Bannaður Bragi Magnús Guðmundsson skrifar 1. júní 2015 07:00 Fyrir ekki alls löngu skrifaði Bragi Ólafsson rithöfundur bókina Bögglapóststofan eftir pöntun fyrirtækisins Gamma sem dreifði bókarkorninu til 300 viðskipta- og vildarvina fyrirtækisins. Bragi hefur mátt sæta gagnrýni fyrir tiltækið á þeim forsendum að hann þiggi rithöfundalaun og að fyrir vikið eigi hann ekkert með að vera að skrifa bækur, þótt litlar séu, fyrir útvalda fjársterka aðila. Að hann hafi samfélagslegar skyldur við sinn launagreiðanda, skattgreiðendur, og eigi því að einbeita sér að því að skrifa aðeins fyrir þá. Bragi blæs á þessa gagnrýni í úttekt sem birtist í Reykjavík vikublað eftir Atla Þór Fanndal blaðamann á sambandi listamanna við fjársterka einstaklinga og fyrirtæki í samfélaginu hverju sinni. Auðvitað er hverjum þeim sem starfar að einhverju eða öllu leyti fyrir hið opinbera í sjálfsvald sett hvort viðkomandi tekur að sér aukavinnu eða ei. Mikilvægt er að hafa í huga að gerðar eru kröfur til rithöfunda sem og annarra listamanna um að þeir skili afköstum – skrifi bækur, máli myndir o.s.frv. Að rithöfunda- og listamannalaun séu greidd fyrir ekki neitt er meinlegur misskilningur í besta falli. Það sem er sýnu athyglisverðara er að Bragi virðist kappkosta að draga úr gildi bókarinnar. „Þetta er bara vara sem ég er að selja,“ segir Bragi við Atla Þór og bendir á þetta sé bara æfing fyrir annað og meira verk. Það er væntanlega dálítið svekkjandi fyrir kaupandann að listamanninum þyki þetta svona ómerkilegt en svo má velta því fyrir sér hvort skoðun Braga á bókarkorninu skipti í raun einhverju máli. Líkast til ekki. Listaverk hafa gildi í sjálfu sér og skáldsögur eru í eðli sínu listaverk. Góð, slæm eða eitthvað þar á milli. Moska Chistophs Büchel í Feneyjum er listaverk. Sumum finnst það gott en öðrum ekki en þeir sem hata það mest reyna að hafna því að hér sé í raun listaverk á ferð. Það er líkast til vegna þess að það er óþægur ljár í þúfu valdhafa.Krefur samfélagið um umræðu sem yfirvöld vilja síður að eigi sér stað. Ólíkt Braga Ólafassyni þá kýs Christoph Büchel að tjá sig ekki um gildi verksins eða verkið yfirhöfuð. Það rýrir hvorki né eykur á gildi þess. Verkið hefur verið bannfært og meinað almenningi. Bögglapóststofa Braga er líka meinuð almenningi. En á gjörólíkum forsendum. Gamma vill sitja að verkinu ásamt útvöldum vinum í krafti þess að þeir keyptu það eins og þeir kaupa texta af auglýsingastofu. En Gamma keypti verkið af skapara þess, og í sátt við hann fjármögnuðu þeir skrif bókarinnar. Það breytir öllu – óháð því hvað okkur kann að finnast um mátt peninga í nútíma menningarsamfélagi. Það er annað mál. En verk Christophs Büchel er aftur á móti fjármagnað fyrir almannafé og því er ætlað að rata til almennings með einum eða öðrum hætti. Bannfæring feneyskra yfirvalda er því aðför að íslensku tjáningarfrelsi. Slík þöggun er ólíðandi með öllu. Íslensk stjórnvöld hljóta að vilja andæfa slíkri þöggun. Að öðrum kosti að spyrja sig, hvað banna valdhafar næst? Ítalskar þýðingar á verkum Braga Ólafssonar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Fyrir ekki alls löngu skrifaði Bragi Ólafsson rithöfundur bókina Bögglapóststofan eftir pöntun fyrirtækisins Gamma sem dreifði bókarkorninu til 300 viðskipta- og vildarvina fyrirtækisins. Bragi hefur mátt sæta gagnrýni fyrir tiltækið á þeim forsendum að hann þiggi rithöfundalaun og að fyrir vikið eigi hann ekkert með að vera að skrifa bækur, þótt litlar séu, fyrir útvalda fjársterka aðila. Að hann hafi samfélagslegar skyldur við sinn launagreiðanda, skattgreiðendur, og eigi því að einbeita sér að því að skrifa aðeins fyrir þá. Bragi blæs á þessa gagnrýni í úttekt sem birtist í Reykjavík vikublað eftir Atla Þór Fanndal blaðamann á sambandi listamanna við fjársterka einstaklinga og fyrirtæki í samfélaginu hverju sinni. Auðvitað er hverjum þeim sem starfar að einhverju eða öllu leyti fyrir hið opinbera í sjálfsvald sett hvort viðkomandi tekur að sér aukavinnu eða ei. Mikilvægt er að hafa í huga að gerðar eru kröfur til rithöfunda sem og annarra listamanna um að þeir skili afköstum – skrifi bækur, máli myndir o.s.frv. Að rithöfunda- og listamannalaun séu greidd fyrir ekki neitt er meinlegur misskilningur í besta falli. Það sem er sýnu athyglisverðara er að Bragi virðist kappkosta að draga úr gildi bókarinnar. „Þetta er bara vara sem ég er að selja,“ segir Bragi við Atla Þór og bendir á þetta sé bara æfing fyrir annað og meira verk. Það er væntanlega dálítið svekkjandi fyrir kaupandann að listamanninum þyki þetta svona ómerkilegt en svo má velta því fyrir sér hvort skoðun Braga á bókarkorninu skipti í raun einhverju máli. Líkast til ekki. Listaverk hafa gildi í sjálfu sér og skáldsögur eru í eðli sínu listaverk. Góð, slæm eða eitthvað þar á milli. Moska Chistophs Büchel í Feneyjum er listaverk. Sumum finnst það gott en öðrum ekki en þeir sem hata það mest reyna að hafna því að hér sé í raun listaverk á ferð. Það er líkast til vegna þess að það er óþægur ljár í þúfu valdhafa.Krefur samfélagið um umræðu sem yfirvöld vilja síður að eigi sér stað. Ólíkt Braga Ólafassyni þá kýs Christoph Büchel að tjá sig ekki um gildi verksins eða verkið yfirhöfuð. Það rýrir hvorki né eykur á gildi þess. Verkið hefur verið bannfært og meinað almenningi. Bögglapóststofa Braga er líka meinuð almenningi. En á gjörólíkum forsendum. Gamma vill sitja að verkinu ásamt útvöldum vinum í krafti þess að þeir keyptu það eins og þeir kaupa texta af auglýsingastofu. En Gamma keypti verkið af skapara þess, og í sátt við hann fjármögnuðu þeir skrif bókarinnar. Það breytir öllu – óháð því hvað okkur kann að finnast um mátt peninga í nútíma menningarsamfélagi. Það er annað mál. En verk Christophs Büchel er aftur á móti fjármagnað fyrir almannafé og því er ætlað að rata til almennings með einum eða öðrum hætti. Bannfæring feneyskra yfirvalda er því aðför að íslensku tjáningarfrelsi. Slík þöggun er ólíðandi með öllu. Íslensk stjórnvöld hljóta að vilja andæfa slíkri þöggun. Að öðrum kosti að spyrja sig, hvað banna valdhafar næst? Ítalskar þýðingar á verkum Braga Ólafssonar?
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar