Segir lausnina til ef viljinn er fyrir hendi guðsteinn bjarnason skrifar 5. júní 2015 07:00 Vel fór á með forsætisráðherra Bretlands og kanslara Þýskalands í Berlín í lok síðustu viku. fréttablaðið/EPA „Ef það er virkilega nauðsynlegt, þá þurfum við að skoða málið,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari, spurð hvort gerðar verði breytingar á grundvallarsamningum Evrópusambandsins að kröfu Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Þetta sagði hún í viðtali við fréttastofu breska útvarpsins, BBC. „Ég er bjartsýn á að ef við viljum það öll, þá finnum við góða lausn,“ sagði Merkel. „Þetta snýst ekkert um að missa svefn út af þessu, heldur um að vinna vinnuna okkar og skapa þær forsendur sem nauðsynlegar eru til þess að Bretar verði áfram innan Evrópusambandsins.“ Cameron hefur heitið Bretum því að semja við Evrópusambandið um breytingar á aðildarskilmálum Bretlands og bera svo niðurstöðuna undir þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir árslok 2017, og jafnvel enn fyrr. Annar þýskur stjórnmálamaður, Joschka Fischer, fyrrverandi utanríkisráðherra, var hins vegar í viðtali við BBC í fyrradag og sagði þá að Cameron ætti ekki að vera alltof viss um að geta treyst á stuðning Þýskalands. „Ekki tapa þér í óskhyggjunni,“ sagði Fischer vera ráð sitt til Camerons. „Angela Merkel mun ekki gera neitt til þess að stefna grundvallarreglum sameiginlega markaðarins og Evrópusambandsins í hættu. Hann bætti því við að Merkel hefði annað og miklu stærra vandamál á sinni könnu: „Hvernig finna megi málamiðlun um gjaldmiðilsbandalagið við Grikkland. Það er forgangsmál hennar númer eitt núna.“ Merkel og fleiri ráðamenn í Evrópusambandinu hafa jafnan tekið treglega í hugmyndir Camerons um breytingar á Evrópusambandinu og aðildarskilmálum Bretlands. Í síðustu viku sneri Merkel þó að nokkru við blaðinu og segir nú vel hægt að komast að niðurstöðu. Hún geti stutt sumar hugmyndir Camerons en aðrar ekki. „Evrópusambandið er bandalag 28 aðildarríkja sem þurfa að gera málamiðlanir. Einungis þegar allir eru samþykkir og sáttir getum við fengið raunverulegar niðurstöður. Viljinn til þess er til staðar. Við höfum áður fundið fjölmargar lausnir í fjölmörgum erfiðum málum – það ætti að verða svo í þessu máli líka.“ Grikkland Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
„Ef það er virkilega nauðsynlegt, þá þurfum við að skoða málið,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari, spurð hvort gerðar verði breytingar á grundvallarsamningum Evrópusambandsins að kröfu Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Þetta sagði hún í viðtali við fréttastofu breska útvarpsins, BBC. „Ég er bjartsýn á að ef við viljum það öll, þá finnum við góða lausn,“ sagði Merkel. „Þetta snýst ekkert um að missa svefn út af þessu, heldur um að vinna vinnuna okkar og skapa þær forsendur sem nauðsynlegar eru til þess að Bretar verði áfram innan Evrópusambandsins.“ Cameron hefur heitið Bretum því að semja við Evrópusambandið um breytingar á aðildarskilmálum Bretlands og bera svo niðurstöðuna undir þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir árslok 2017, og jafnvel enn fyrr. Annar þýskur stjórnmálamaður, Joschka Fischer, fyrrverandi utanríkisráðherra, var hins vegar í viðtali við BBC í fyrradag og sagði þá að Cameron ætti ekki að vera alltof viss um að geta treyst á stuðning Þýskalands. „Ekki tapa þér í óskhyggjunni,“ sagði Fischer vera ráð sitt til Camerons. „Angela Merkel mun ekki gera neitt til þess að stefna grundvallarreglum sameiginlega markaðarins og Evrópusambandsins í hættu. Hann bætti því við að Merkel hefði annað og miklu stærra vandamál á sinni könnu: „Hvernig finna megi málamiðlun um gjaldmiðilsbandalagið við Grikkland. Það er forgangsmál hennar númer eitt núna.“ Merkel og fleiri ráðamenn í Evrópusambandinu hafa jafnan tekið treglega í hugmyndir Camerons um breytingar á Evrópusambandinu og aðildarskilmálum Bretlands. Í síðustu viku sneri Merkel þó að nokkru við blaðinu og segir nú vel hægt að komast að niðurstöðu. Hún geti stutt sumar hugmyndir Camerons en aðrar ekki. „Evrópusambandið er bandalag 28 aðildarríkja sem þurfa að gera málamiðlanir. Einungis þegar allir eru samþykkir og sáttir getum við fengið raunverulegar niðurstöður. Viljinn til þess er til staðar. Við höfum áður fundið fjölmargar lausnir í fjölmörgum erfiðum málum – það ætti að verða svo í þessu máli líka.“
Grikkland Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira