Afnám hafta sett í lög í þessum mánuði Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 6. júní 2015 07:00 Frumvörpin kynnt. Ráðherrar fengu fyrst að sjá frumvörp um afnám hafta á ríkisstjórnarfundi í gær. Bjarni Benediktsson gaf sér tíma til að ræða við blaðamenn í fundarhléi. fréttablaðið/pjetur Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, kynnti tvö frumvörp um afnám hafta fyrir ríkisstjórn í gær. Hann vonast til að þau verði að lögum í þessum mánuði og þannig verði hægt að hefja ferlið til að afnema höftin sem staðið hafa í tæp sjö ár. Ríkisstjórnin mun afgreiða málin á mánudag. Þá verða þau kynnt fyrir samráðshópi um afnám hafta og þingflokkum og fara í almenna kynningu á mánudag eða þriðjudag. Rætt hefur verið um að settur verði á stöðugleikaskattur upp á 40 prósent. Bjarni vildi ekkert tjá sig um efni frumvarpanna. „Nú ertu að spyrja mig um efnisatriði málsins sem við viljum ekki kynna fyrr en við höfum fyrst kynnt málið fyrir samráðshópi flokkanna og síðan fyrir þingflokkum. Þegar því ferli er lokið munum við halda opinbera kynningu á málinu þar sem verður farið nákvæmlega yfir efnisatriðin, en það er gríðarlega ánægjulegt og stórt skref að vera komin fram með málið og hafa náð að leggja það fyrir ríkisstjórn og við fórum mjög ítarlega yfir málið á þessum fundi.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að brýnt hafi verið fyrir ráðamönnum að tjá sig ekkert um þær tekjur sem frumvörpin gætu skilað ríkissjóði. Slíkt tal gæti styrkt málflutning kröfuhafa fyrir dómi, en fastlega má búast við að málið endi þar. Bjarni vildi þó lítið um það segja. „Ég ætla engu að spá um það hvort þetta fer fyrir dómstóla, en við höfum notað síðustu tvö ár mjög vel til að glöggva okkur á stöðunni og væntingum og hvað það er sem er líklegast til þess að skila árangri fyrir okkur í þessu. Það er aðalatriðið.“ Ljóst er að stöðugleikaskattur muni skila ríkissjóði umtalsverðum tekjum. Að hluta til eru þær þó í formi þess að spara útgjöld sem annars hefðu orðið. Ráðamenn hafa ekki viljað tjá sig um í hvað tekjurnar verði nýttar, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sérstaklega horft til þess að greiða niður skuldir. Gjaldeyrishöft Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, kynnti tvö frumvörp um afnám hafta fyrir ríkisstjórn í gær. Hann vonast til að þau verði að lögum í þessum mánuði og þannig verði hægt að hefja ferlið til að afnema höftin sem staðið hafa í tæp sjö ár. Ríkisstjórnin mun afgreiða málin á mánudag. Þá verða þau kynnt fyrir samráðshópi um afnám hafta og þingflokkum og fara í almenna kynningu á mánudag eða þriðjudag. Rætt hefur verið um að settur verði á stöðugleikaskattur upp á 40 prósent. Bjarni vildi ekkert tjá sig um efni frumvarpanna. „Nú ertu að spyrja mig um efnisatriði málsins sem við viljum ekki kynna fyrr en við höfum fyrst kynnt málið fyrir samráðshópi flokkanna og síðan fyrir þingflokkum. Þegar því ferli er lokið munum við halda opinbera kynningu á málinu þar sem verður farið nákvæmlega yfir efnisatriðin, en það er gríðarlega ánægjulegt og stórt skref að vera komin fram með málið og hafa náð að leggja það fyrir ríkisstjórn og við fórum mjög ítarlega yfir málið á þessum fundi.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að brýnt hafi verið fyrir ráðamönnum að tjá sig ekkert um þær tekjur sem frumvörpin gætu skilað ríkissjóði. Slíkt tal gæti styrkt málflutning kröfuhafa fyrir dómi, en fastlega má búast við að málið endi þar. Bjarni vildi þó lítið um það segja. „Ég ætla engu að spá um það hvort þetta fer fyrir dómstóla, en við höfum notað síðustu tvö ár mjög vel til að glöggva okkur á stöðunni og væntingum og hvað það er sem er líklegast til þess að skila árangri fyrir okkur í þessu. Það er aðalatriðið.“ Ljóst er að stöðugleikaskattur muni skila ríkissjóði umtalsverðum tekjum. Að hluta til eru þær þó í formi þess að spara útgjöld sem annars hefðu orðið. Ráðamenn hafa ekki viljað tjá sig um í hvað tekjurnar verði nýttar, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sérstaklega horft til þess að greiða niður skuldir.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent