Hús andanna Guðmundur Andri Thorsson skrifar 1. júní 2015 07:00 Ég brá mér í Safnahúsið við Hverfisgötu. Á leiðinni ók ég framhjá Perlunni sem var umkomulaus að sjá og undraðist enn hvers vegna ekkert miðar í því að koma Náttúrugripasafninu upp þar – er þar um að kenna dáðleysi menntamálaráðherrans eða telur ríkisstjórnin sig vera búna að leysa málið nú þegar búið er að koma geirfuglinum fyrir í kústaskáp í Safnahúsinu?Margt sem vaknar En sem sé: brá mér í Safnahúsið og skoðaði sýninguna Sjónarhorn sem Markús Andrésson hefur sett upp í því skyni að sýna okkur hitt og þetta úr íslenskum myndheimi – og hugmyndaheimi – í aldanna rás og frá ýmsum sjónarhornum, eins og þetta dásamlega rangalahús býður svo sannarlega upp á. Það var gaman skoða sýninguna; hún er falleg. Það má jafnvel nota um hana það margþvælda orðalag, að þar sé „skemmtilega unnið með rýmið“. Þau viðhorf hafa sést að sýningin vitni um að sýningarstjórarnir séu að verða of fyrirferðarmiklir í veröld safna og myndlistar en erfitt er að koma auga á það vandamál hér. Vissulega skynjar maður hugsun og þráð í sýningunni, en það er ekki til vansa. Hlutum er skipað saman af hugkvæmni og hæfilegum húmor - en líka alúð – og margt sem vaknar í menningarminninu þegar maður röltir þarna um, margt sem gleður augað og vekur hugann; hvort heldur það eru hlutir úr litla heiminum umhverfis mann eða úr hinu opinbera rými. Gömul plötuumslög, kort, hannyrðir, húsgögn, Kjarvalsmálverk, útskurður: sýningarstjórinn er nokkurs konar menningarlegur DJ á fullu við að búa ný og ný remix menningarsögunnar og blöndur sem virka – eða virka ekki. Og ýmislegt sem verður útundan. Ég saknaði lausavísunnar, þó að hún sé bara orð og hugarmyndir – eða kannski einmitt þess vegna – og ég saknaði módernistanna sem höfðu svo ótrúlega sterk áhrif á þjóðlífið um miðja síðustu öld, svo að eitthvað sé nefnt. Jónsbókarhandritum er sérlega fallega stillt upp og listfengi þeirra skrifara sem þau gerðu stillt upp andspænis þeim Sölva Helgasyni og Bjarna Þórarinssyni (arftaka Sölva í vissum skilningi) sem báðir nota þéttskrifaðan texta til að skrá sín eigin lög og prívatheim (grafómanían!) en á vegg þar hjá er Ragnar Kjartansson að syngja og spila á gítar í þögulli mynd; eins og til að ítreka að þessi handrit séu ekki fyrst og fremst texti heldur kallist á við gjörningameistara nútímans.Hús andanna Ríkjandi sjónarmið í menningarsögu Íslendinga og sjálfsmynd hefur fram á síðustu ár verið að líta á þessa fortíð okkar sem nokkurs konar texta. Handritin eru samkvæmt þessum skilningi þjóðargersemar sem gáfu Íslendingum sinn þegnrétt í samfélagi þjóðanna. Og vissulega var ritræpa Íslendinga slík gegnum aldirnar að þeir voru sennilega um hríð ritóðasta þjóð Evrópu, mætti jafnvel rökstyðja að þjóðarsjúkdómar Íslendinga hafi verið tveir, alkóhólismi og grafómanía. Það eimir eftir af þessari áráttu í sjálfsævisagnagerð Íslendinga sem fram á síðustu ár var útbreiddari iðja en víðast hvar; og vitnar um þörf fyrir að skynja ævi sína og störf sem texta. Að ógleymdum minningargreinunum í Mogganum sem nú eru komnar fram yfir mitt blað. Alltof mikið var einblínt á sögur og handrit í íslenskri menningarsögu allt fram á síðustu ár: Jón Helgason og Árni Magnússon voru báðir gersamlega áhugalausir um þau nótnahandrit sem á vegi þeirra urðu – Árni hreinlega skar þau niður í ræmur og notaði í bókband og Jón lét sem hann sæi þau ekki – svo að eyður eru í vitneskju okkar um tónlistarsöguna sem ýmislegt bendir til að hafi ekki verið alveg jafn fáskrúðug og okkur hefur verið talin trú um. Myndefnið sem við eigum frá fyrri öldum er með sanni ósköp lítilfjörlegt og bendir til allsherjar og furðu útbreiddrar vankunnáttu í öllu sem viðkom myndlist. Þar með er ekki sagt að við getum ekki nálgast íslenskan veruleika fyrri alda á sjónrænan hátt. Þessi sýning leiðir það meðal annars í ljós. Þessi endurskoðun opnar víddir í sjálfsvitund þjóðarinnar. En það má samt ekki alveg gleyma því að Íslendingar voru og eru þrátt fyrir allt bókmenntaþjóð. Þeim arfi má alveg halda á lofti. Og af því að öll íslensk menningarumræða endar alltaf í því að tala um hús: þegar þessi sýning rennur sitt skeið á enda í Safnahúsinu – mætti þá ekki hugleiða að gera það að húsi bókmenntanna? Við eigum ýmsa ágæta sýningarsali en ekkert hús bókmenntanna er til. Andi bóka og grúsks svífur þarna enn um sali og þegar skyggja tekur fara áreiðanlega á kreik gamlir og rallhálfir bókmenntadraugar. Þarna gæti verið sýning á handritunum og reynt að opna heimsmynd þeirra; og þau þá jafnframt sýnd sem þau handrit sem þau eru en ekki sem partur af verkum nútímamyndlistarmanna eins og farið er að tíðkast. Þarna gæti verið ýmis starfsemi tengd bókmenntunum, skrifstofur bókmenntamiðstöðva og rithöfunda; upplestrar, sýningar, uppákomur og innsetningar, ættfræðiþing og afbyggingarmót, vísnagleði og rappara-rimmur; frábært bókasafn og værukærir bókaverðir. Og í lessalnum sætu skáldin hljóð og skrifuðu við ym aldanna úr öllum þeim annálum og kirkjubókum sem þarna hafa legið og tækju flugið í uppstreyminu frá öllum þeim hugsunum sem þarna hafa svifið frá einu heilabúi til annars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Sjá meira
Ég brá mér í Safnahúsið við Hverfisgötu. Á leiðinni ók ég framhjá Perlunni sem var umkomulaus að sjá og undraðist enn hvers vegna ekkert miðar í því að koma Náttúrugripasafninu upp þar – er þar um að kenna dáðleysi menntamálaráðherrans eða telur ríkisstjórnin sig vera búna að leysa málið nú þegar búið er að koma geirfuglinum fyrir í kústaskáp í Safnahúsinu?Margt sem vaknar En sem sé: brá mér í Safnahúsið og skoðaði sýninguna Sjónarhorn sem Markús Andrésson hefur sett upp í því skyni að sýna okkur hitt og þetta úr íslenskum myndheimi – og hugmyndaheimi – í aldanna rás og frá ýmsum sjónarhornum, eins og þetta dásamlega rangalahús býður svo sannarlega upp á. Það var gaman skoða sýninguna; hún er falleg. Það má jafnvel nota um hana það margþvælda orðalag, að þar sé „skemmtilega unnið með rýmið“. Þau viðhorf hafa sést að sýningin vitni um að sýningarstjórarnir séu að verða of fyrirferðarmiklir í veröld safna og myndlistar en erfitt er að koma auga á það vandamál hér. Vissulega skynjar maður hugsun og þráð í sýningunni, en það er ekki til vansa. Hlutum er skipað saman af hugkvæmni og hæfilegum húmor - en líka alúð – og margt sem vaknar í menningarminninu þegar maður röltir þarna um, margt sem gleður augað og vekur hugann; hvort heldur það eru hlutir úr litla heiminum umhverfis mann eða úr hinu opinbera rými. Gömul plötuumslög, kort, hannyrðir, húsgögn, Kjarvalsmálverk, útskurður: sýningarstjórinn er nokkurs konar menningarlegur DJ á fullu við að búa ný og ný remix menningarsögunnar og blöndur sem virka – eða virka ekki. Og ýmislegt sem verður útundan. Ég saknaði lausavísunnar, þó að hún sé bara orð og hugarmyndir – eða kannski einmitt þess vegna – og ég saknaði módernistanna sem höfðu svo ótrúlega sterk áhrif á þjóðlífið um miðja síðustu öld, svo að eitthvað sé nefnt. Jónsbókarhandritum er sérlega fallega stillt upp og listfengi þeirra skrifara sem þau gerðu stillt upp andspænis þeim Sölva Helgasyni og Bjarna Þórarinssyni (arftaka Sölva í vissum skilningi) sem báðir nota þéttskrifaðan texta til að skrá sín eigin lög og prívatheim (grafómanían!) en á vegg þar hjá er Ragnar Kjartansson að syngja og spila á gítar í þögulli mynd; eins og til að ítreka að þessi handrit séu ekki fyrst og fremst texti heldur kallist á við gjörningameistara nútímans.Hús andanna Ríkjandi sjónarmið í menningarsögu Íslendinga og sjálfsmynd hefur fram á síðustu ár verið að líta á þessa fortíð okkar sem nokkurs konar texta. Handritin eru samkvæmt þessum skilningi þjóðargersemar sem gáfu Íslendingum sinn þegnrétt í samfélagi þjóðanna. Og vissulega var ritræpa Íslendinga slík gegnum aldirnar að þeir voru sennilega um hríð ritóðasta þjóð Evrópu, mætti jafnvel rökstyðja að þjóðarsjúkdómar Íslendinga hafi verið tveir, alkóhólismi og grafómanía. Það eimir eftir af þessari áráttu í sjálfsævisagnagerð Íslendinga sem fram á síðustu ár var útbreiddari iðja en víðast hvar; og vitnar um þörf fyrir að skynja ævi sína og störf sem texta. Að ógleymdum minningargreinunum í Mogganum sem nú eru komnar fram yfir mitt blað. Alltof mikið var einblínt á sögur og handrit í íslenskri menningarsögu allt fram á síðustu ár: Jón Helgason og Árni Magnússon voru báðir gersamlega áhugalausir um þau nótnahandrit sem á vegi þeirra urðu – Árni hreinlega skar þau niður í ræmur og notaði í bókband og Jón lét sem hann sæi þau ekki – svo að eyður eru í vitneskju okkar um tónlistarsöguna sem ýmislegt bendir til að hafi ekki verið alveg jafn fáskrúðug og okkur hefur verið talin trú um. Myndefnið sem við eigum frá fyrri öldum er með sanni ósköp lítilfjörlegt og bendir til allsherjar og furðu útbreiddrar vankunnáttu í öllu sem viðkom myndlist. Þar með er ekki sagt að við getum ekki nálgast íslenskan veruleika fyrri alda á sjónrænan hátt. Þessi sýning leiðir það meðal annars í ljós. Þessi endurskoðun opnar víddir í sjálfsvitund þjóðarinnar. En það má samt ekki alveg gleyma því að Íslendingar voru og eru þrátt fyrir allt bókmenntaþjóð. Þeim arfi má alveg halda á lofti. Og af því að öll íslensk menningarumræða endar alltaf í því að tala um hús: þegar þessi sýning rennur sitt skeið á enda í Safnahúsinu – mætti þá ekki hugleiða að gera það að húsi bókmenntanna? Við eigum ýmsa ágæta sýningarsali en ekkert hús bókmenntanna er til. Andi bóka og grúsks svífur þarna enn um sali og þegar skyggja tekur fara áreiðanlega á kreik gamlir og rallhálfir bókmenntadraugar. Þarna gæti verið sýning á handritunum og reynt að opna heimsmynd þeirra; og þau þá jafnframt sýnd sem þau handrit sem þau eru en ekki sem partur af verkum nútímamyndlistarmanna eins og farið er að tíðkast. Þarna gæti verið ýmis starfsemi tengd bókmenntunum, skrifstofur bókmenntamiðstöðva og rithöfunda; upplestrar, sýningar, uppákomur og innsetningar, ættfræðiþing og afbyggingarmót, vísnagleði og rappara-rimmur; frábært bókasafn og værukærir bókaverðir. Og í lessalnum sætu skáldin hljóð og skrifuðu við ym aldanna úr öllum þeim annálum og kirkjubókum sem þarna hafa legið og tækju flugið í uppstreyminu frá öllum þeim hugsunum sem þarna hafa svifið frá einu heilabúi til annars.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar