Jafnrétti er verkefni allra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 19. júní 2015 00:00 19. júní er merkisdagur í sögu íslenskrar jafnréttisbaráttu. Þann dag fyrir 100 árum fengu íslenskar konur og verkamenn kosningarétt og kjörgengi til Alþings. Réttindi sem virðast sjálfgefin nú til dags en þóttu það ekki þegar Ísland varð eitt fyrstu landa heims til að tryggja konum kosningarétt. Síðan þá hefur 19. júní verið tileinkaður baráttunni fyrir jafnrétti á Íslandi. Gríðarmikið hefur áunnist í jafnréttismálum. Þar geta Íslendingar reyndar státað af betri árangri en allar aðrar þjóðir. Þrátt fyrir það er mikilvægt að við höldum áfram baráttunni fyrir jöfnum tækifærum allra óháð kyni. Árangur jafnréttisbaráttunnar leiðir líka stöðugt í ljós ný verkefni til að takast á við. Nú eru til að mynda bætt staða drengja í skólakerfinu og betri kjör og réttindi kvenna í láglaunastörfum að fá aukna athygli sem mikilvæg verkefni í jafnréttisbaráttunni. Jafnrétti kynjanna varða alla, fólk á öllum aldri og karla jafnt sem konur. Það er mikilvægt að sem flestir láti sig málefnið varða, líti á það sem skyldu sína að vinna að og verja jafnrétti. Það á að vera jafnmikið keppikefli karla og kvenna. Karlar hafa tilefni til að fagna deginum í dag ekki síður en konur. Ekki aðeins vegna þess að karlmenn sem áður höfðu ekki notið kosningaréttar fengu þann rétt fyrir hundrað árum, heldur vegna þess að kosningaréttur kvenna er ekki síður fagnaðarefni fyrir karla en konur. – Á sama tíma og við vinnum að enn betri árangri í jafnréttismálum á Íslandi er mikilvægt að við látum gott af okkur leiða á sviði jafnréttismála í öðrum heimshlutum. Land sem er álitið öðrum fyrirmynd hefur skyldu til að hjálpa öðrum. Ísland nýtur mikillar virðingar á alþjóðavettvangi vegna árangurs á sviði jafnréttismála og fyrir vikið er því veitt athygli þegar fulltrúar okkar ræða þau mál. Með því að hjálpa öðrum þjóðum að bæta stöðu sína á sviði kynjajafnréttis erum við ekki aðeins að vinna að réttlæti fyrir konur heldur um leið að bæta samfélögin að öllu leyti því fátt er betur til þess fallið að stuðla að framþróun á ólíkum sviðum og aukinni velmegun en aukið jafnrétti. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna verður Ísland áfram virkur þátttakandi í jafnréttisbaráttunni, meðal annars í verkefninu HeForShe (HeForHer) á vegum UN Women, sem ég hvet alla til að kynna sér á www.HeForShe.is Stúlkur og piltar eiga að alast upp við að þau séu metin að verðleikum en ekki á grundvelli kyns. Þau eiga rétt á sömu framtíðardraumum og það er skylda okkar sem eldri erum að tryggja þeim sömu tækifæri til að láta þá drauma rætast. Til hamingju með daginn íslenskir karlar og konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
19. júní er merkisdagur í sögu íslenskrar jafnréttisbaráttu. Þann dag fyrir 100 árum fengu íslenskar konur og verkamenn kosningarétt og kjörgengi til Alþings. Réttindi sem virðast sjálfgefin nú til dags en þóttu það ekki þegar Ísland varð eitt fyrstu landa heims til að tryggja konum kosningarétt. Síðan þá hefur 19. júní verið tileinkaður baráttunni fyrir jafnrétti á Íslandi. Gríðarmikið hefur áunnist í jafnréttismálum. Þar geta Íslendingar reyndar státað af betri árangri en allar aðrar þjóðir. Þrátt fyrir það er mikilvægt að við höldum áfram baráttunni fyrir jöfnum tækifærum allra óháð kyni. Árangur jafnréttisbaráttunnar leiðir líka stöðugt í ljós ný verkefni til að takast á við. Nú eru til að mynda bætt staða drengja í skólakerfinu og betri kjör og réttindi kvenna í láglaunastörfum að fá aukna athygli sem mikilvæg verkefni í jafnréttisbaráttunni. Jafnrétti kynjanna varða alla, fólk á öllum aldri og karla jafnt sem konur. Það er mikilvægt að sem flestir láti sig málefnið varða, líti á það sem skyldu sína að vinna að og verja jafnrétti. Það á að vera jafnmikið keppikefli karla og kvenna. Karlar hafa tilefni til að fagna deginum í dag ekki síður en konur. Ekki aðeins vegna þess að karlmenn sem áður höfðu ekki notið kosningaréttar fengu þann rétt fyrir hundrað árum, heldur vegna þess að kosningaréttur kvenna er ekki síður fagnaðarefni fyrir karla en konur. – Á sama tíma og við vinnum að enn betri árangri í jafnréttismálum á Íslandi er mikilvægt að við látum gott af okkur leiða á sviði jafnréttismála í öðrum heimshlutum. Land sem er álitið öðrum fyrirmynd hefur skyldu til að hjálpa öðrum. Ísland nýtur mikillar virðingar á alþjóðavettvangi vegna árangurs á sviði jafnréttismála og fyrir vikið er því veitt athygli þegar fulltrúar okkar ræða þau mál. Með því að hjálpa öðrum þjóðum að bæta stöðu sína á sviði kynjajafnréttis erum við ekki aðeins að vinna að réttlæti fyrir konur heldur um leið að bæta samfélögin að öllu leyti því fátt er betur til þess fallið að stuðla að framþróun á ólíkum sviðum og aukinni velmegun en aukið jafnrétti. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna verður Ísland áfram virkur þátttakandi í jafnréttisbaráttunni, meðal annars í verkefninu HeForShe (HeForHer) á vegum UN Women, sem ég hvet alla til að kynna sér á www.HeForShe.is Stúlkur og piltar eiga að alast upp við að þau séu metin að verðleikum en ekki á grundvelli kyns. Þau eiga rétt á sömu framtíðardraumum og það er skylda okkar sem eldri erum að tryggja þeim sömu tækifæri til að láta þá drauma rætast. Til hamingju með daginn íslenskir karlar og konur.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun