Afneitunin var gríðarlega sterk Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 5. júní 2015 07:00 Hann segir við mig að ég muni aldrei í lífi mínu geta gengið aftur.“ Svona lýsir Pétur Kristján Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður þeirri stundu þegar hann vaknaði á spítala í Austurríki eftir að hafa lent í slysi. Pétur lamaðist fyrir neðan mitti í slysinu sem átti sér stað á nýársnótt 2011 þegar hann hrasaði niður fjallshlíð. Pétur var þá nýlega fluttur til Austurríkis ásamt unnustu sinni. Pétur er í föstudagsviðtalinu þessa vikuna en það má hlusta á í heild sinni hér. Tíu metra frjálst fall „Við vorum þar að vinna og ætluðum að vera yfir veturinn. Við vorum rétt byrjuð að vinna, búin að finna okkur íbúð og það stefndi í gott ár. Ætluðum að vera á snjóbretti og svona. Svo á nýársnótt var hún að vinna og ég var í partíi sem endaði í strætóferð upp á skíðasvæði til þess að horfa á flugeldasýninguna yfir bænum. Það var miðnætti og rosalega gaman, allir að sprengja kínverja og svona. Síðan fór fólkið niður og ætlaði að fara að djamma. Það voru allir að troða sér í strætóinn og hann var orðinn pakkfullur. Þannig að ég sagði við félaga minn hvort við fengjum okkur ekki bara göngutúr niður fjallið og svo hittum við fólkið í partíinu niðri í bæ. Hann var tregur til og til dagsins í dag hef ég óskað þess að hann hefði rifið mig frá þessari ákvörðun. En ég fékk hann til þess að ganga með mér. Þar á leiðinni, í skógi, stóð ég við svona pínulítið barð, 40 til 50 sentímetra, ekki alveg búinn að líta nógu vel í kringum mig, hoppaði niður barðið og áttaði mig ekki á því að það var aðeins of brött lending. Mér skrikaði fótur og ég byrjaði að rúlla, alveg á fullu niður. Ég man eftir því að hafa hugsað meðan ég rúllaði niður fjallshlíðina: „Þetta er allt í lagi, ég hef oft lent í svona aðstæðum áður þar sem ég hef ekki fullkomna stjórn.“ Ég var búinn að vera svo lengi á snjóbretti. Ég var ekki það hræddur um að eitthvað myndi gerast á þeim tímapunkti. Svo fór ég niður 10 metra í frjálsu falli og lenti á vegi. Þá datt ég út en það næsta sem ég man er að ég veit ekki alveg hvað gerðist og ætlaði að standa upp en þá virkaði ekki helmingurinn af líkamanum.“ „Ég redda mér“ Pétur segist hafa verið með meðvitund allan tímann, nema meðan á fallinu sjálfu stóð. „En svo, af því að þetta var inni í skógi, þá var svo erfitt að finna okkur. Það var ekki hægt að nota þyrlu eða neitt. Félagi minn var í símanum í tvo tíma. Og ég lá þarna í einhverja 2 til 3 tíma.“ Á meðan Pétur lá á veginum, ófær um að hreyfa neðri hluta líkama síns, segist hann ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikill skaði hefði hlotist af. „Ég sagði við vin minn: „Æ, far þú bara niður að djamma. Ég redda mér.““ Félaginn hringdi á björgunarsveit, en það tók þrjá tíma að finna þá. „Ég ofkældist við að liggja þarna. Þetta var ísilagður vegur, líkamshitinn var kominn niður í 32 gráður þegar þeir loksins fundu mig, svo fékk ég sprautu og síðan man ég ekki meir.“Sá eini sem stóð upp Pétri var svo haldið sofandi í þrjá daga. Þegar hann var vakinn stóð læknir yfir honum, alvarlegur á svip og tjáði honum að það væru 99,9 prósent líkur á að hann myndi aldrei ganga á ný. Pétur lýsir þeirri yfirlýsingu læknisins sem óraunverulegri. „Ég gat ekki meðtekið það. Ég skildi það ekki þrátt fyrir að ég vissi alveg hvað hann var að segja. Það tekur bara miklu lengri tíma að átta sig á hvað það raunverulega þýðir. Í fyrsta lagi hafði ég ekki hugmynd um hvað það þýðir þegar fólk lendir í hjólastól. Í öðru lagi var ég nývaknaður og hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast. Allt í einu vaknarðu og þú ert í einhverjum allt öðrum heimi – sem þú vonar að sé martröð.“ En Pétur stóð upp. Og er sá eini í sögu Grensásdeildar með alvarlegan mænuskaða sem gerir það. „Ástæðan fyrir því að ég er sá eini er væntanlega sú að þetta er svo gríðarlega mikil vinna og ótrúlega erfitt. Það verður bara að viðurkennast að það er ótrúlega erfitt að standa upp eftir svona slys og að læra að labba í spelkunum sem ég er í, jafnvægið og allt. Það gerir þetta enginn.“Hjólastóll er ekki lausn Þegar Pétur kom heim frá Austurríki fór hann beint á Grensás og hóf endurhæfingu. „Þar tekur við teymi þar sem þú ert með alla aðila, sjúkraþjálfara, lækni, iðjuþjálfara, sálfræðing og alls konar fólk sem gerir allt sem þarf að gera. En þau kenna þér bara á hjólastólinn eins og það sé eina framtíðin þín, það er ekkert annað í boði, gjörðu svo vel.“ Pétur tók það ekki í mál að hann yrði bundinn við hjólastól um aldur og ævi. „Ég tók það bara ekki í mál, hjólastóll er ekki lausn. Það er búið að nota þetta sem lausn í 500 ár en þetta er ekki lausn, því að þú setur lappirnar í pásu. Ef þú sætir alltaf uppi í sófa þá yrði líkaminn að engu og það er sama vandamál í hjólastólnum, beinin og allt saman. Eftir mörg ár í hjólastól lendir þú í beinþynningu og alls konar veseni sem gerir líkamann ekki betur til þess fallinn að standa upp aftur síðan þegar það koma meðferðir, einhverjar alvöru lausnir. Það er ástæðan fyrir því að ég stóð upp. Ég þurfti að berjast svolítið fyrir því, vaða á móti straumnum. Virkilega sækjast eftir því. Ég átti yndislega sjúkraþjálfara að og fleiri sem studdu mig mjög mikið og hjálpuðu mér að læra að ganga. En það var mjög margt sem ég þurfti bara að læra sjálfur. Það gat enginn kennt mér það því það var enginn sem kunni það.“„Fyrirgefðu, vinur, en þetta er ævilangt“ Pétur segist lengi vel hafa lifað í afneitun á ástandi sínu eftir slysið. „Andlega hliðin var nánast algjörlega í lagi vegna þess að ég var alveg í þvílíkri afneitun í á þriðja ár. Eftir tvö, tvö og hálft ár var það byrjað að síast inn: Fyrirgefðu vinur, en þetta er ævilangt.“ Hann segir það hafa verið erfiðara ferli en þegar honum var tjáð í byrjun hvernig komið væri fyrir honum. Hann hafi meira að segja íhugað nokkrum sinnum að svipta sig lífi. „Ég er bara sá karakter að ég læt ekkert segja mér svona. Ég ætla bara aftur á fætur. Í byrjun var ég með þann vilja og styrk sem ég hafði áður í að gera hluti, vera skapandi og svona. Þess vegna byrjaði ég á að búa til bíómynd í fullri lengd þremur mánuðum eftir slysið. Þetta gerir enginn, það er fáránlegt að gera þetta. Ég gerði það bara af því ég var í afneitun.“ Við tóku um tvö ár þar sem Pétur var að læra að ganga og búa til bíómyndina. Eftir sex mánuði var hann kominn á fætur, til frambúðar. „Ég fer alltaf út gangandi en nota hjólastólinn heima.