Vilji og staðfesta Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 15. júní 2015 00:00 Afnám hafta er farið af stað. Ítarleg útfærsla á aðgerðunum var kynnt þann 8. júní síðastliðinn og óhætt að segja að viðbrögðin við þeirri kynningu hafi verið mikil og góð. Allt frá árinu 2009 hefur Framsóknarflokkurinn barist fyrir hagsmunum almennings og þjóðarinnar í heild. Þar hefur réttlæti og sanngirni spilað stórt hlutverk hjá flokknum. Eftir að síðasta ríkisstjórn tilkynnti að meira ætti ekki að gera fyrir heimilin í landinu var nóg komið. Sigmundur Davíð talaði alltaf um að svigrúm myndi skapast við afnám hafta og að leita þyrfti allra leiða til að hámarka það svigrúm, almenningi og þjóðinni til heilla. Framsóknarfólk fékk svo sannarlega að heyra það í aðdraganda síðustu kosninga, bæði þegar talað var um leiðréttingu á skuldum heimilanna og glímuna við kröfuhafa föllnu bankanna. Ýmis orð voru notuð, sem ekki verða höfð hér eftir, til að lýsa því hversu fráleitur málflutningur flokksins var. Nú hefur það heldur betur komið í ljós að full innistæða var fyrir loforðum Framsóknarflokksins. Það hefur flokkurinn einfaldlega sýnt í framkvæmd það sem af er kjörtímabilinu.Málflutningurinn skýr frá upphafi Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins, mætti í þáttinn Forystusætið á RÚV fyrir kosningarnar 2013. Þar spurðu fréttamenn hann ítrekað hvernig Framsóknarflokkurinn gæti leyft sér að tala með allt öðrum hætti en aðrir flokkar sem í framboði voru til þings, með öðrum hætti en fjölmargir sérfræðingar, fræðimenn og aðrir og lofa einhverju sem ekki væri fast í hendi. Þar svaraði formaðurinn því til að málið væri í raun og veru mjög einfalt og skýrt. Ríkið hefði öll þau tæki sem þyrfti til að ná fram þeirri niðurstöðu sem væri ásættanleg fyrir Ísland. Næst sagði annar fréttamaður þáttarins formanninn vera að lofa því að á næstu fjórum árum myndi þetta svigrúm skapast, upp á 300 milljarða króna. Fréttamennirnir sögðu aðra flokka ekki hafa talað með þetta afdráttarlausum hætti eins og Framsóknarflokkurinn gerði á þessum tíma. Sigmundur Davíð sagði að ef menn hefðu viljann og væru fastir fyrir, hefði ríkið öll þau tæki sem þyrfti til þess að þrýsta enn frekar á samninga. Þessi málflutningur Framsóknarflokksins fyrir kosningar 2013 er nákvæmlega í takt við þá leið sem nú hefur verið boðuð af ríkisstjórninni við afnám hafta, orð hans fyrir tveimur árum lýsa einmitt því sem er að eiga sér stað með áætlun ríkisstjórnarinnar í dag.Höldum áfram veginn Gjaldþrot bankanna þriggja á Íslandi var eitt það stærsta í heiminum. Ríkissjóður hefur verið gríðarlega skuldsettur frá efnahagshruni og hefur sú staða hamlað ýmsum mikilvægum framkvæmdum. Nauðsynlegt er að nota fjármunina til að greiða niður skuldir við Seðlabanka Íslands og ríkið. Slík niðurgreiðsla gæti lækkað skuldir ríkisins um tugi prósenta og jafnframt sparað ríkinu vaxtagreiðslur um tugi milljarða á ári. Það sjá allir að þeim fjármunum er betur varið í aðra hluti. Með þessum aðgerðum er verið að tryggja hagsmuni almennings á Íslandi til framtíðar. Til hamingju með áfangann! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Sjá meira
Afnám hafta er farið af stað. Ítarleg útfærsla á aðgerðunum var kynnt þann 8. júní síðastliðinn og óhætt að segja að viðbrögðin við þeirri kynningu hafi verið mikil og góð. Allt frá árinu 2009 hefur Framsóknarflokkurinn barist fyrir hagsmunum almennings og þjóðarinnar í heild. Þar hefur réttlæti og sanngirni spilað stórt hlutverk hjá flokknum. Eftir að síðasta ríkisstjórn tilkynnti að meira ætti ekki að gera fyrir heimilin í landinu var nóg komið. Sigmundur Davíð talaði alltaf um að svigrúm myndi skapast við afnám hafta og að leita þyrfti allra leiða til að hámarka það svigrúm, almenningi og þjóðinni til heilla. Framsóknarfólk fékk svo sannarlega að heyra það í aðdraganda síðustu kosninga, bæði þegar talað var um leiðréttingu á skuldum heimilanna og glímuna við kröfuhafa föllnu bankanna. Ýmis orð voru notuð, sem ekki verða höfð hér eftir, til að lýsa því hversu fráleitur málflutningur flokksins var. Nú hefur það heldur betur komið í ljós að full innistæða var fyrir loforðum Framsóknarflokksins. Það hefur flokkurinn einfaldlega sýnt í framkvæmd það sem af er kjörtímabilinu.Málflutningurinn skýr frá upphafi Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins, mætti í þáttinn Forystusætið á RÚV fyrir kosningarnar 2013. Þar spurðu fréttamenn hann ítrekað hvernig Framsóknarflokkurinn gæti leyft sér að tala með allt öðrum hætti en aðrir flokkar sem í framboði voru til þings, með öðrum hætti en fjölmargir sérfræðingar, fræðimenn og aðrir og lofa einhverju sem ekki væri fast í hendi. Þar svaraði formaðurinn því til að málið væri í raun og veru mjög einfalt og skýrt. Ríkið hefði öll þau tæki sem þyrfti til að ná fram þeirri niðurstöðu sem væri ásættanleg fyrir Ísland. Næst sagði annar fréttamaður þáttarins formanninn vera að lofa því að á næstu fjórum árum myndi þetta svigrúm skapast, upp á 300 milljarða króna. Fréttamennirnir sögðu aðra flokka ekki hafa talað með þetta afdráttarlausum hætti eins og Framsóknarflokkurinn gerði á þessum tíma. Sigmundur Davíð sagði að ef menn hefðu viljann og væru fastir fyrir, hefði ríkið öll þau tæki sem þyrfti til þess að þrýsta enn frekar á samninga. Þessi málflutningur Framsóknarflokksins fyrir kosningar 2013 er nákvæmlega í takt við þá leið sem nú hefur verið boðuð af ríkisstjórninni við afnám hafta, orð hans fyrir tveimur árum lýsa einmitt því sem er að eiga sér stað með áætlun ríkisstjórnarinnar í dag.Höldum áfram veginn Gjaldþrot bankanna þriggja á Íslandi var eitt það stærsta í heiminum. Ríkissjóður hefur verið gríðarlega skuldsettur frá efnahagshruni og hefur sú staða hamlað ýmsum mikilvægum framkvæmdum. Nauðsynlegt er að nota fjármunina til að greiða niður skuldir við Seðlabanka Íslands og ríkið. Slík niðurgreiðsla gæti lækkað skuldir ríkisins um tugi prósenta og jafnframt sparað ríkinu vaxtagreiðslur um tugi milljarða á ári. Það sjá allir að þeim fjármunum er betur varið í aðra hluti. Með þessum aðgerðum er verið að tryggja hagsmuni almennings á Íslandi til framtíðar. Til hamingju með áfangann!
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar