Aníta öflug í að slá þessi eldgömlu Íslandsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2015 06:00 Aníta Hinriksdóttir. Vísir/EPA Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir hefur gert það að vana sínum að færa gömul Íslandsmet inn í nútímann og eitt slíkt bættist í hópinn á afar sterku móti í Hengelo í Hollandi um helgina. Aníta hljóp þá 1000 metra hlaup á 2:36,63 mínútum og bætti tæplega 33 ára gamalt met FH-ingsins Ragnheiðar Ólafsdóttur frá árinu 1982. Aníta endaði í fimmta sæti í hlaupinu, sem var stjörnum hlaðið, en rétt á undan henni var hin breska Jenny Meadows. Aníta átti flottan endasprett í hlaupinu og var á endanum aðeins einni sekúndu frá því að bæta Evrópumet unglinga í greininni. Evrópumetið er 2:35,4 mínútur og í eigu hinnar sovésku Irinu Nikitina (1979) og hinnar austurþýsku Katrin Wühn (1984). Aníta hefur nú bætt yfir 28 ára gömul Íslandsmet í fimm greinum innan- og utanhúss því áður hafði hún bætt metin í 800 metra hlaupunum inni og úti, 1500 metra hlaupinu inni og 1000 metra hlaupinu inni. Umrædd Ragnheiður Ólafsdóttir átti þrjú af þessum fimm metum og hún á líka metið í 1500 metra hlaupi sem gæti verið í hættu á Smáþjóðaleikunum í næsta mánuði gangi allt upp hjá Anítu. Ragnheiður setti það Íslandsmet 24. apríl 1987. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þessi fimm eldgömlu Íslandsmet sem Anítu hefur slegið frá 2012. Eins og öll þessi met þá var Aníta að bæta líka aldursflokkametin 18-19 ára og 20-22 ára. Aníta er fædd árið 1996 og er því enn gjaldgeng í báða flokka. Sunnudagurinn var svo flottur fyrir íslenskar frjálsíþróttakonur því Vigdís Jónsdóttir úr FH bætti Íslandsmet sitt í sleggjukasti þegar hún kastaði 58,43 metra í Kaplakrika.Eldgömlu metin sem Aníta Hinriksdóttir hefur slegið frá árinu 2012:34 ár, 10 mánuðir og 29 dagarMet Lilju Guðmundsdóttur í 1000 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 15. desember 2012 í Reykjavík. Metið var 2:52,1 mínútur en Aníta hljóp á 2:43,22 mínútum.34 ár, 10 mánuðir og 25 dagarMet Lilju Guðmundsdóttur í 800 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 21. janúar 2012 í Reykjavík. Metið var 2:09,72 mínútur en Aníta hljóp á 2:05,96 mínútum. Aníta hefur bætt það fimm sinnum; er 2:01,56 mín. í dag.32 ár, 10 mánuðir og 11 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 1000 metra hlaupi kvenna. Aníta Hinriksdóttir sló það 24. maí 2015 í Hengelo í Hollandi. Metið var 2:44,6 mínútur en Aníta hljóp á 2:36,63 mínútum. 31 ár, 11 mánuðir og 26 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 1500 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 27. janúar 2013 í Reykjavík. Metið var 4:21,49 mínútur en Aníta hljóp á 4:19,57mínútum. Aníta hefur bætt það einu sinni síðan; er 4:19,31 mín. í dag.28 ár, 10 mánuðir og 22 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 800 metra hlaupi kvenna. Aníta Hinriksdóttir sló það 24. júní 2012 í Mannheim í Þýskalandi. Metið var 2:04,90 mínútur en Aníta hljóp á 2:04,79 mínútum. Aníta hefur bætt það fjórum sinnum; er 2:00,49 mín. í dag. Frjálsar íþróttir Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Fleiri fréttir „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Íslandsmet féll í Andorra „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sjá meira
Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir hefur gert það að vana sínum að færa gömul Íslandsmet inn í nútímann og eitt slíkt bættist í hópinn á afar sterku móti í Hengelo í Hollandi um helgina. Aníta hljóp þá 1000 metra hlaup á 2:36,63 mínútum og bætti tæplega 33 ára gamalt met FH-ingsins Ragnheiðar Ólafsdóttur frá árinu 1982. Aníta endaði í fimmta sæti í hlaupinu, sem var stjörnum hlaðið, en rétt á undan henni var hin breska Jenny Meadows. Aníta átti flottan endasprett í hlaupinu og var á endanum aðeins einni sekúndu frá því að bæta Evrópumet unglinga í greininni. Evrópumetið er 2:35,4 mínútur og í eigu hinnar sovésku Irinu Nikitina (1979) og hinnar austurþýsku Katrin Wühn (1984). Aníta hefur nú bætt yfir 28 ára gömul Íslandsmet í fimm greinum innan- og utanhúss því áður hafði hún bætt metin í 800 metra hlaupunum inni og úti, 1500 metra hlaupinu inni og 1000 metra hlaupinu inni. Umrædd Ragnheiður Ólafsdóttir átti þrjú af þessum fimm metum og hún á líka metið í 1500 metra hlaupi sem gæti verið í hættu á Smáþjóðaleikunum í næsta mánuði gangi allt upp hjá Anítu. Ragnheiður setti það Íslandsmet 24. apríl 1987. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þessi fimm eldgömlu Íslandsmet sem Anítu hefur slegið frá 2012. Eins og öll þessi met þá var Aníta að bæta líka aldursflokkametin 18-19 ára og 20-22 ára. Aníta er fædd árið 1996 og er því enn gjaldgeng í báða flokka. Sunnudagurinn var svo flottur fyrir íslenskar frjálsíþróttakonur því Vigdís Jónsdóttir úr FH bætti Íslandsmet sitt í sleggjukasti þegar hún kastaði 58,43 metra í Kaplakrika.Eldgömlu metin sem Aníta Hinriksdóttir hefur slegið frá árinu 2012:34 ár, 10 mánuðir og 29 dagarMet Lilju Guðmundsdóttur í 1000 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 15. desember 2012 í Reykjavík. Metið var 2:52,1 mínútur en Aníta hljóp á 2:43,22 mínútum.34 ár, 10 mánuðir og 25 dagarMet Lilju Guðmundsdóttur í 800 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 21. janúar 2012 í Reykjavík. Metið var 2:09,72 mínútur en Aníta hljóp á 2:05,96 mínútum. Aníta hefur bætt það fimm sinnum; er 2:01,56 mín. í dag.32 ár, 10 mánuðir og 11 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 1000 metra hlaupi kvenna. Aníta Hinriksdóttir sló það 24. maí 2015 í Hengelo í Hollandi. Metið var 2:44,6 mínútur en Aníta hljóp á 2:36,63 mínútum. 31 ár, 11 mánuðir og 26 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 1500 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 27. janúar 2013 í Reykjavík. Metið var 4:21,49 mínútur en Aníta hljóp á 4:19,57mínútum. Aníta hefur bætt það einu sinni síðan; er 4:19,31 mín. í dag.28 ár, 10 mánuðir og 22 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 800 metra hlaupi kvenna. Aníta Hinriksdóttir sló það 24. júní 2012 í Mannheim í Þýskalandi. Metið var 2:04,90 mínútur en Aníta hljóp á 2:04,79 mínútum. Aníta hefur bætt það fjórum sinnum; er 2:00,49 mín. í dag.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Fleiri fréttir „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Íslandsmet féll í Andorra „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sjá meira