“Aldrei eins Pétur rifjar upp tímann þar sem hann gerði sér grein fyrir því að sennilega yrði líf hans aldrei eins og það var. „Það er tæki á Grensás, algjör 2007 gönguróboti. Ég gekk í þessu til að byrja með, í endurhæfingunni, og náði að bæta mig helling. Róbotinn mælir kraftinn sem þú setur í hvert skref og ég margfaldaði árangur minn á stuttum tíma. Síðan bilaði tækið og það var ekki til peningur til að gera við það. Nema ári seinna fór ég aftur í tækið og ég var enn á sama stað, að gefa hverju skrefi jafn mikinn kraft og ári áður, þrátt fyrir að í millitíðinni hefði ég verið búinn að standa upp og ganga út um allt. Þá áttaði ég mig á því að þetta væri eins langt og ég kæmist í batanum. Ég náði miklu, miklu lengra en allir læknar úti og á Íslandi sögðu að væri mögulegt. Ég minnkaði línuna á skaðanum um einhverja tíu sentimetra. Ég var fyrst lamaður fyrir neðan nafla, en nú við rasskinn. Þetta er heldur ekki bara að missa hæfnina til að ganga, þú þarft þvagleggi og alls konar vesen því þetta hefur áhrif á allt kerfið. Mænan er hraðbraut allra upplýsinga í líkamanum. En ég náði að sleppa þvagleggjum og öllu á svipuðum tíma og ég stóð upp.“Ferðaðist um allan heim Pétur segist þakklátur fyrir að hafa fengið að lifa fullkomlega heilbrigðu lífi í 25 ár. „Ég var kannski dálítið sérstakur karakter. Ég sökkaði í skóla. Ég gat ekki einu sinni fyrsta árið í menntaskóla, fór bara í menntaskóla því vinirnir fóru í hann. Fyrir mér var það eins og 11. bekkur, mér fannst þetta hundleiðinlegt og var að bíða eftir að þetta yrði öðruvísi, spennandi. Þannig að þegar ég féll í stærðfræði fór ég í smiðinn og það hentaði betur, að þurfa ekki að skrifa í bækur. Ég vissi frá fyrsta degi að ég væri ekkert að fara að vinna við smíðar alla ævi en notaði prófið og kunnáttuna til þess að vinna. Þetta var fyrir kreppu og ég vann í þrjá mánuði og gat þá ferðast um heiminn í ár.“ Pétur ferðaðist út um allan heim og segir frelsistilfinninguna sem því fylgir magnaða. „Það er allt nýtt og ævintýri alls staðar. Ég held að ég hafi verið háður þessu, þetta er algjör frelsistilfinning. Svo lærir maður svo mikið á þessu, þú ert ekki einangraður einhvers staðar, þú ert að tala við fólk og kynnast nýjum menningarheimum. Læra ný tungumál.“Biðlar til þjóðarinnar Í fyrra flutti Pétur til Þýskalands í von um að geta gengist undir tilraunaaðgerð þar sem tölvu er komið fyrir við mænuna. Það var honum mikið áfall þegar hann komst að því að hann uppfyllti ekki skilyrði til þess að gangast undir aðgerðina. Átta manns fara í aðgerðina nú í júní en Pétur flutti heim til Íslands og tekur virkan þátt í átakinu Stattu með taugakerfinu. „Átakið gengur út á það að koma inn nýju þróunarmarkmiði hjá Sameinuðu þjóðunum, þau setja inn ný þróunarmarkmið á 15 ára fresti. Það gerðist síðast árið 2000 sem þýðir að það verður gert í september. Við erum að reyna að koma þessu þróunarmarkmiði inn, að auka skilning á taugakerfinu,“ segir hann. „Það þarf bara að skrifa nafnið sitt á taugakerfid.is, það er gríðarlega nauðsynlegt. Ég biðla til þjóðarinnar að gera þetta. Ég sé í þessu gríðarlegt tækifæri fyrir Íslendinga. Við náum að fá nægilega marga til að skrifa undir og þá verður þetta sett markmið hjá Sameinuðu þjóðunum. Eftir mörg hundruð ár mun fólk enn muna eftir okkur á Íslandi fyrir að hafa sparkað þessu af stað. Ég veit ekki með landsmenn en ég hefði ekkert á móti því að vera skráður í mannkynssöguna.“ Föstudagsviðtalið Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Hann segir við mig að ég muni aldrei í lífi mínu geta gengið aftur.“ Svona lýsir Pétur Kristján Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður þeirri stundu þegar hann vaknaði á spítala í Austurríki eftir að hafa lent í slysi. Pétur lamaðist fyrir neðan mitti í slysinu sem átti sér stað á nýársnótt 2011 þegar hann hrasaði niður fjallshlíð. Pétur var þá nýlega fluttur til Austurríkis ásamt unnustu sinni. Pétur er í föstudagsviðtalinu þessa vikuna en það má hlusta á í heild sinni hér. Tíu metra frjálst fall „Við vorum þar að vinna og ætluðum að vera yfir veturinn. Við vorum rétt byrjuð að vinna, búin að finna okkur íbúð og það stefndi í gott ár. Ætluðum að vera á snjóbretti og svona. Svo á nýársnótt var hún að vinna og ég var í partíi sem endaði í strætóferð upp á skíðasvæði til þess að horfa á flugeldasýninguna yfir bænum. Það var miðnætti og rosalega gaman, allir að sprengja kínverja og svona. Síðan fór fólkið niður og ætlaði að fara að djamma. Það voru allir að troða sér í strætóinn og hann var orðinn pakkfullur. Þannig að ég sagði við félaga minn hvort við fengjum okkur ekki bara göngutúr niður fjallið og svo hittum við fólkið í partíinu niðri í bæ. Hann var tregur til og til dagsins í dag hef ég óskað þess að hann hefði rifið mig frá þessari ákvörðun. En ég fékk hann til þess að ganga með mér. Þar á leiðinni, í skógi, stóð ég við svona pínulítið barð, 40 til 50 sentímetra, ekki alveg búinn að líta nógu vel í kringum mig, hoppaði niður barðið og áttaði mig ekki á því að það var aðeins of brött lending. Mér skrikaði fótur og ég byrjaði að rúlla, alveg á fullu niður. Ég man eftir því að hafa hugsað meðan ég rúllaði niður fjallshlíðina: „Þetta er allt í lagi, ég hef oft lent í svona aðstæðum áður þar sem ég hef ekki fullkomna stjórn.“ Ég var búinn að vera svo lengi á snjóbretti. Ég var ekki það hræddur um að eitthvað myndi gerast á þeim tímapunkti. Svo fór ég niður 10 metra í frjálsu falli og lenti á vegi. Þá datt ég út en það næsta sem ég man er að ég veit ekki alveg hvað gerðist og ætlaði að standa upp en þá virkaði ekki helmingurinn af líkamanum.“ „Ég redda mér“ Pétur segist hafa verið með meðvitund allan tímann, nema meðan á fallinu sjálfu stóð. „En svo, af því að þetta var inni í skógi, þá var svo erfitt að finna okkur. Það var ekki hægt að nota þyrlu eða neitt. Félagi minn var í símanum í tvo tíma. Og ég lá þarna í einhverja 2 til 3 tíma.“ Á meðan Pétur lá á veginum, ófær um að hreyfa neðri hluta líkama síns, segist hann ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikill skaði hefði hlotist af. „Ég sagði við vin minn: „Æ, far þú bara niður að djamma. Ég redda mér.““ Félaginn hringdi á björgunarsveit, en það tók þrjá tíma að finna þá. „Ég ofkældist við að liggja þarna. Þetta var ísilagður vegur, líkamshitinn var kominn niður í 32 gráður þegar þeir loksins fundu mig, svo fékk ég sprautu og síðan man ég ekki meir.“Sá eini sem stóð upp Pétri var svo haldið sofandi í þrjá daga. Þegar hann var vakinn stóð læknir yfir honum, alvarlegur á svip og tjáði honum að það væru 99,9 prósent líkur á að hann myndi aldrei ganga á ný. Pétur lýsir þeirri yfirlýsingu læknisins sem óraunverulegri. „Ég gat ekki meðtekið það. Ég skildi það ekki þrátt fyrir að ég vissi alveg hvað hann var að segja. Það tekur bara miklu lengri tíma að átta sig á hvað það raunverulega þýðir. Í fyrsta lagi hafði ég ekki hugmynd um hvað það þýðir þegar fólk lendir í hjólastól. Í öðru lagi var ég nývaknaður og hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast. Allt í einu vaknarðu og þú ert í einhverjum allt öðrum heimi – sem þú vonar að sé martröð.“ En Pétur stóð upp. Og er sá eini í sögu Grensásdeildar með alvarlegan mænuskaða sem gerir það. „Ástæðan fyrir því að ég er sá eini er væntanlega sú að þetta er svo gríðarlega mikil vinna og ótrúlega erfitt. Það verður bara að viðurkennast að það er ótrúlega erfitt að standa upp eftir svona slys og að læra að labba í spelkunum sem ég er í, jafnvægið og allt. Það gerir þetta enginn.“Hjólastóll er ekki lausn Þegar Pétur kom heim frá Austurríki fór hann beint á Grensás og hóf endurhæfingu. „Þar tekur við teymi þar sem þú ert með alla aðila, sjúkraþjálfara, lækni, iðjuþjálfara, sálfræðing og alls konar fólk sem gerir allt sem þarf að gera. En þau kenna þér bara á hjólastólinn eins og það sé eina framtíðin þín, það er ekkert annað í boði, gjörðu svo vel.“ Pétur tók það ekki í mál að hann yrði bundinn við hjólastól um aldur og ævi. „Ég tók það bara ekki í mál, hjólastóll er ekki lausn. Það er búið að nota þetta sem lausn í 500 ár en þetta er ekki lausn, því að þú setur lappirnar í pásu. Ef þú sætir alltaf uppi í sófa þá yrði líkaminn að engu og það er sama vandamál í hjólastólnum, beinin og allt saman. Eftir mörg ár í hjólastól lendir þú í beinþynningu og alls konar veseni sem gerir líkamann ekki betur til þess fallinn að standa upp aftur síðan þegar það koma meðferðir, einhverjar alvöru lausnir. Það er ástæðan fyrir því að ég stóð upp. Ég þurfti að berjast svolítið fyrir því, vaða á móti straumnum. Virkilega sækjast eftir því. Ég átti yndislega sjúkraþjálfara að og fleiri sem studdu mig mjög mikið og hjálpuðu mér að læra að ganga. En það var mjög margt sem ég þurfti bara að læra sjálfur. Það gat enginn kennt mér það því það var enginn sem kunni það.“„Fyrirgefðu, vinur, en þetta er ævilangt“ Pétur segist lengi vel hafa lifað í afneitun á ástandi sínu eftir slysið. „Andlega hliðin var nánast algjörlega í lagi vegna þess að ég var alveg í þvílíkri afneitun í á þriðja ár. Eftir tvö, tvö og hálft ár var það byrjað að síast inn: Fyrirgefðu vinur, en þetta er ævilangt.“ Hann segir það hafa verið erfiðara ferli en þegar honum var tjáð í byrjun hvernig komið væri fyrir honum. Hann hafi meira að segja íhugað nokkrum sinnum að svipta sig lífi. „Ég er bara sá karakter að ég læt ekkert segja mér svona. Ég ætla bara aftur á fætur. Í byrjun var ég með þann vilja og styrk sem ég hafði áður í að gera hluti, vera skapandi og svona. Þess vegna byrjaði ég á að búa til bíómynd í fullri lengd þremur mánuðum eftir slysið. Þetta gerir enginn, það er fáránlegt að gera þetta. Ég gerði það bara af því ég var í afneitun.“ Við tóku um tvö ár þar sem Pétur var að læra að ganga og búa til bíómyndina. Eftir sex mánuði var hann kominn á fætur, til frambúðar. „Ég fer alltaf út gangandi en nota hjólastólinn heima.“Aldrei eins Pétur rifjar upp tímann þar sem hann gerði sér grein fyrir því að sennilega yrði líf hans aldrei eins og það var. „Það er tæki á Grensás, algjör 2007 gönguróboti. Ég gekk í þessu til að byrja með, í endurhæfingunni, og náði að bæta mig helling. Róbotinn mælir kraftinn sem þú setur í hvert skref og ég margfaldaði árangur minn á stuttum tíma. Síðan bilaði tækið og það var ekki til peningur til að gera við það. Nema ári seinna fór ég aftur í tækið og ég var enn á sama stað, að gefa hverju skrefi jafn mikinn kraft og ári áður, þrátt fyrir að í millitíðinni hefði ég verið búinn að standa upp og ganga út um allt. Þá áttaði ég mig á því að þetta væri eins langt og ég kæmist í batanum. Ég náði miklu, miklu lengra en allir læknar úti og á Íslandi sögðu að væri mögulegt. Ég minnkaði línuna á skaðanum um einhverja tíu sentimetra. Ég var fyrst lamaður fyrir neðan nafla, en nú við rasskinn. Þetta er heldur ekki bara að missa hæfnina til að ganga, þú þarft þvagleggi og alls konar vesen því þetta hefur áhrif á allt kerfið. Mænan er hraðbraut allra upplýsinga í líkamanum. En ég náði að sleppa þvagleggjum og öllu á svipuðum tíma og ég stóð upp.“Ferðaðist um allan heim Pétur segist þakklátur fyrir að hafa fengið að lifa fullkomlega heilbrigðu lífi í 25 ár. „Ég var kannski dálítið sérstakur karakter. Ég sökkaði í skóla. Ég gat ekki einu sinni fyrsta árið í menntaskóla, fór bara í menntaskóla því vinirnir fóru í hann. Fyrir mér var það eins og 11. bekkur, mér fannst þetta hundleiðinlegt og var að bíða eftir að þetta yrði öðruvísi, spennandi. Þannig að þegar ég féll í stærðfræði fór ég í smiðinn og það hentaði betur, að þurfa ekki að skrifa í bækur. Ég vissi frá fyrsta degi að ég væri ekkert að fara að vinna við smíðar alla ævi en notaði prófið og kunnáttuna til þess að vinna. Þetta var fyrir kreppu og ég vann í þrjá mánuði og gat þá ferðast um heiminn í ár.“ Pétur ferðaðist út um allan heim og segir frelsistilfinninguna sem því fylgir magnaða. „Það er allt nýtt og ævintýri alls staðar. Ég held að ég hafi verið háður þessu, þetta er algjör frelsistilfinning. Svo lærir maður svo mikið á þessu, þú ert ekki einangraður einhvers staðar, þú ert að tala við fólk og kynnast nýjum menningarheimum. Læra ný tungumál.“Biðlar til þjóðarinnar Í fyrra flutti Pétur til Þýskalands í von um að geta gengist undir tilraunaaðgerð þar sem tölvu er komið fyrir við mænuna. Það var honum mikið áfall þegar hann komst að því að hann uppfyllti ekki skilyrði til þess að gangast undir aðgerðina. Átta manns fara í aðgerðina nú í júní en Pétur flutti heim til Íslands og tekur virkan þátt í átakinu Stattu með taugakerfinu. „Átakið gengur út á það að koma inn nýju þróunarmarkmiði hjá Sameinuðu þjóðunum, þau setja inn ný þróunarmarkmið á 15 ára fresti. Það gerðist síðast árið 2000 sem þýðir að það verður gert í september. Við erum að reyna að koma þessu þróunarmarkmiði inn, að auka skilning á taugakerfinu,“ segir hann. „Það þarf bara að skrifa nafnið sitt á taugakerfid.is, það er gríðarlega nauðsynlegt. Ég biðla til þjóðarinnar að gera þetta. Ég sé í þessu gríðarlegt tækifæri fyrir Íslendinga. Við náum að fá nægilega marga til að skrifa undir og þá verður þetta sett markmið hjá Sameinuðu þjóðunum. Eftir mörg hundruð ár mun fólk enn muna eftir okkur á Íslandi fyrir að hafa sparkað þessu af stað. Ég veit ekki með landsmenn en ég hefði ekkert á móti því að vera skráður í mannkynssöguna.“
Föstudagsviðtalið Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent