Jafnrétti er verkefni allra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 19. júní 2015 00:00 19. júní er merkisdagur í sögu íslenskrar jafnréttisbaráttu. Þann dag fyrir 100 árum fengu íslenskar konur og verkamenn kosningarétt og kjörgengi til Alþings. Réttindi sem virðast sjálfgefin nú til dags en þóttu það ekki þegar Ísland varð eitt fyrstu landa heims til að tryggja konum kosningarétt. Síðan þá hefur 19. júní verið tileinkaður baráttunni fyrir jafnrétti á Íslandi. Gríðarmikið hefur áunnist í jafnréttismálum. Þar geta Íslendingar reyndar státað af betri árangri en allar aðrar þjóðir. Þrátt fyrir það er mikilvægt að við höldum áfram baráttunni fyrir jöfnum tækifærum allra óháð kyni. Árangur jafnréttisbaráttunnar leiðir líka stöðugt í ljós ný verkefni til að takast á við. Nú eru til að mynda bætt staða drengja í skólakerfinu og betri kjör og réttindi kvenna í láglaunastörfum að fá aukna athygli sem mikilvæg verkefni í jafnréttisbaráttunni. Jafnrétti kynjanna varða alla, fólk á öllum aldri og karla jafnt sem konur. Það er mikilvægt að sem flestir láti sig málefnið varða, líti á það sem skyldu sína að vinna að og verja jafnrétti. Það á að vera jafnmikið keppikefli karla og kvenna. Karlar hafa tilefni til að fagna deginum í dag ekki síður en konur. Ekki aðeins vegna þess að karlmenn sem áður höfðu ekki notið kosningaréttar fengu þann rétt fyrir hundrað árum, heldur vegna þess að kosningaréttur kvenna er ekki síður fagnaðarefni fyrir karla en konur. – Á sama tíma og við vinnum að enn betri árangri í jafnréttismálum á Íslandi er mikilvægt að við látum gott af okkur leiða á sviði jafnréttismála í öðrum heimshlutum. Land sem er álitið öðrum fyrirmynd hefur skyldu til að hjálpa öðrum. Ísland nýtur mikillar virðingar á alþjóðavettvangi vegna árangurs á sviði jafnréttismála og fyrir vikið er því veitt athygli þegar fulltrúar okkar ræða þau mál. Með því að hjálpa öðrum þjóðum að bæta stöðu sína á sviði kynjajafnréttis erum við ekki aðeins að vinna að réttlæti fyrir konur heldur um leið að bæta samfélögin að öllu leyti því fátt er betur til þess fallið að stuðla að framþróun á ólíkum sviðum og aukinni velmegun en aukið jafnrétti. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna verður Ísland áfram virkur þátttakandi í jafnréttisbaráttunni, meðal annars í verkefninu HeForShe (HeForHer) á vegum UN Women, sem ég hvet alla til að kynna sér á www.HeForShe.is Stúlkur og piltar eiga að alast upp við að þau séu metin að verðleikum en ekki á grundvelli kyns. Þau eiga rétt á sömu framtíðardraumum og það er skylda okkar sem eldri erum að tryggja þeim sömu tækifæri til að láta þá drauma rætast. Til hamingju með daginn íslenskir karlar og konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
19. júní er merkisdagur í sögu íslenskrar jafnréttisbaráttu. Þann dag fyrir 100 árum fengu íslenskar konur og verkamenn kosningarétt og kjörgengi til Alþings. Réttindi sem virðast sjálfgefin nú til dags en þóttu það ekki þegar Ísland varð eitt fyrstu landa heims til að tryggja konum kosningarétt. Síðan þá hefur 19. júní verið tileinkaður baráttunni fyrir jafnrétti á Íslandi. Gríðarmikið hefur áunnist í jafnréttismálum. Þar geta Íslendingar reyndar státað af betri árangri en allar aðrar þjóðir. Þrátt fyrir það er mikilvægt að við höldum áfram baráttunni fyrir jöfnum tækifærum allra óháð kyni. Árangur jafnréttisbaráttunnar leiðir líka stöðugt í ljós ný verkefni til að takast á við. Nú eru til að mynda bætt staða drengja í skólakerfinu og betri kjör og réttindi kvenna í láglaunastörfum að fá aukna athygli sem mikilvæg verkefni í jafnréttisbaráttunni. Jafnrétti kynjanna varða alla, fólk á öllum aldri og karla jafnt sem konur. Það er mikilvægt að sem flestir láti sig málefnið varða, líti á það sem skyldu sína að vinna að og verja jafnrétti. Það á að vera jafnmikið keppikefli karla og kvenna. Karlar hafa tilefni til að fagna deginum í dag ekki síður en konur. Ekki aðeins vegna þess að karlmenn sem áður höfðu ekki notið kosningaréttar fengu þann rétt fyrir hundrað árum, heldur vegna þess að kosningaréttur kvenna er ekki síður fagnaðarefni fyrir karla en konur. – Á sama tíma og við vinnum að enn betri árangri í jafnréttismálum á Íslandi er mikilvægt að við látum gott af okkur leiða á sviði jafnréttismála í öðrum heimshlutum. Land sem er álitið öðrum fyrirmynd hefur skyldu til að hjálpa öðrum. Ísland nýtur mikillar virðingar á alþjóðavettvangi vegna árangurs á sviði jafnréttismála og fyrir vikið er því veitt athygli þegar fulltrúar okkar ræða þau mál. Með því að hjálpa öðrum þjóðum að bæta stöðu sína á sviði kynjajafnréttis erum við ekki aðeins að vinna að réttlæti fyrir konur heldur um leið að bæta samfélögin að öllu leyti því fátt er betur til þess fallið að stuðla að framþróun á ólíkum sviðum og aukinni velmegun en aukið jafnrétti. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna verður Ísland áfram virkur þátttakandi í jafnréttisbaráttunni, meðal annars í verkefninu HeForShe (HeForHer) á vegum UN Women, sem ég hvet alla til að kynna sér á www.HeForShe.is Stúlkur og piltar eiga að alast upp við að þau séu metin að verðleikum en ekki á grundvelli kyns. Þau eiga rétt á sömu framtíðardraumum og það er skylda okkar sem eldri erum að tryggja þeim sömu tækifæri til að láta þá drauma rætast. Til hamingju með daginn íslenskir karlar og konur.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun