknilegs atriðis þyrfti ég að bíða þangað til á næsta ári til að mega skrifa undir. Ég ákvað að fara í Selfoss, af því að mig langaði að spila og líka að finna gleðina. Ég hélt að ég myndi fara eina æfingu og finnast gaman, en það var ekki. Þá varð ég hrædd. Smituð af þýsku stemningunni, mætti á æfingu, gerði það sem átti að gera og fór. Það tók samt bara nokkrar æfingar, þá kom gleðin aftur og síðan hefur verið gaman.“ Þjálfarinn hjá Selfossi, Gunnar Borgþórsson, hjálpaði Dagnýju í gegnum þennan tíma. „Ég sagði honum hvernig þetta var í Þýskalandi – ég gæti alveg trúað að ég hefði haft vott af þunglyndi.“Margrét Lára Viðarsdóttir, önnur afrekskona í knattspyrnu gerði könnun í námi sínu um kvíðaröskun og þunglyndi hjá afreksíþróttafólki á Íslandi, en Dagný var ein þeirra sem könnunin var lögð fyrir. „Þá svaraði ég einhverjum fimmtán spurningum – ef ég hefði svarað þessum spurningum frá því ég var sex ára þar til í desember 2014 hefði ég sagt nei við öllu, en svo allt í einu þegar ég er að svara þessu fæ ég sjokk. Ég fattaði hvað ég hafði verið langt niðri.“ Dagný segir hressandi að koma heim. „Það er gaman. Ég er trúlofuð, búin að vera lengi í sambandi, og finnst gaman að vera heima hjá honum. Við erum búin að vera í fjarsambandi í 4 ár. Við æfðum saman þegar við vorum lítil og hann reyndi við mig í mörg ár, eftir það. Við byrjuðum saman 2007 og höfum verið saman síðan,“ segir Dagný. Hún ákvað að vera á Íslandi á meðan hún nær sér, lagar hausinn á sér, eins og hún orðar það. „Svo ætla ég að reyna að fara til Ástralíu,“ áður en hún heldur aftur út til BNA og er að tala við lið, en ekkert staðfest.Aldrei drukkið Dagný hefur aldrei drukkið. Ertu þess vegna svona góð? „Já,“ segir Dagný og hlær. „Þegar ég var yngri var ég alveg óþekk, gerði prakkarastrik og fór til skólastjórans – kannski líka því ég var ein af strákunum. En ég setti mér markmið að ég ætlaði ekki að drekka fyrr en ég væri orðin átján og hef staðið við það. Svo varð ég átján ára og langaði ekki lengur. Margir segja, þú veist ekki af hverju þú ert að missa. Þá bara veit ég það ekki. Ég stend með sjálfri mér. Mér er alveg sama hvað allir segja. Á meðan mig langar ekki, af hverju á ég að gera það?“ Umræðan berst að kvennabolta og lítilli umræðu í kringum hann á Íslandi. „Þetta er ekki bara á Íslandi, en þetta er slæmt á Íslandi. Í öllum löndum er karlaboltinn svo stór. En til að gefa dæmi, þá fór ég að gefa eiginhandaráritanir í Grindavík fyrir nokkrum vikum vegna EM U-17 ára landsliðsins á Íslandi og krakkarnir vissu ekki hver ein stelpa var í A-landsliði kvenna. Þegar umfjöllunin er lítil hefur það keðjuverkandi áhrif, þá þekkir enginn leikmennina og enginn kemur að horfa. Í Bandaríkjunum er svo mikil umfjöllun.“ Dagný segir Íslendinga mega læra af Bandaríkjamönnum í þessum efnum. „Auðvitað búa fleiri í BNA en hér, en það er samt alveg hægt að gera betur. Stelpur í fótbolta þurfa einhvernveginn að vera sætar og í styttri buxum til að ná einhverri athygli. Það finnst mér ekki rétt,“ segir Dagný að lokum. Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þegar ég byrja er ekkert stelpulið, þannig að ég æfði með strákunum þangað til ég varð þrettán. Þá kom kvennalið, svo ég keppti með þeim líka, en æfði áfram með strákunum,“ segir Dagný Brynjarsdóttir, 24 ára leikmaður Selfoss í Pepsideild kvenna og leikmaður íslenska kvennalandsliðsins. Dagný er fædd og uppalin á Hellu. Hún er hvað best þekkt fyrir að skora mark Íslands gegn Úkraínu, en markið kom íslenska liðinu áfram á EM 2013. „Tilfinningin að skora var ólýsanleg. Allir spurðu, hvernig leið þér? Ég man það ekki. Ég var í nettu blackouti,“ segir Dagný og hlær innilega. Aftur að strákunum og byrjun ferilsins. „Mér fannst geðveikt að æfa með strákunum. Þegar ég byrjaði að æfa með stelpum fyrst fannst mér það eiginlega dálítið erfitt.“ Dagný hóf að æfa með kvennaliði Vals, sextán ára, árið 2007.Tæklar strákana „Stelpuliði fylgir svo miklu meira drama – það ekkert vesen með strákunum. Ef maður er eitthvað pirraður á æfingu þá tæklar maður einhvern illa og svo er það búið. Það er of mikið í kvennaboltanum að stelpur eru taka leiðindin með sér út af vellinum.“ Dagný segir það hafa verið mikið stökk, að fara yfir í Val eftir að hafa spilað alla tíð með æskuvinum sínum. „Þetta var fyrsta sumarið mitt sem ég var ekki heima og nýtt lið. Ég var yngst þegar ég kom í liðið. Fyrstu tvö árin var ég ekki ég sjálf, talaði lítið og var feimin. Ég var með mikla heimþrá,“ segir Dagný og bætir við að hún hafi ekki átt mikið af vinum. „En svo kom það. Stelpurnar í Val voru góðar við mig, en þegar maður er svona kjúklingur eins og það kallast, að koma inn í meistaraflokk þarf maður að vinna sér inn virðingu sem var öðruvísi en heima, þar horfðu strákarnir á mig eins og ég væri besta stelpa á Íslandi.“Fyrirliði fimmta flokks karla Dagný fór snemma að skara fram úr. Hún var í A-liði strákanna heima í Rangárvallasýslu, og fyrirliði fimmta flokks karla, eina stelpan rifjar hún upp. „Ég hagaði mér eins og ein af strákunum. Ég var ber að ofan með þeim þangað til ég varð svona tólf ára,“ segir Dagný og hlær. „Ég var búin að #freethenipple langt á undan öllum. Örugglega vandræðalega lengi.“ Dagný spilaði með Val þar til 2011, þegar hún lagði land undir fót og hóf nám samhliða fótboltanum í Florida State University. Dagný og félagar hennar í háskólaboltanum urðu meistarar í bandarísku deildinni í desember í fyrra og hún var valin næstbest í deildinni.Erfitt hjá þýska stórveldinu „Ég myndi segja að ég væri best,“ segir Dagný , létt í bragði. „En hin stelpan sko – þetta var á milli okkar tveggja – hún er stjarna í Bandaríkjunum. Hún er í bandaríska landsliðinu og er mjög góð. Okkar lið keppti við hennar þrisvar á síðasta tímabili og við unnum þær öll skiptin.“ Eftir að námi Dagnýjar lauk bauðst henni samningur hjá draumaliðinu, stórveldinu Bayern München í Þýskalandi. „Ég var að útskrifast og þurfti að stökkva á það án þess að fara í heimsókn – ég hélt að ég gæti séð eftir því ef ég segði ekki já. En ég mun aldrei gera þetta aftur, fara út án þess að vera búin að heimsækja liðið. Ég er ekki hrifin af Þýskalandi eftir mína reynslu,“ útskýrir Dagný og segir að eftir um 2 mánuði í Þýskalandi hafi henni hætt að líða vel. „Þetta var einhæft og þjálfarinn ekki eins og ég er vön. Hann var vandræðalegur gæi og skrýtinn. Hann var ekki að bæta mig sem leikmann – en ég var í liði með fimmtán landsliðskonum og ég bætti mig að æfa í þannig umhverfi.“ Dagný bætir við að þetta hafi verið eins og að æfa fitness frekar en fótbolta. „Það er alveg hægt að æfa vel ef maður gerir það rétt, en þetta var rugl.“ Dagný segir þetta hafi tekið gleðina úr boltanum sem hún hafði aldrei kynnst áður. „Ég lenti í því að mér fannst ekki gaman lengur í fótbolta. Þeir sem þekkja mig vita að ég er æfingasjúk. Mig langar oft að gera of mikið og stundum meiði ég mig út af því.“Smituð af þýsku stemningunni Dagný tók ákvörðun að fara til New York og skrifa undir hjá New York Flash. „Ég var orðin mjög spennt að fara en þremur dögum áður fékk ég þær fregnir að vegna tæknilegs atriðis þyrfti ég að bíða þangað til á næsta ári til að mega skrifa undir. Ég ákvað að fara í Selfoss, af því að mig langaði að spila og líka að finna gleðina. Ég hélt að ég myndi fara eina æfingu og finnast gaman, en það var ekki. Þá varð ég hrædd. Smituð af þýsku stemningunni, mætti á æfingu, gerði það sem átti að gera og fór. Það tók samt bara nokkrar æfingar, þá kom gleðin aftur og síðan hefur verið gaman.“ Þjálfarinn hjá Selfossi, Gunnar Borgþórsson, hjálpaði Dagnýju í gegnum þennan tíma. „Ég sagði honum hvernig þetta var í Þýskalandi – ég gæti alveg trúað að ég hefði haft vott af þunglyndi.“Margrét Lára Viðarsdóttir, önnur afrekskona í knattspyrnu gerði könnun í námi sínu um kvíðaröskun og þunglyndi hjá afreksíþróttafólki á Íslandi, en Dagný var ein þeirra sem könnunin var lögð fyrir. „Þá svaraði ég einhverjum fimmtán spurningum – ef ég hefði svarað þessum spurningum frá því ég var sex ára þar til í desember 2014 hefði ég sagt nei við öllu, en svo allt í einu þegar ég er að svara þessu fæ ég sjokk. Ég fattaði hvað ég hafði verið langt niðri.“ Dagný segir hressandi að koma heim. „Það er gaman. Ég er trúlofuð, búin að vera lengi í sambandi, og finnst gaman að vera heima hjá honum. Við erum búin að vera í fjarsambandi í 4 ár. Við æfðum saman þegar við vorum lítil og hann reyndi við mig í mörg ár, eftir það. Við byrjuðum saman 2007 og höfum verið saman síðan,“ segir Dagný. Hún ákvað að vera á Íslandi á meðan hún nær sér, lagar hausinn á sér, eins og hún orðar það. „Svo ætla ég að reyna að fara til Ástralíu,“ áður en hún heldur aftur út til BNA og er að tala við lið, en ekkert staðfest.Aldrei drukkið Dagný hefur aldrei drukkið. Ertu þess vegna svona góð? „Já,“ segir Dagný og hlær. „Þegar ég var yngri var ég alveg óþekk, gerði prakkarastrik og fór til skólastjórans – kannski líka því ég var ein af strákunum. En ég setti mér markmið að ég ætlaði ekki að drekka fyrr en ég væri orðin átján og hef staðið við það. Svo varð ég átján ára og langaði ekki lengur. Margir segja, þú veist ekki af hverju þú ert að missa. Þá bara veit ég það ekki. Ég stend með sjálfri mér. Mér er alveg sama hvað allir segja. Á meðan mig langar ekki, af hverju á ég að gera það?“ Umræðan berst að kvennabolta og lítilli umræðu í kringum hann á Íslandi. „Þetta er ekki bara á Íslandi, en þetta er slæmt á Íslandi. Í öllum löndum er karlaboltinn svo stór. En til að gefa dæmi, þá fór ég að gefa eiginhandaráritanir í Grindavík fyrir nokkrum vikum vegna EM U-17 ára landsliðsins á Íslandi og krakkarnir vissu ekki hver ein stelpa var í A-landsliði kvenna. Þegar umfjöllunin er lítil hefur það keðjuverkandi áhrif, þá þekkir enginn leikmennina og enginn kemur að horfa. Í Bandaríkjunum er svo mikil umfjöllun.“ Dagný segir Íslendinga mega læra af Bandaríkjamönnum í þessum efnum. „Auðvitað búa fleiri í BNA en hér, en það er samt alveg hægt að gera betur. Stelpur í fótbolta þurfa einhvernveginn að vera sætar og í styttri buxum til að ná einhverri athygli. Það finnst mér ekki rétt,“ segir Dagný að lokum.
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira