Haltu kjafti, heyrnarlaus Magnús Guðmundsson skrifar 22. júní 2015 07:00 Það er freistandi tilhugsun að setja kvóta á málbein íslenskra stjórnmálamanna. Í þessu gæti falist ákveðin hvíld fyrir lúna og langþreytta Íslendinga sem furða sig oft og tíðum á innihaldslitlu gaspri og óviðeigandi orðbragði íslenskra ráðamanna. Ágætis dæmi um þetta má finna í ummælum Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur sem sagðist: „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ Tilefnið mótmæli á Austurvelli að morgni þjóðhátíðardagsins þann 17. júní. Sitt sýnist hverjum um mótmæli gegn starfandi ríkisstjórn á þessum degi á þessari stund. En flestir geta þó vonandi verið sammála um að Guðfinnu Jóhönnu er lítill sómi að orðfærinu en það dugði henni þó til þess að ná eyrum landsmanna. Í þessu tilviki hefði því mögulega einhvers konar málbeins- eða tjáningarkvóti getað komið borgarfulltrúanum til bjargar. En svo var ekki og auðvitað er það hið besta mál. Réttur okkar til tjáningar er einn helsti hornsteinn lýðræðisríkis og grundvöllur almennra mannréttinda. Hugmyndin um málbeinskvóta er því afleit hvernig sem á er litið. Engu að síður þarf hluti íslensku þjóðarinnar þó að búa við slíkan málbeinskvóta. Sætta sig við það að ársfjórðungslega sé ekki í boði að tjá sig við þann þorra þjóðarinnar sem hefur íslenskuna sem fyrsta mál. Þessi hópur má búa við það að þurfa að halda kjafti um menn og málefni, geta ekki farið í atvinnuviðtöl eða tekið þátt í opinberri umræðu. Þurfa að þegja þunnu hljóði í útskriftarveislum og brúðkaupum þegar sum okkar finna hjá sér þörf til þess að segja úr ræðustól eitthvað fallegt við þá sem okkur þykir vænt um og svo mætti lengi telja. Þessi hópur er heyrnarlausir Íslendingar. Fyrsta tungumál heyrnarlausra Íslendinga er táknmál en hins vegar eru afar fáir Íslendingar sem læra það tungumál enda er það ekki hluti af námsskrá skólakerfisins. Þar er þó kennd bæði enska og danska og reyndar fleiri tungumál sem er allt eins fallegt svo við getum reynt að gera okkur skiljanleg við túristaflauminn. How do you like Iceland? Ársfjórðungslega gerist það að túlkasjóður heyrnarlausra klárast og heyrnarlausir fá skilaboð um að nú þurfi þeir að halda kjafti fram að næstu úthlutun. Þeim er þó vonandi ekki sagt það með þessum fruntalegu orðum enda enginn sómi að slíku orðfæri – en það hentar hugsanlega til þess að ná eyrum ráðamanna. Í nágrannalöndum okkar eru engar takmarkanir á sambærilegum sjóðum. Kannski vegna þess að heyrnarlausir eru heyrnarlausir allt árið – líka á Íslandi, eða einfaldlega vegna þess að þar er litið á réttinn til tjáningar sem grundvallarmannréttindi. Nágrannaþjóðir okkar hafa líka staðfest sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, eitthvað sem er löngu tímabært að Alþingi Íslendinga komi í verk, en það mundi jafngilda lögum um þessi sjálfsögðu réttindi. Og tíminn til úrlausnar á þessum smánarbletti á íslensku samfélagi er núna. Þögn þeirra sem fara með málaflokkinn er margfalt verri en gaspur misviturra pólitíkusa um allt og ekkert, þjóðinni til mæðu á tyllidögum sem aðra daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Það er freistandi tilhugsun að setja kvóta á málbein íslenskra stjórnmálamanna. Í þessu gæti falist ákveðin hvíld fyrir lúna og langþreytta Íslendinga sem furða sig oft og tíðum á innihaldslitlu gaspri og óviðeigandi orðbragði íslenskra ráðamanna. Ágætis dæmi um þetta má finna í ummælum Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur sem sagðist: „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ Tilefnið mótmæli á Austurvelli að morgni þjóðhátíðardagsins þann 17. júní. Sitt sýnist hverjum um mótmæli gegn starfandi ríkisstjórn á þessum degi á þessari stund. En flestir geta þó vonandi verið sammála um að Guðfinnu Jóhönnu er lítill sómi að orðfærinu en það dugði henni þó til þess að ná eyrum landsmanna. Í þessu tilviki hefði því mögulega einhvers konar málbeins- eða tjáningarkvóti getað komið borgarfulltrúanum til bjargar. En svo var ekki og auðvitað er það hið besta mál. Réttur okkar til tjáningar er einn helsti hornsteinn lýðræðisríkis og grundvöllur almennra mannréttinda. Hugmyndin um málbeinskvóta er því afleit hvernig sem á er litið. Engu að síður þarf hluti íslensku þjóðarinnar þó að búa við slíkan málbeinskvóta. Sætta sig við það að ársfjórðungslega sé ekki í boði að tjá sig við þann þorra þjóðarinnar sem hefur íslenskuna sem fyrsta mál. Þessi hópur má búa við það að þurfa að halda kjafti um menn og málefni, geta ekki farið í atvinnuviðtöl eða tekið þátt í opinberri umræðu. Þurfa að þegja þunnu hljóði í útskriftarveislum og brúðkaupum þegar sum okkar finna hjá sér þörf til þess að segja úr ræðustól eitthvað fallegt við þá sem okkur þykir vænt um og svo mætti lengi telja. Þessi hópur er heyrnarlausir Íslendingar. Fyrsta tungumál heyrnarlausra Íslendinga er táknmál en hins vegar eru afar fáir Íslendingar sem læra það tungumál enda er það ekki hluti af námsskrá skólakerfisins. Þar er þó kennd bæði enska og danska og reyndar fleiri tungumál sem er allt eins fallegt svo við getum reynt að gera okkur skiljanleg við túristaflauminn. How do you like Iceland? Ársfjórðungslega gerist það að túlkasjóður heyrnarlausra klárast og heyrnarlausir fá skilaboð um að nú þurfi þeir að halda kjafti fram að næstu úthlutun. Þeim er þó vonandi ekki sagt það með þessum fruntalegu orðum enda enginn sómi að slíku orðfæri – en það hentar hugsanlega til þess að ná eyrum ráðamanna. Í nágrannalöndum okkar eru engar takmarkanir á sambærilegum sjóðum. Kannski vegna þess að heyrnarlausir eru heyrnarlausir allt árið – líka á Íslandi, eða einfaldlega vegna þess að þar er litið á réttinn til tjáningar sem grundvallarmannréttindi. Nágrannaþjóðir okkar hafa líka staðfest sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, eitthvað sem er löngu tímabært að Alþingi Íslendinga komi í verk, en það mundi jafngilda lögum um þessi sjálfsögðu réttindi. Og tíminn til úrlausnar á þessum smánarbletti á íslensku samfélagi er núna. Þögn þeirra sem fara með málaflokkinn er margfalt verri en gaspur misviturra pólitíkusa um allt og ekkert, þjóðinni til mæðu á tyllidögum sem aðra daga.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar