Við þurfum á hjúkrunarfræðingum að halda! Ólafur G. Skúlason skrifar 29. maí 2015 07:00 Heilbrigðiskerfið verður ekki rekið án hjúkrunarfræðinga sem standa við hlið skjólstæðinga sinna allan sólarhringinn allt árið um kring. Stéttin er sú fjölmennasta innan heilbrigðiskerfisins og í flestum löndum er litið á hjúkrunarfræðinga sem lykilstarfsmenn við eflingu heilbrigðisþjónustu í ljósi þekkingar þeirra og hæfni. Nú í verkfalli hjúkrunarfræðinga er mönnun víða sú sama og á venjubundnum vinnudegi. Þetta staðfestir öryggislisti ríkisins. Þar er tiltekinn sá fjöldi stöðugilda hjúkrunarfræðinga sem nauðsynlegur er til að tryggja lágmarksöryggi sjúklinga og sinna lífsbjargandi þjónustu. Þessi slæma mönnun heilbrigðisstofnana er tilkomin vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Víða hefur verið veitt heimild til að fjölga hjúkrunarfræðingum á deildum en þeir hafa ekki fengist til starfa. Laus störf eru auglýst en enginn sækir um. Hér er landlægur skortur á hjúkrunarfræðingum og hefur verið til fjölda ára eins og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur margoft bent á og varað við ástandinu sem fer hratt versnandi. Margir hjúkrunarfræðingar velja, því miður, að mennta sig út úr stéttinni í leit að bættum launum og betri vinnutíma. Þeir sækja í annað háskólanám í stað þess að sérhæfa sig í hjúkrun og vinna við fagið. Á næstu þremur árum geta 900 hjúkrunarfræðingar látið af störfum vegna aldurs. Á sama tíma næst að mennta tæplega 450 hjúkrunarfræðinga. Það þarf ekki stærðfræðisnilling til að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp. Ofan á þetta bætist að íslenskir hjúkrunarfræðingar, í ljósi sinnar góðu menntunar og hæfni, eru mjög eftirsóttir til starfa erlendis. Sífellt fleiri hjúkrunarfræðingar starfa erlendis í lengri eða skemmri tíma. Staðan er alvarleg. Auðveldlega geta allir íslenskir hjúkrunarfræðingar fengið vinnu erlendis og eftirspurnin eykst. Sem dæmi má nefna að á næstu fimm árum mun vanta 20.000 hjúkrunarfræðinga í Noregi og um 650.000 hjúkrunarfræðinga í Ameríku.Þörfin eykst jafnt og þétt Við þurfum á öllum okkar hjúkrunarfræðingum að halda og þörfin mun aukast verulega á næstu árum með hliðsjón af mikilli fjölgun aldraðra í samfélaginu. Þörfin fyrir heilsugæsluhjúkrun og heimahjúkrun mun aukast jafnt og þétt. Einnig er brýnt að auka forvarnarstarf hjúkrunarfræðinga til að efla heilbrigði þjóðarinnar og fyrirbyggja veikindi. Markmið okkar hjúkrunarfræðinga í núverandi verkfalli er að laun okkar verði sambærileg við laun annarra háskólamenntaðra ríkistarfsmanna. Hjúkrunarstarfið verður að vera samkeppnishæft við aðrar fagstéttir til að tryggja nýliðun og halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Ljóst er að kynbundinn launamunur er til staðar hjá ríkinu líkt og sýnt hefur verið fram á með nýlegum gögnum. Augljóst er að hefðbundnar karlastéttir eru betur launaðar en hefðbundnar kvennastéttir. Það er því einnig markmið okkar að stigið sé ákveðið skref í því að útrýma launamun kynjanna hjá hinu opinbera. Við viljum öll að hér á landi sé öflugt og öruggt heilbrigðiskerfi. Forsenda þess er að hér starfi nægjanlegur fjöldi hjúkrunarfræðinga. Fyrsta skrefið til að tryggja það er að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga. Það er staðföst trú mín að með bættum kjörum leiti hjúkrunarfræðingar aftur inn í fagið og verði öflugir þátttakendur í því mikla og nauðsynlega uppbyggingarstarfi sem framundan er í íslensku heilbrigðiskerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið verður ekki rekið án hjúkrunarfræðinga sem standa við hlið skjólstæðinga sinna allan sólarhringinn allt árið um kring. Stéttin er sú fjölmennasta innan heilbrigðiskerfisins og í flestum löndum er litið á hjúkrunarfræðinga sem lykilstarfsmenn við eflingu heilbrigðisþjónustu í ljósi þekkingar þeirra og hæfni. Nú í verkfalli hjúkrunarfræðinga er mönnun víða sú sama og á venjubundnum vinnudegi. Þetta staðfestir öryggislisti ríkisins. Þar er tiltekinn sá fjöldi stöðugilda hjúkrunarfræðinga sem nauðsynlegur er til að tryggja lágmarksöryggi sjúklinga og sinna lífsbjargandi þjónustu. Þessi slæma mönnun heilbrigðisstofnana er tilkomin vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Víða hefur verið veitt heimild til að fjölga hjúkrunarfræðingum á deildum en þeir hafa ekki fengist til starfa. Laus störf eru auglýst en enginn sækir um. Hér er landlægur skortur á hjúkrunarfræðingum og hefur verið til fjölda ára eins og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur margoft bent á og varað við ástandinu sem fer hratt versnandi. Margir hjúkrunarfræðingar velja, því miður, að mennta sig út úr stéttinni í leit að bættum launum og betri vinnutíma. Þeir sækja í annað háskólanám í stað þess að sérhæfa sig í hjúkrun og vinna við fagið. Á næstu þremur árum geta 900 hjúkrunarfræðingar látið af störfum vegna aldurs. Á sama tíma næst að mennta tæplega 450 hjúkrunarfræðinga. Það þarf ekki stærðfræðisnilling til að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp. Ofan á þetta bætist að íslenskir hjúkrunarfræðingar, í ljósi sinnar góðu menntunar og hæfni, eru mjög eftirsóttir til starfa erlendis. Sífellt fleiri hjúkrunarfræðingar starfa erlendis í lengri eða skemmri tíma. Staðan er alvarleg. Auðveldlega geta allir íslenskir hjúkrunarfræðingar fengið vinnu erlendis og eftirspurnin eykst. Sem dæmi má nefna að á næstu fimm árum mun vanta 20.000 hjúkrunarfræðinga í Noregi og um 650.000 hjúkrunarfræðinga í Ameríku.Þörfin eykst jafnt og þétt Við þurfum á öllum okkar hjúkrunarfræðingum að halda og þörfin mun aukast verulega á næstu árum með hliðsjón af mikilli fjölgun aldraðra í samfélaginu. Þörfin fyrir heilsugæsluhjúkrun og heimahjúkrun mun aukast jafnt og þétt. Einnig er brýnt að auka forvarnarstarf hjúkrunarfræðinga til að efla heilbrigði þjóðarinnar og fyrirbyggja veikindi. Markmið okkar hjúkrunarfræðinga í núverandi verkfalli er að laun okkar verði sambærileg við laun annarra háskólamenntaðra ríkistarfsmanna. Hjúkrunarstarfið verður að vera samkeppnishæft við aðrar fagstéttir til að tryggja nýliðun og halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Ljóst er að kynbundinn launamunur er til staðar hjá ríkinu líkt og sýnt hefur verið fram á með nýlegum gögnum. Augljóst er að hefðbundnar karlastéttir eru betur launaðar en hefðbundnar kvennastéttir. Það er því einnig markmið okkar að stigið sé ákveðið skref í því að útrýma launamun kynjanna hjá hinu opinbera. Við viljum öll að hér á landi sé öflugt og öruggt heilbrigðiskerfi. Forsenda þess er að hér starfi nægjanlegur fjöldi hjúkrunarfræðinga. Fyrsta skrefið til að tryggja það er að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga. Það er staðföst trú mín að með bættum kjörum leiti hjúkrunarfræðingar aftur inn í fagið og verði öflugir þátttakendur í því mikla og nauðsynlega uppbyggingarstarfi sem framundan er í íslensku heilbrigðiskerfi.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar