750 flóttamenn á leið til Íslands? Árni Gunnarsson skrifar 6. júní 2015 07:00 Á Íslandi ríkir velmegun og frelsi til athafna og tjáningar sem eru ekki sjálfsögð réttindi í hinum stóra umheimi. Hér eru frjálsar kosningar reglulega sem gera almenningi kleift að hafa áhrif á nærumhverfi sitt. Fyrir þessum réttindum og fríðindum höfum við Íslendingar mikið haft og þurft um aldir að berjast fyrir. Okkur hefur tekist að beisla auðlindir landsins og nýta hafið á þann hátt að eftir er tekið. Staða Íslands er því öfundsverð meðal þjóða heims. Þannig er stöðunni því miður ekki farið víðast hvar í heiminum. Daglegar fréttir af miklum hörmungum og neyð milljóna manna berast okkur hingað í fámennið. Það er dapurlegt til að vita að mest af þessari neyð er til komið af mannavöldum. Örvæntingarfullar tilraunir til að flýja heimaland sitt í leit að öryggi og skjóli fyrir sig og fjölskyldu sína reka þúsundir manna vikulega út í mikla óvissu og hættu. Það þarf mikið að ganga á til þess að fjölskylda með börn og gamalmenni leggi líf sitt að veði til að komast burt. Það sem af er þessu ári hafa um 1.800 manns drukknað í Miðjarðarhafinu á þessum flótta að heiman. Hvað er það sem flóttafólkið er að leita að? Fyrst og fremst öryggi, húsaskjóli og atvinnu til að framfleyta sér og ala upp næstu kynslóð fjölskyldunnar. Þetta eru nákvæmlega sömu þarfir og allt mannfólk leitar eftir. Þetta umhverfi er allt til staðar á Íslandi. Það er ekki ýkja langt síðan Íslendingar voru á þessum sama stað og flóttafólkið en gæfan hefur fylgt okkur þangað sem við erum núna. Það er ekki hægt að segja um það flóttafólk sem nú streymir til Evrópu. Við getum ekki litið undan og látið eins og þetta hörmungarástand komi okkur ekki við. Hlutdeild Íslands í móttöku flóttamanna er ekki glæsileg. Á síðasta ári tókum við á móti 10 svonefndum kvótaflóttamönnum og 13 eru komnir það sem af er þessu ári. Ef hlutdeild okkar ætti að vera sambærileg við Svíþjóð, sem er land sem við berum okkur saman við á tyllidögum, eigum við að taka á móti 1.500 manns árlega. Hér er ekki verið að tala um hælisleitendur sem eru mun fjölmennari hópur. Á málþingi sem haldið var á vegum Rauða krossins á Íslandi í Norræna húsinu í vor flutti Páll Stefánsson ljósmyndari athyglisvert erindi um nákvæmlega þetta. Taldi hann þátt Íslands í móttöku flóttamanna jaðra við aumingjaskap og vil ég taka undir þau orð. Lagði Páll til að tekin yrði ákvörðun um að bjóða 750 flóttamönnum til landsins árlega, og yrðum við þá nokkurn veginn hálfdrættingar á við Svía. Við þurfum kannski ekki að taka þetta skref í einni lotu en við eigum að byrja að taka á móti myndarlegum hópi árlega og auka svo þann fjölda jafnt og þétt. Með slíkri ákvörðun yrði tekið mark á okkur á alþjóðavettvangi á þessu sviði og með þessu værum við að sýna ákveðinn vilja til aðstoðar. Við getum ekki endalaust skýlt okkur á bak við fámenni, fjarlægðir og sérstöðu meðal þjóða. Stígum fram og látum vita að við erum alvöru þátttakendur í samfélagi þjóðanna og viljum leggja mikið á okkur þegar neyðin er mikil. Sif Sigmarsdóttir ritaði góða grein í Fréttablaðið þ. 29. maí sl. um óð til fljótandi stúlkubarns. Ég vil hvetja lesendur að kynna sér þá grein, en þar segir hún m.a. að flóttafólk sé venjulegt fólk nema hvað það sé svo óheppið að þurfa að flýja stríð, hungur, ofsóknir og neyð. Við Íslendingar höfum verið mjög uppteknir undanfarið af skiptingu kökunnar á milli okkar. Vissulega hafa erfiðleikar steðjað að mörgum, en heilt yfir erum við rík þjóð í ríku landi. Rauði krossinn á Íslandi nýtur mikillar virðingar á alþjóðavettvangi hjálparstarfs. Hann nýtur trausts yfirvalda hér á landi og er reiðubúinn að sinna sínu hlutverki við móttöku flóttamanna til landsins. En til þess að taka stórt skref í þessum málaflokki þarf almenningur að vera þessu sammála. Þetta snýst allt um hugarfar og afstöðu. Aðstaðan og fjármagnið er til staðar. Það væri óskandi að yfirskrift þessa pistils yrði fyrirsögn í fréttum á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Hjálparstarf Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi ríkir velmegun og frelsi til athafna og tjáningar sem eru ekki sjálfsögð réttindi í hinum stóra umheimi. Hér eru frjálsar kosningar reglulega sem gera almenningi kleift að hafa áhrif á nærumhverfi sitt. Fyrir þessum réttindum og fríðindum höfum við Íslendingar mikið haft og þurft um aldir að berjast fyrir. Okkur hefur tekist að beisla auðlindir landsins og nýta hafið á þann hátt að eftir er tekið. Staða Íslands er því öfundsverð meðal þjóða heims. Þannig er stöðunni því miður ekki farið víðast hvar í heiminum. Daglegar fréttir af miklum hörmungum og neyð milljóna manna berast okkur hingað í fámennið. Það er dapurlegt til að vita að mest af þessari neyð er til komið af mannavöldum. Örvæntingarfullar tilraunir til að flýja heimaland sitt í leit að öryggi og skjóli fyrir sig og fjölskyldu sína reka þúsundir manna vikulega út í mikla óvissu og hættu. Það þarf mikið að ganga á til þess að fjölskylda með börn og gamalmenni leggi líf sitt að veði til að komast burt. Það sem af er þessu ári hafa um 1.800 manns drukknað í Miðjarðarhafinu á þessum flótta að heiman. Hvað er það sem flóttafólkið er að leita að? Fyrst og fremst öryggi, húsaskjóli og atvinnu til að framfleyta sér og ala upp næstu kynslóð fjölskyldunnar. Þetta eru nákvæmlega sömu þarfir og allt mannfólk leitar eftir. Þetta umhverfi er allt til staðar á Íslandi. Það er ekki ýkja langt síðan Íslendingar voru á þessum sama stað og flóttafólkið en gæfan hefur fylgt okkur þangað sem við erum núna. Það er ekki hægt að segja um það flóttafólk sem nú streymir til Evrópu. Við getum ekki litið undan og látið eins og þetta hörmungarástand komi okkur ekki við. Hlutdeild Íslands í móttöku flóttamanna er ekki glæsileg. Á síðasta ári tókum við á móti 10 svonefndum kvótaflóttamönnum og 13 eru komnir það sem af er þessu ári. Ef hlutdeild okkar ætti að vera sambærileg við Svíþjóð, sem er land sem við berum okkur saman við á tyllidögum, eigum við að taka á móti 1.500 manns árlega. Hér er ekki verið að tala um hælisleitendur sem eru mun fjölmennari hópur. Á málþingi sem haldið var á vegum Rauða krossins á Íslandi í Norræna húsinu í vor flutti Páll Stefánsson ljósmyndari athyglisvert erindi um nákvæmlega þetta. Taldi hann þátt Íslands í móttöku flóttamanna jaðra við aumingjaskap og vil ég taka undir þau orð. Lagði Páll til að tekin yrði ákvörðun um að bjóða 750 flóttamönnum til landsins árlega, og yrðum við þá nokkurn veginn hálfdrættingar á við Svía. Við þurfum kannski ekki að taka þetta skref í einni lotu en við eigum að byrja að taka á móti myndarlegum hópi árlega og auka svo þann fjölda jafnt og þétt. Með slíkri ákvörðun yrði tekið mark á okkur á alþjóðavettvangi á þessu sviði og með þessu værum við að sýna ákveðinn vilja til aðstoðar. Við getum ekki endalaust skýlt okkur á bak við fámenni, fjarlægðir og sérstöðu meðal þjóða. Stígum fram og látum vita að við erum alvöru þátttakendur í samfélagi þjóðanna og viljum leggja mikið á okkur þegar neyðin er mikil. Sif Sigmarsdóttir ritaði góða grein í Fréttablaðið þ. 29. maí sl. um óð til fljótandi stúlkubarns. Ég vil hvetja lesendur að kynna sér þá grein, en þar segir hún m.a. að flóttafólk sé venjulegt fólk nema hvað það sé svo óheppið að þurfa að flýja stríð, hungur, ofsóknir og neyð. Við Íslendingar höfum verið mjög uppteknir undanfarið af skiptingu kökunnar á milli okkar. Vissulega hafa erfiðleikar steðjað að mörgum, en heilt yfir erum við rík þjóð í ríku landi. Rauði krossinn á Íslandi nýtur mikillar virðingar á alþjóðavettvangi hjálparstarfs. Hann nýtur trausts yfirvalda hér á landi og er reiðubúinn að sinna sínu hlutverki við móttöku flóttamanna til landsins. En til þess að taka stórt skref í þessum málaflokki þarf almenningur að vera þessu sammála. Þetta snýst allt um hugarfar og afstöðu. Aðstaðan og fjármagnið er til staðar. Það væri óskandi að yfirskrift þessa pistils yrði fyrirsögn í fréttum á næstunni.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar