Gagnrýna hátt verðlag á ferðamannastöðum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. maí 2015 09:15 Neytendasamtökin munu skoða verðlag á ferðamannastöðum á næstu misserum. VÍSIR/GVA „Ferðamenn skilja oft ekki hvernig við Íslendingar getum lifað á þessu landi. Þeir tala þá aðallega um verð á mat og verð á veitingastöðum miðað við meðallaun Íslendinga," segir Kári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna, um hátt verðlag á ferðamannastöðum á Íslandi. Kári hefur að undanförnu skoðað verð á ýmsum ferðamannastöðum á landinu. „Hátt verðlag á ferðamannastöðum er mjög neikvætt fyrir erlenda ferðamenn sem og Íslendinga sem langar að ferðast um landið,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.Jóhannes Gunnarsson„Verðlagning á Íslandi er frjáls og hafa Neytendasamtökin því engar lagaheimildir til þess að grípa til aðgerða gegn ríflegri álagningu á ferðamannastöðum. Ef menn eru þó farnir að fara langt yfir það sem eðlilegt telst verðum við að kanna hvað sé hægt að gera,“ segir Jóhannes og bætir því við að hátt verðlag á ferðamannastöðum sé gagnrýnisvert fyrir Ísland sem ferðamannaland. „Ég minni líka á það að neytendur á Íslandi eiga að vera gagnrýnir og forðast staði sem selja á óhóflegu verði.“ Neytendasamtökin munu skoða verðlag á ferðamannastöðum á næstu misserum. „Ég var með ferðamann um daginn sem keypti sér bol á 1.500 kr. merktan Hellisheiðarvirkjun. Daginn eftir vorum við í Bláa lóninu og þar kostaði bolur merktur frá þeim um 4.950 kr. Ekki get ég ímyndað mér mikinn gæðamun,” segir Kári.Kári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna.Kári skoðaði einnig verð á svokölluðum Bjórvettlingum. Bjórvettlingar eru framleiddir á íslandi og eru vettlingar úr ull með hólfi fyrir drykki sem haldast kaldir. „Mér var alveg ofboðið þegar ég sá verðið á vettlingunum í Vík. Þeir kostuðu heilar 5.000 kr., en sams konar vettlingar frá Icewear kosta 1.900 kr.“ Auk þessa skoðaði Kári verð á íslenska súkkulaðinu Omnom. „Sextíu og fimm grömm af súkkulaði á 1.490 kr. Hvað kosta þá 100 grömm? Ég spurði afgreiðslustúlku í Bláa lóninu hvort súkkulaðið seldist og hún sagði að mikið seldist af því,“ segir Kári og bætir við að hann bendi ferðamönnum á að kaupa súkkulaði frá Nóa Síríus á mun lægra verði. „Ég myndi ekki benda fólki á að kaupa súkkulaði frá Omnom.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
„Ferðamenn skilja oft ekki hvernig við Íslendingar getum lifað á þessu landi. Þeir tala þá aðallega um verð á mat og verð á veitingastöðum miðað við meðallaun Íslendinga," segir Kári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna, um hátt verðlag á ferðamannastöðum á Íslandi. Kári hefur að undanförnu skoðað verð á ýmsum ferðamannastöðum á landinu. „Hátt verðlag á ferðamannastöðum er mjög neikvætt fyrir erlenda ferðamenn sem og Íslendinga sem langar að ferðast um landið,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.Jóhannes Gunnarsson„Verðlagning á Íslandi er frjáls og hafa Neytendasamtökin því engar lagaheimildir til þess að grípa til aðgerða gegn ríflegri álagningu á ferðamannastöðum. Ef menn eru þó farnir að fara langt yfir það sem eðlilegt telst verðum við að kanna hvað sé hægt að gera,“ segir Jóhannes og bætir því við að hátt verðlag á ferðamannastöðum sé gagnrýnisvert fyrir Ísland sem ferðamannaland. „Ég minni líka á það að neytendur á Íslandi eiga að vera gagnrýnir og forðast staði sem selja á óhóflegu verði.“ Neytendasamtökin munu skoða verðlag á ferðamannastöðum á næstu misserum. „Ég var með ferðamann um daginn sem keypti sér bol á 1.500 kr. merktan Hellisheiðarvirkjun. Daginn eftir vorum við í Bláa lóninu og þar kostaði bolur merktur frá þeim um 4.950 kr. Ekki get ég ímyndað mér mikinn gæðamun,” segir Kári.Kári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna.Kári skoðaði einnig verð á svokölluðum Bjórvettlingum. Bjórvettlingar eru framleiddir á íslandi og eru vettlingar úr ull með hólfi fyrir drykki sem haldast kaldir. „Mér var alveg ofboðið þegar ég sá verðið á vettlingunum í Vík. Þeir kostuðu heilar 5.000 kr., en sams konar vettlingar frá Icewear kosta 1.900 kr.“ Auk þessa skoðaði Kári verð á íslenska súkkulaðinu Omnom. „Sextíu og fimm grömm af súkkulaði á 1.490 kr. Hvað kosta þá 100 grömm? Ég spurði afgreiðslustúlku í Bláa lóninu hvort súkkulaðið seldist og hún sagði að mikið seldist af því,“ segir Kári og bætir við að hann bendi ferðamönnum á að kaupa súkkulaði frá Nóa Síríus á mun lægra verði. „Ég myndi ekki benda fólki á að kaupa súkkulaði frá Omnom.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira