Höftin afnumin – eða hvað? Skjóðan skrifar 10. júní 2015 12:00 Ríkisstjórninni þykir hafa tekist vel upp með útfærslu á áætlun um afnám gjaldeyrishafta. Svo vel að stjórnarandstaðan eignar sér nú áætlunina. Með réttu má gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki kynnt áætlunina fyrr því hver dagur í höftum kostar mikla fjármuni og eykur á vanda hagkerfisins. Ekki er samt allt sem sýnist. Áætlunin er í þremur þáttum. Í fyrsta lagi eru stöðugleikaskilyrði, sem sett eru föllnum fjármálafyrirtækjum (slitabúum). Í þeim felst m.a. að bönkunum föllnu er ætla að leggja fram stöðugleikaframlag. Samþykki þeir ekki skilyrðin undanbragðalaust fyrir næstu áramót verður lagður á þá stöðugleikaskattur. Ekki verður samið um þessi atriði. Það er gott. Í öðru lagi verður gjaldeyrisútboð á vegum Seðlabankans í haust fyrir eigendur aflandskróna. Þeir sem vilja skipta krónum fyrir gjaldeyri munu þurfa að greiða myndarlegt álag en boðið verður upp á fjárfestingarleið sem bindur fé til langs tíma. Þriðji þáttur snýr að því sem í kynningu stjórnvalda er kallað „raunhagkerfið“. Hér er átt við lífeyrissjóði, fyrirtæki og einstaklinga, eða þann hluta hagkerfisins sem ekki samanstendur af slitabúum og aflandskrónueigendum. Lífeyrissjóðir fá takmarkaða heimild til að fjárfesta erlendis og gefið er undir fótinn með að sú heimild verði aukin þegar fram líða stundir. Liðkað verður fyrir heimildum til fyrirtækja og einstaklinga til fjárfestinga erlendis og úttektar á erlendum gjaldeyri í reiðufé. Áfram verða þó magntakmarkanir. Þetta þýðir að ekki er verið að afnema höftin, enda ógerlegt að afnema höft á meðan hin örsmáa mynt, íslenska krónan, er gjaldmiðill þjóðarinnar. Það er verið að hreinsa slitabúin og aflandskrónueigendur út úr kerfinu og eftir þá aðgerð munum við Íslendingar búa við svipað umhverfi og tíðkaðist hér á landi alla 20. öldina fram til þess er höft voru afnumin örfáum árum fyrir hrun. Afnámsáætluninni sem kynnt var í vikubyrjun er ætlað að stuðla að stöðugleika, m.a. til að tryggja að ekki verði hér önnur kollsteypa á kostnað heimilanna í landinu. Það er aðdáunarvert að heimilin séu ofarlega í hugum ráðamanna en hinn almenni borgari svæfi ugglaust betur ef samhliða stöðugleikaskilyrðum hagkerfisins yrði tryggt stöðugt umhverfi fyrir heimilin með því t.d. að setja þak á verðtryggingu húsnæðis- og neytendalána á meðan slakað er á höftum. Ísland verður í gjaldeyrishöftum svo lengi sem krónan er gjaldmiðill þjóðarinnar þó að höftin verði framvegis mun mildari en verið hefur undanfarin sjö ár. Enn hefur ekki litið dagsins ljós áætlun sem færir Ísland inn í samtímann og Íslendingum sambærilegt viðskiptaumhverfi við það sem nágrannaþjóðir okkar búa við.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Ríkisstjórninni þykir hafa tekist vel upp með útfærslu á áætlun um afnám gjaldeyrishafta. Svo vel að stjórnarandstaðan eignar sér nú áætlunina. Með réttu má gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki kynnt áætlunina fyrr því hver dagur í höftum kostar mikla fjármuni og eykur á vanda hagkerfisins. Ekki er samt allt sem sýnist. Áætlunin er í þremur þáttum. Í fyrsta lagi eru stöðugleikaskilyrði, sem sett eru föllnum fjármálafyrirtækjum (slitabúum). Í þeim felst m.a. að bönkunum föllnu er ætla að leggja fram stöðugleikaframlag. Samþykki þeir ekki skilyrðin undanbragðalaust fyrir næstu áramót verður lagður á þá stöðugleikaskattur. Ekki verður samið um þessi atriði. Það er gott. Í öðru lagi verður gjaldeyrisútboð á vegum Seðlabankans í haust fyrir eigendur aflandskróna. Þeir sem vilja skipta krónum fyrir gjaldeyri munu þurfa að greiða myndarlegt álag en boðið verður upp á fjárfestingarleið sem bindur fé til langs tíma. Þriðji þáttur snýr að því sem í kynningu stjórnvalda er kallað „raunhagkerfið“. Hér er átt við lífeyrissjóði, fyrirtæki og einstaklinga, eða þann hluta hagkerfisins sem ekki samanstendur af slitabúum og aflandskrónueigendum. Lífeyrissjóðir fá takmarkaða heimild til að fjárfesta erlendis og gefið er undir fótinn með að sú heimild verði aukin þegar fram líða stundir. Liðkað verður fyrir heimildum til fyrirtækja og einstaklinga til fjárfestinga erlendis og úttektar á erlendum gjaldeyri í reiðufé. Áfram verða þó magntakmarkanir. Þetta þýðir að ekki er verið að afnema höftin, enda ógerlegt að afnema höft á meðan hin örsmáa mynt, íslenska krónan, er gjaldmiðill þjóðarinnar. Það er verið að hreinsa slitabúin og aflandskrónueigendur út úr kerfinu og eftir þá aðgerð munum við Íslendingar búa við svipað umhverfi og tíðkaðist hér á landi alla 20. öldina fram til þess er höft voru afnumin örfáum árum fyrir hrun. Afnámsáætluninni sem kynnt var í vikubyrjun er ætlað að stuðla að stöðugleika, m.a. til að tryggja að ekki verði hér önnur kollsteypa á kostnað heimilanna í landinu. Það er aðdáunarvert að heimilin séu ofarlega í hugum ráðamanna en hinn almenni borgari svæfi ugglaust betur ef samhliða stöðugleikaskilyrðum hagkerfisins yrði tryggt stöðugt umhverfi fyrir heimilin með því t.d. að setja þak á verðtryggingu húsnæðis- og neytendalána á meðan slakað er á höftum. Ísland verður í gjaldeyrishöftum svo lengi sem krónan er gjaldmiðill þjóðarinnar þó að höftin verði framvegis mun mildari en verið hefur undanfarin sjö ár. Enn hefur ekki litið dagsins ljós áætlun sem færir Ísland inn í samtímann og Íslendingum sambærilegt viðskiptaumhverfi við það sem nágrannaþjóðir okkar búa við.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira