Hinn endalausi gríski harmleikur Stjórnarmaðurinn skrifar 24. júní 2015 09:15 Efnahagslegar ófarir Grikkja virðast endalausar. Þegar þetta er ritað virðist þó ætla að fara svo að lengt verði í hengingarólinni í enn eitt skiptið – aðilar gefi sér til vikuloka til að ná samkomulagi. Grikkir fengu framlag frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Seðlabanka Evrópu og fleirum árið 2010. Gjalddagar þessara lána nálgast nú en tæplega nítján milljarðar evra koma til greiðslu á næstu sex mánuðum. Grikkir hafa ekki enn lent í greiðsluþroti, en útséð er að náist ekki samkomulag um frekari greiðslufrest og fjárframlög er slíkt óumflýjanlegt. Grikkir voru vissulega ekki einir til að fá fjárhagsaðstoð á árunum eftir 2008. Nægir þar að nefna Íslendinga, Spán, Portúgal og fleiri lönd. Fjárhagsaðstoð fylgja hins vegar skilyrði um áherslur í ríkisrekstri, sparnaðaraðgerðir o.s.frv. Grikkir skera sig úr öðrum lántakendum að því leyti að þeim hefur nánast í engu tekist að fylgja skilyrðum lánardrottna. Grikkir lofuðu endurbótum á virðisaukaskattskerfinu, og að skera niður lífeyrisgreiðslur. Lítið hefur orðið um efndir. Sömuleiðis lofuðu þeir að selja ríkiseignir fyrir fimmtíu milljarða evra – rauntalan, nú fimm árum seinna, er rétt ríflega tveir milljarðar. Staðan er því sú að Grikkir eiga enga raunhæfa möguleika á að standa við skuldbindingar sínar. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Forsvarsmenn ESB, með Þýskaland í fararbroddi, stendur frammi fyrir erfiðum valkostum. Hvað gerist ef þeir afskrifa skuldir Grikkja? Fylgja þá ekki lönd á borð við Írland, Spán, Portúgal og fleiri í kjölfarið og krefjast þess sama? A.m.k. er líklegt að erfitt verði fyrir ríkisstjórnir í þeim löndum að réttlæta aðhaldsaðgerðir ef dæmi Grikklands sannar að fljótlegri og sársaukalausari leið er einfaldlega að krefjast afskrifta. Valkostirnir eru því ómögulegir: annaðhvort verða skuldirnar afskrifaðar að hluta með tilheyrandi hættu á holskeflu sambærilegra mála frá öðrum lántökum, eða Grikkir verða nauðbeygðir til að undirrita samkomulag sem allir vita að þeir geta ekki staðið við. Þriðji valkosturinn er að Grikkir hreinlega segi sig frá myntstarfinu og gangi úr ESB. Ljóst er að afleiðingar af slíku yrðu hrikalegar fyrir Grikki. Fyrir liggur að bankakerfi landsins myndi ekki þola þá niðurstöðu, og hrikta myndi í öllum grunnstoðum samfélagsins. Sennilegt er að ESB stæði brotthvarf Grikkja vel af sér í efnahagslegu tilliti. Hins vegar yrði það mikill álitshnekkir fyrir félagsskap sem gangsettur var til að varðveita friðinn í álfunni, ef minnsti bróðirinn yrði skilinn eftir á berangri.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Grikkland Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Efnahagslegar ófarir Grikkja virðast endalausar. Þegar þetta er ritað virðist þó ætla að fara svo að lengt verði í hengingarólinni í enn eitt skiptið – aðilar gefi sér til vikuloka til að ná samkomulagi. Grikkir fengu framlag frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Seðlabanka Evrópu og fleirum árið 2010. Gjalddagar þessara lána nálgast nú en tæplega nítján milljarðar evra koma til greiðslu á næstu sex mánuðum. Grikkir hafa ekki enn lent í greiðsluþroti, en útséð er að náist ekki samkomulag um frekari greiðslufrest og fjárframlög er slíkt óumflýjanlegt. Grikkir voru vissulega ekki einir til að fá fjárhagsaðstoð á árunum eftir 2008. Nægir þar að nefna Íslendinga, Spán, Portúgal og fleiri lönd. Fjárhagsaðstoð fylgja hins vegar skilyrði um áherslur í ríkisrekstri, sparnaðaraðgerðir o.s.frv. Grikkir skera sig úr öðrum lántakendum að því leyti að þeim hefur nánast í engu tekist að fylgja skilyrðum lánardrottna. Grikkir lofuðu endurbótum á virðisaukaskattskerfinu, og að skera niður lífeyrisgreiðslur. Lítið hefur orðið um efndir. Sömuleiðis lofuðu þeir að selja ríkiseignir fyrir fimmtíu milljarða evra – rauntalan, nú fimm árum seinna, er rétt ríflega tveir milljarðar. Staðan er því sú að Grikkir eiga enga raunhæfa möguleika á að standa við skuldbindingar sínar. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Forsvarsmenn ESB, með Þýskaland í fararbroddi, stendur frammi fyrir erfiðum valkostum. Hvað gerist ef þeir afskrifa skuldir Grikkja? Fylgja þá ekki lönd á borð við Írland, Spán, Portúgal og fleiri í kjölfarið og krefjast þess sama? A.m.k. er líklegt að erfitt verði fyrir ríkisstjórnir í þeim löndum að réttlæta aðhaldsaðgerðir ef dæmi Grikklands sannar að fljótlegri og sársaukalausari leið er einfaldlega að krefjast afskrifta. Valkostirnir eru því ómögulegir: annaðhvort verða skuldirnar afskrifaðar að hluta með tilheyrandi hættu á holskeflu sambærilegra mála frá öðrum lántökum, eða Grikkir verða nauðbeygðir til að undirrita samkomulag sem allir vita að þeir geta ekki staðið við. Þriðji valkosturinn er að Grikkir hreinlega segi sig frá myntstarfinu og gangi úr ESB. Ljóst er að afleiðingar af slíku yrðu hrikalegar fyrir Grikki. Fyrir liggur að bankakerfi landsins myndi ekki þola þá niðurstöðu, og hrikta myndi í öllum grunnstoðum samfélagsins. Sennilegt er að ESB stæði brotthvarf Grikkja vel af sér í efnahagslegu tilliti. Hins vegar yrði það mikill álitshnekkir fyrir félagsskap sem gangsettur var til að varðveita friðinn í álfunni, ef minnsti bróðirinn yrði skilinn eftir á berangri.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Grikkland Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira