Bannaður Bragi Magnús Guðmundsson skrifar 1. júní 2015 07:00 Fyrir ekki alls löngu skrifaði Bragi Ólafsson rithöfundur bókina Bögglapóststofan eftir pöntun fyrirtækisins Gamma sem dreifði bókarkorninu til 300 viðskipta- og vildarvina fyrirtækisins. Bragi hefur mátt sæta gagnrýni fyrir tiltækið á þeim forsendum að hann þiggi rithöfundalaun og að fyrir vikið eigi hann ekkert með að vera að skrifa bækur, þótt litlar séu, fyrir útvalda fjársterka aðila. Að hann hafi samfélagslegar skyldur við sinn launagreiðanda, skattgreiðendur, og eigi því að einbeita sér að því að skrifa aðeins fyrir þá. Bragi blæs á þessa gagnrýni í úttekt sem birtist í Reykjavík vikublað eftir Atla Þór Fanndal blaðamann á sambandi listamanna við fjársterka einstaklinga og fyrirtæki í samfélaginu hverju sinni. Auðvitað er hverjum þeim sem starfar að einhverju eða öllu leyti fyrir hið opinbera í sjálfsvald sett hvort viðkomandi tekur að sér aukavinnu eða ei. Mikilvægt er að hafa í huga að gerðar eru kröfur til rithöfunda sem og annarra listamanna um að þeir skili afköstum – skrifi bækur, máli myndir o.s.frv. Að rithöfunda- og listamannalaun séu greidd fyrir ekki neitt er meinlegur misskilningur í besta falli. Það sem er sýnu athyglisverðara er að Bragi virðist kappkosta að draga úr gildi bókarinnar. „Þetta er bara vara sem ég er að selja,“ segir Bragi við Atla Þór og bendir á þetta sé bara æfing fyrir annað og meira verk. Það er væntanlega dálítið svekkjandi fyrir kaupandann að listamanninum þyki þetta svona ómerkilegt en svo má velta því fyrir sér hvort skoðun Braga á bókarkorninu skipti í raun einhverju máli. Líkast til ekki. Listaverk hafa gildi í sjálfu sér og skáldsögur eru í eðli sínu listaverk. Góð, slæm eða eitthvað þar á milli. Moska Chistophs Büchel í Feneyjum er listaverk. Sumum finnst það gott en öðrum ekki en þeir sem hata það mest reyna að hafna því að hér sé í raun listaverk á ferð. Það er líkast til vegna þess að það er óþægur ljár í þúfu valdhafa.Krefur samfélagið um umræðu sem yfirvöld vilja síður að eigi sér stað. Ólíkt Braga Ólafassyni þá kýs Christoph Büchel að tjá sig ekki um gildi verksins eða verkið yfirhöfuð. Það rýrir hvorki né eykur á gildi þess. Verkið hefur verið bannfært og meinað almenningi. Bögglapóststofa Braga er líka meinuð almenningi. En á gjörólíkum forsendum. Gamma vill sitja að verkinu ásamt útvöldum vinum í krafti þess að þeir keyptu það eins og þeir kaupa texta af auglýsingastofu. En Gamma keypti verkið af skapara þess, og í sátt við hann fjármögnuðu þeir skrif bókarinnar. Það breytir öllu – óháð því hvað okkur kann að finnast um mátt peninga í nútíma menningarsamfélagi. Það er annað mál. En verk Christophs Büchel er aftur á móti fjármagnað fyrir almannafé og því er ætlað að rata til almennings með einum eða öðrum hætti. Bannfæring feneyskra yfirvalda er því aðför að íslensku tjáningarfrelsi. Slík þöggun er ólíðandi með öllu. Íslensk stjórnvöld hljóta að vilja andæfa slíkri þöggun. Að öðrum kosti að spyrja sig, hvað banna valdhafar næst? Ítalskar þýðingar á verkum Braga Ólafssonar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir ekki alls löngu skrifaði Bragi Ólafsson rithöfundur bókina Bögglapóststofan eftir pöntun fyrirtækisins Gamma sem dreifði bókarkorninu til 300 viðskipta- og vildarvina fyrirtækisins. Bragi hefur mátt sæta gagnrýni fyrir tiltækið á þeim forsendum að hann þiggi rithöfundalaun og að fyrir vikið eigi hann ekkert með að vera að skrifa bækur, þótt litlar séu, fyrir útvalda fjársterka aðila. Að hann hafi samfélagslegar skyldur við sinn launagreiðanda, skattgreiðendur, og eigi því að einbeita sér að því að skrifa aðeins fyrir þá. Bragi blæs á þessa gagnrýni í úttekt sem birtist í Reykjavík vikublað eftir Atla Þór Fanndal blaðamann á sambandi listamanna við fjársterka einstaklinga og fyrirtæki í samfélaginu hverju sinni. Auðvitað er hverjum þeim sem starfar að einhverju eða öllu leyti fyrir hið opinbera í sjálfsvald sett hvort viðkomandi tekur að sér aukavinnu eða ei. Mikilvægt er að hafa í huga að gerðar eru kröfur til rithöfunda sem og annarra listamanna um að þeir skili afköstum – skrifi bækur, máli myndir o.s.frv. Að rithöfunda- og listamannalaun séu greidd fyrir ekki neitt er meinlegur misskilningur í besta falli. Það sem er sýnu athyglisverðara er að Bragi virðist kappkosta að draga úr gildi bókarinnar. „Þetta er bara vara sem ég er að selja,“ segir Bragi við Atla Þór og bendir á þetta sé bara æfing fyrir annað og meira verk. Það er væntanlega dálítið svekkjandi fyrir kaupandann að listamanninum þyki þetta svona ómerkilegt en svo má velta því fyrir sér hvort skoðun Braga á bókarkorninu skipti í raun einhverju máli. Líkast til ekki. Listaverk hafa gildi í sjálfu sér og skáldsögur eru í eðli sínu listaverk. Góð, slæm eða eitthvað þar á milli. Moska Chistophs Büchel í Feneyjum er listaverk. Sumum finnst það gott en öðrum ekki en þeir sem hata það mest reyna að hafna því að hér sé í raun listaverk á ferð. Það er líkast til vegna þess að það er óþægur ljár í þúfu valdhafa.Krefur samfélagið um umræðu sem yfirvöld vilja síður að eigi sér stað. Ólíkt Braga Ólafassyni þá kýs Christoph Büchel að tjá sig ekki um gildi verksins eða verkið yfirhöfuð. Það rýrir hvorki né eykur á gildi þess. Verkið hefur verið bannfært og meinað almenningi. Bögglapóststofa Braga er líka meinuð almenningi. En á gjörólíkum forsendum. Gamma vill sitja að verkinu ásamt útvöldum vinum í krafti þess að þeir keyptu það eins og þeir kaupa texta af auglýsingastofu. En Gamma keypti verkið af skapara þess, og í sátt við hann fjármögnuðu þeir skrif bókarinnar. Það breytir öllu – óháð því hvað okkur kann að finnast um mátt peninga í nútíma menningarsamfélagi. Það er annað mál. En verk Christophs Büchel er aftur á móti fjármagnað fyrir almannafé og því er ætlað að rata til almennings með einum eða öðrum hætti. Bannfæring feneyskra yfirvalda er því aðför að íslensku tjáningarfrelsi. Slík þöggun er ólíðandi með öllu. Íslensk stjórnvöld hljóta að vilja andæfa slíkri þöggun. Að öðrum kosti að spyrja sig, hvað banna valdhafar næst? Ítalskar þýðingar á verkum Braga Ólafssonar?
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun