Vel heppnað útspil, en hvað svo? Stjórnarmaðurinn skrifar 10. júní 2015 09:45 Ljóst er að tillögur ríkisstjórnarinnar um losun gjaldeyrishaftanna mælast vel fyrir. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar, ráðgjafar og aðrir eiga hrós skilið. Hvað varðar slitabúin eru kröfuhöfum í raun gefnir afarkostir: Annaðhvort nái þeir nauðasamningum við slitastjórnir bankanna fyrir næstkomandi áramót, eða sæti að öðrum kosti skattlagningu sem næmi 39% af verðmæti heildareigna slitabúanna við áramót. Eftirtektarvert var hversu miklu púðri var eytt í skýringu á stöðugleikaskattinum, en síðar kom í ljós að drög að samkomulagi liggja fyrir við slitastjórnir Kaupþings og Glitnis. Hafa drögin hlotið samþykki stærstu kröfuhafa hvors banka, og verður að teljast langlíklegast að nauðasamningar verði ofan á og aldrei komi til skattheimtunnar. Með nokkurri einföldun tryggir nauðsamningsleiðin íslenska ríkinu hagnaðarhlutdeild í framtíðarafkomu nýju bankanna, auk þess sem búin láta af hendi tilteknar eignir og kröfur sem síðar gætu valdið gjaldeyrisútflæði. Fjárhagslegu áhrifin á ríkissjóð eru því sennilega sambærileg við skattaleiðina. Hvað sem því líður er niðurstaðan góð, og merkilegt að tekist hafi að vinna samkomulag við kröfuhafana á löngum tíma því sem næst í kyrrþey. Enn merkilegra er svo ef rétt reynist að nýir eigendur að Íslandsbanka verði kynntir til leiks á næstu dögum. Samhliða var lögð fram tillaga um hvernig á að leysa snjóhengjuvandann svokallaða, þ.e.a.s. krónuinnistæður erlendis. Er í þeim efnum lagt til að krónueigendur eigi tvo kosti; þátttöku í gjaldeyrisuppboði, eða kaup á langtímaríkisskuldabréfum. Þeir sem ekki velja annan þessara kosta lenda í því að krónur þeirra verða festar á vaxtalausum krónureikningum til langs tíma. Ljóst er að í báðum tilfellum eru fjárfestum gefnir afarkostir: annaðhvort taka þeir tillögum stjórnvalda eða hljóta verra af. Líklega er slík aðferðafræði vænlegust til að leysa vandann. Það er allt eða ekkert, og bara eitt skot í byssunni, eins og einhver sagði. Nú þegar raunhæf lausn á uppgjöri slitabúanna og snjóhengjunni liggur fyrir þarf að huga að næsta skrefi, þ.e.a.s. afléttingu haftanna sjálfra og framtíðarskipan gjaldeyrismála í landinu. Vissulega er í kynningu stjórnvalda mælt fyrir um verulegar tilslakanir til fjárfestinga erlendis fyrir einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði. Í þeim efnum vantar hins vegar eðlilega kjöt á beinin, enda frekari útfærslu að vænta með haustinu. Í framhaldi þarf svo að ræða stóra málið: Er krónan raunhæfur valkostur til frambúðar? Hagsagan á lýðveldistímanum bendir eindregið til að svo sé ekki.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Ljóst er að tillögur ríkisstjórnarinnar um losun gjaldeyrishaftanna mælast vel fyrir. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar, ráðgjafar og aðrir eiga hrós skilið. Hvað varðar slitabúin eru kröfuhöfum í raun gefnir afarkostir: Annaðhvort nái þeir nauðasamningum við slitastjórnir bankanna fyrir næstkomandi áramót, eða sæti að öðrum kosti skattlagningu sem næmi 39% af verðmæti heildareigna slitabúanna við áramót. Eftirtektarvert var hversu miklu púðri var eytt í skýringu á stöðugleikaskattinum, en síðar kom í ljós að drög að samkomulagi liggja fyrir við slitastjórnir Kaupþings og Glitnis. Hafa drögin hlotið samþykki stærstu kröfuhafa hvors banka, og verður að teljast langlíklegast að nauðasamningar verði ofan á og aldrei komi til skattheimtunnar. Með nokkurri einföldun tryggir nauðsamningsleiðin íslenska ríkinu hagnaðarhlutdeild í framtíðarafkomu nýju bankanna, auk þess sem búin láta af hendi tilteknar eignir og kröfur sem síðar gætu valdið gjaldeyrisútflæði. Fjárhagslegu áhrifin á ríkissjóð eru því sennilega sambærileg við skattaleiðina. Hvað sem því líður er niðurstaðan góð, og merkilegt að tekist hafi að vinna samkomulag við kröfuhafana á löngum tíma því sem næst í kyrrþey. Enn merkilegra er svo ef rétt reynist að nýir eigendur að Íslandsbanka verði kynntir til leiks á næstu dögum. Samhliða var lögð fram tillaga um hvernig á að leysa snjóhengjuvandann svokallaða, þ.e.a.s. krónuinnistæður erlendis. Er í þeim efnum lagt til að krónueigendur eigi tvo kosti; þátttöku í gjaldeyrisuppboði, eða kaup á langtímaríkisskuldabréfum. Þeir sem ekki velja annan þessara kosta lenda í því að krónur þeirra verða festar á vaxtalausum krónureikningum til langs tíma. Ljóst er að í báðum tilfellum eru fjárfestum gefnir afarkostir: annaðhvort taka þeir tillögum stjórnvalda eða hljóta verra af. Líklega er slík aðferðafræði vænlegust til að leysa vandann. Það er allt eða ekkert, og bara eitt skot í byssunni, eins og einhver sagði. Nú þegar raunhæf lausn á uppgjöri slitabúanna og snjóhengjunni liggur fyrir þarf að huga að næsta skrefi, þ.e.a.s. afléttingu haftanna sjálfra og framtíðarskipan gjaldeyrismála í landinu. Vissulega er í kynningu stjórnvalda mælt fyrir um verulegar tilslakanir til fjárfestinga erlendis fyrir einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði. Í þeim efnum vantar hins vegar eðlilega kjöt á beinin, enda frekari útfærslu að vænta með haustinu. Í framhaldi þarf svo að ræða stóra málið: Er krónan raunhæfur valkostur til frambúðar? Hagsagan á lýðveldistímanum bendir eindregið til að svo sé ekki.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira