Viljum við ekki skýrleika? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 5. júní 2015 08:00 Talið um að vinstri og hægri séu úrelt og merkingarlaus hugtök er sjálft nánast merkingarlaust – eða öllu heldur svo ofhlaðið ólíkum skilningi á svona almennum hugtökum að umræðan verður næsta gagnslaus. Talið er jafn tómlegt og hugtökin bændaflokkur, gamalmennapólitík eða fjórflokkur. Deilur um hvort Björt framtíð sé eins og eldri flokkarnir eru til lítils, eða hvort Píratar teljist vinstri, hægri, miðja eða bara „eitthvað“. Gagnslaust er að karpa um hvaða tjón „gamlingjar“ (hvar liggja aldursmörkin?) hafi unnið samfélaginu eða pólitíkinni.Opnari stjórnsýsla Þegar hriktir í samfélaginu vegna óánægju almennings með lífsskilyrði, vegna efnahagshruns eða umhverfisvanda, er þörf á viðtækum hugsjónum/stefnu og skýrum hugmyndum um leiðir og lausnir í helstu málefnum dagsins – meira að segja í málefnum dreifðra byggða sem víðast í landinu. Skýrleiki stefnu og drög að lausnum eru ekki sjálfkrafa sammerk innantómum loforðum eða úreltum vinnubrögðum í pólitík. Nei, munum þetta: Einstaklingar og samtök eiga að setja fram víðtæka stefnu, hugmyndir og lausnir. Þá (og vegna þess) ná að spretta fram gagnlegar umræður og grasrótarstarf sem kristallast í nýjum og farsælli stjórnmálum en við höfum mátt þola sl. 20-30 ár. Aðeins þannig verður opnari stjórnsýsla, betri umræða á þingi, aukið lýðræði og þátttaka almennings fær um að hrinda hugmyndum í framkvæmd. Án tillagna og umræðu um stefnu og lausnir eru orð um opnara samfélag eða þátttöku mína og þína í ákvörðun og stefnumótun orðin tóm. Svikin kosningaloforð eða vond stjórnmál eru ekki innmúruð í nýja eða gamla flokka af því að þessi eða hinn stefnuþáttur getur flokkast til hægri eða vinstri í augum fjöldans. Ekki heldur af því að flokkur hefur uppi hugsjón, t.d. í málefnum bænda, verkalýðs, sjómanna, aldraðra, auðmanna o.s.frv. Ekki heldur vegna þess að 55% félagsmanna eru eldri en 50 ára. Vel haldin kosningaloforð og góð stjórnmál ráðast af alvöru aðhaldi, mikilli þátttöku fólks og heiðarlegri og virkri umræðu innan og utan flokka, félaga og stofnana – nokkuð sem hefur aldrei verið auðveldara en nú með tækni sem er opin öllum, en skortir sárlega. Auðvitað á að hvetja til stefnumótunar og lausnartillagna sem rúmast innan þessara merkingarlausu hugtaka (sem svo kallast): Vinstri, hægri og miðja. Einmitt með þátttöku bænda og „gamlingja“, Pírata og Birtunga, sósíalista og talsmanna frjálshyggju. Landið þarfnast ekki aðeins nýrrar forystu heldur líka alvöru fjöldahreyfinga með stefnu og starfshætti sem færa okkur fram á við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Talið um að vinstri og hægri séu úrelt og merkingarlaus hugtök er sjálft nánast merkingarlaust – eða öllu heldur svo ofhlaðið ólíkum skilningi á svona almennum hugtökum að umræðan verður næsta gagnslaus. Talið er jafn tómlegt og hugtökin bændaflokkur, gamalmennapólitík eða fjórflokkur. Deilur um hvort Björt framtíð sé eins og eldri flokkarnir eru til lítils, eða hvort Píratar teljist vinstri, hægri, miðja eða bara „eitthvað“. Gagnslaust er að karpa um hvaða tjón „gamlingjar“ (hvar liggja aldursmörkin?) hafi unnið samfélaginu eða pólitíkinni.Opnari stjórnsýsla Þegar hriktir í samfélaginu vegna óánægju almennings með lífsskilyrði, vegna efnahagshruns eða umhverfisvanda, er þörf á viðtækum hugsjónum/stefnu og skýrum hugmyndum um leiðir og lausnir í helstu málefnum dagsins – meira að segja í málefnum dreifðra byggða sem víðast í landinu. Skýrleiki stefnu og drög að lausnum eru ekki sjálfkrafa sammerk innantómum loforðum eða úreltum vinnubrögðum í pólitík. Nei, munum þetta: Einstaklingar og samtök eiga að setja fram víðtæka stefnu, hugmyndir og lausnir. Þá (og vegna þess) ná að spretta fram gagnlegar umræður og grasrótarstarf sem kristallast í nýjum og farsælli stjórnmálum en við höfum mátt þola sl. 20-30 ár. Aðeins þannig verður opnari stjórnsýsla, betri umræða á þingi, aukið lýðræði og þátttaka almennings fær um að hrinda hugmyndum í framkvæmd. Án tillagna og umræðu um stefnu og lausnir eru orð um opnara samfélag eða þátttöku mína og þína í ákvörðun og stefnumótun orðin tóm. Svikin kosningaloforð eða vond stjórnmál eru ekki innmúruð í nýja eða gamla flokka af því að þessi eða hinn stefnuþáttur getur flokkast til hægri eða vinstri í augum fjöldans. Ekki heldur af því að flokkur hefur uppi hugsjón, t.d. í málefnum bænda, verkalýðs, sjómanna, aldraðra, auðmanna o.s.frv. Ekki heldur vegna þess að 55% félagsmanna eru eldri en 50 ára. Vel haldin kosningaloforð og góð stjórnmál ráðast af alvöru aðhaldi, mikilli þátttöku fólks og heiðarlegri og virkri umræðu innan og utan flokka, félaga og stofnana – nokkuð sem hefur aldrei verið auðveldara en nú með tækni sem er opin öllum, en skortir sárlega. Auðvitað á að hvetja til stefnumótunar og lausnartillagna sem rúmast innan þessara merkingarlausu hugtaka (sem svo kallast): Vinstri, hægri og miðja. Einmitt með þátttöku bænda og „gamlingja“, Pírata og Birtunga, sósíalista og talsmanna frjálshyggju. Landið þarfnast ekki aðeins nýrrar forystu heldur líka alvöru fjöldahreyfinga með stefnu og starfshætti sem færa okkur fram á við.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun