Eilífðarvél Kaupþings Stjórnarmaðurinn skrifar 3. júní 2015 07:00 Í fréttum síðustu viku var sagt frá því að háar greiðslur tíðkuðust til starfsmanna Kaupþings fyrir stjórnarsetu erlendis – til að mynda væru meðalárslaun stjórnarmanna í bresku tískukeðjunni Karen Millen tæplega 60 milljónir króna en þar situr meðal annars yfirmaður eignastýringar Kaupþings. Þetta er til viðbótar ríflegum mánaðarlaunum, sem að sögn nema að meðaltali 1,6 milljónum króna á mánuði hjá starfsmönnum Kaupþings. Þeir starfsmanna, sem treyst er fyrir stjórnarsetu erlendis, bera væntanlega talsvert meira úr býtum. Stjórnarmaðurinn verður síðastur til að gagnrýna vegleg launakjör fyrir fólk sem stendur sig vel, og sinnir störfum sem skapa verðmæti. Erfitt er hins vegar að halda því fram að slíkt eigi við í tilviki fallins íslensks banka, þar sem fólk hefur frekar skipast í störf á grundvelli tilviljunar en sérþekkingar eða reynslu. Það er heldur engin alþjóðleg eftirspurn eftir því annars ágæta fólki sem séð hefur um uppgjör íslensku bankanna, og óljóst hvað réttlætir betri kjör en almennt gengur og gerist í íslenskum fjármálageira. Kaupþing er í slitameðferð og hefur verið síðan á haustdögum 2008. Merkilegt í ljósi þess markmiðs allra skiptastjóra að hámarka þær eignir sem liggja í búinu og ljúka skiptum á tilhlýðilegum tíma. Á þeim sjö árum sem liðin eru frá hruni hafa orðið sáralitlar breytingar á erlendu eignasafni Kaupþings. Bankinn hefur ekki selt verulega eign ótilneyddur frá sölunni á tískufatakeðjunni All Saints árið 2011. Til samanburðar þá lauk formlegum skiptum bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers fyrir réttum þremur árum. Skýringa á aðgerðaleysi Kaupþingsmanna þarf hins vegar varla að leita langt. Þeir fá ríkulega umbunað, og af fréttaflutningi virðast þeir fá að stinga stjórnarlaunum í eigin vasa. Það er nokkuð óvanalegt en hefðin er sú að umsýslulaun vegna fjárfestinga renni til félagsins sem á hlutinn, en ekki þess starfsmanns sem sér um fjárfestinguna fyrir þess hönd. Fyrir liggur að margir hafa sýnt eignum Kaupþings í Bretlandi áhuga, og þá ef til vill sérstaklega tískuverslanakeðjunum Karen Millen, Warehouse, Oasis og Coast. Efnahagshorfur í Bretlandi eru góðar og Kaupþingsmenn sitja á þekktum vörumerkjum sem þeir hafa ekki sérstaka kunnáttu eða eigendaástríðu til að reka. Hingað til hafa þeir hins vegar ekki hirt um að svara símtölum frá áhugasömum kaupendum. Og skyldi engan undra. Hvatinn er enginn.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Í fréttum síðustu viku var sagt frá því að háar greiðslur tíðkuðust til starfsmanna Kaupþings fyrir stjórnarsetu erlendis – til að mynda væru meðalárslaun stjórnarmanna í bresku tískukeðjunni Karen Millen tæplega 60 milljónir króna en þar situr meðal annars yfirmaður eignastýringar Kaupþings. Þetta er til viðbótar ríflegum mánaðarlaunum, sem að sögn nema að meðaltali 1,6 milljónum króna á mánuði hjá starfsmönnum Kaupþings. Þeir starfsmanna, sem treyst er fyrir stjórnarsetu erlendis, bera væntanlega talsvert meira úr býtum. Stjórnarmaðurinn verður síðastur til að gagnrýna vegleg launakjör fyrir fólk sem stendur sig vel, og sinnir störfum sem skapa verðmæti. Erfitt er hins vegar að halda því fram að slíkt eigi við í tilviki fallins íslensks banka, þar sem fólk hefur frekar skipast í störf á grundvelli tilviljunar en sérþekkingar eða reynslu. Það er heldur engin alþjóðleg eftirspurn eftir því annars ágæta fólki sem séð hefur um uppgjör íslensku bankanna, og óljóst hvað réttlætir betri kjör en almennt gengur og gerist í íslenskum fjármálageira. Kaupþing er í slitameðferð og hefur verið síðan á haustdögum 2008. Merkilegt í ljósi þess markmiðs allra skiptastjóra að hámarka þær eignir sem liggja í búinu og ljúka skiptum á tilhlýðilegum tíma. Á þeim sjö árum sem liðin eru frá hruni hafa orðið sáralitlar breytingar á erlendu eignasafni Kaupþings. Bankinn hefur ekki selt verulega eign ótilneyddur frá sölunni á tískufatakeðjunni All Saints árið 2011. Til samanburðar þá lauk formlegum skiptum bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers fyrir réttum þremur árum. Skýringa á aðgerðaleysi Kaupþingsmanna þarf hins vegar varla að leita langt. Þeir fá ríkulega umbunað, og af fréttaflutningi virðast þeir fá að stinga stjórnarlaunum í eigin vasa. Það er nokkuð óvanalegt en hefðin er sú að umsýslulaun vegna fjárfestinga renni til félagsins sem á hlutinn, en ekki þess starfsmanns sem sér um fjárfestinguna fyrir þess hönd. Fyrir liggur að margir hafa sýnt eignum Kaupþings í Bretlandi áhuga, og þá ef til vill sérstaklega tískuverslanakeðjunum Karen Millen, Warehouse, Oasis og Coast. Efnahagshorfur í Bretlandi eru góðar og Kaupþingsmenn sitja á þekktum vörumerkjum sem þeir hafa ekki sérstaka kunnáttu eða eigendaástríðu til að reka. Hingað til hafa þeir hins vegar ekki hirt um að svara símtölum frá áhugasömum kaupendum. Og skyldi engan undra. Hvatinn er enginn.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira