Nýtt X, takk Ari Trausti Guðmundsson skrifar 20. maí 2015 00:00 Mannúðleg heimspeki, lífsskoðun, grunnhugmynd eða hvaðeina sem menn vilja nefna leiðarhnoða manna í stjórnmálum, þarf ekki að vera flókin til að virka. Á Íslandi og víðar, burtséð frá gölluðu hagkerfi, er afar stór hópur sem getur tekið undir eftirfarandi: Við viljum sem mestan jöfnuð í lífsgæðum. Við viljum góð tækifæri til að ráða málum okkar sjálf, sem sagt jafnræði. Við viljum jafnrétti og sem mest mannréttindi. Þarna sjá menn j-in þrjú, sem ásamt stýrðu (en ekki ótakmörkuðu) frelsi til athafna, heimiluðu framfarir fyrir margt löngu; voru visst uppgjör við stöðnuð yfirstéttarveldi. Nú til dags standa m.a. samþjöppun auðs, fáveldi mokríkra einstaklinga og völd alþjóðlegra hringa, í skjóli fjárfreks hervalds, í vegi fyrir j-unum þremur. Við bætist ógn við heimsbyggðina vegna harkalegrar auðlindanýtingar og hlýnunar sem fyrirhyggjulaus orkustefna veldur; vegna rányrkju í stað raunyrkju. Ísland fer ekki varhluta af þessu. Hrunið og átökin í samfélaginu um helstu álitamál hafa skipt þeim er hafa áhuga á pólitík í marga hópa. Við höfum í bili ekki önnur verkfæri til að brúka í þeim átökum en fjölmiðlana, framboðsflokka, þingið, sveitarstjórnir og margvísleg hagsmuna- og áhugasamtök. Við teljumst vera virkt þingbundið lýðræðisríki.Hagur almennings í húfi Við þessar aðstæður verða þeir sem bera j-in þrjú fyrir brjósti, með býsna ólíkum skilningi þó, að vinna saman í að minnsta kosti nokkur ár, við að rétta af slagsíðu samfélagsins í nafni réttlætis. Hvað sem þröngum en skánandi hag ríkisins líður, teiknum um þolanlega (?) stöðu hagkerfisins í heild og pælingum um afnám gjaldeyrishafta, bíða mörg verkefni úrlausna þar sem hagur almennings og lífskjör eru í húfi. Um það vitna kröfur og deilur sem aldrei fyrr og ekki síður harðnandi lífsskilyrði öryrkja, ótal ungra Íslendinga í húsnæðisleit, sjúklinga, aldraðra, láglaunafólks, nema, margra innflytjenda o.s.frv. Samvinna þess fólks sem gegnir hugtakinu félagshyggjufólk, þarf að ná til sameiginlegrar og opinnar stefnumótunar í helstu málaflokkum næstu tvö kjörtímabil – með vönduðum tillögum að leiðum til lausna. Hún þarf líka að ná til þess hvert form samstarfsins verður að vera svo það virki fólk langt út fyrir raðir flokka. Loks þarf samvinnan að opna fyrir endurskipulagningu á helstu stoðum samfélagsins. En það er verkefni 1-2 áratuga og þarfnast þess að samfélagið allt sé virkjað til þátttöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Gjaldeyrishöft Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Mannúðleg heimspeki, lífsskoðun, grunnhugmynd eða hvaðeina sem menn vilja nefna leiðarhnoða manna í stjórnmálum, þarf ekki að vera flókin til að virka. Á Íslandi og víðar, burtséð frá gölluðu hagkerfi, er afar stór hópur sem getur tekið undir eftirfarandi: Við viljum sem mestan jöfnuð í lífsgæðum. Við viljum góð tækifæri til að ráða málum okkar sjálf, sem sagt jafnræði. Við viljum jafnrétti og sem mest mannréttindi. Þarna sjá menn j-in þrjú, sem ásamt stýrðu (en ekki ótakmörkuðu) frelsi til athafna, heimiluðu framfarir fyrir margt löngu; voru visst uppgjör við stöðnuð yfirstéttarveldi. Nú til dags standa m.a. samþjöppun auðs, fáveldi mokríkra einstaklinga og völd alþjóðlegra hringa, í skjóli fjárfreks hervalds, í vegi fyrir j-unum þremur. Við bætist ógn við heimsbyggðina vegna harkalegrar auðlindanýtingar og hlýnunar sem fyrirhyggjulaus orkustefna veldur; vegna rányrkju í stað raunyrkju. Ísland fer ekki varhluta af þessu. Hrunið og átökin í samfélaginu um helstu álitamál hafa skipt þeim er hafa áhuga á pólitík í marga hópa. Við höfum í bili ekki önnur verkfæri til að brúka í þeim átökum en fjölmiðlana, framboðsflokka, þingið, sveitarstjórnir og margvísleg hagsmuna- og áhugasamtök. Við teljumst vera virkt þingbundið lýðræðisríki.Hagur almennings í húfi Við þessar aðstæður verða þeir sem bera j-in þrjú fyrir brjósti, með býsna ólíkum skilningi þó, að vinna saman í að minnsta kosti nokkur ár, við að rétta af slagsíðu samfélagsins í nafni réttlætis. Hvað sem þröngum en skánandi hag ríkisins líður, teiknum um þolanlega (?) stöðu hagkerfisins í heild og pælingum um afnám gjaldeyrishafta, bíða mörg verkefni úrlausna þar sem hagur almennings og lífskjör eru í húfi. Um það vitna kröfur og deilur sem aldrei fyrr og ekki síður harðnandi lífsskilyrði öryrkja, ótal ungra Íslendinga í húsnæðisleit, sjúklinga, aldraðra, láglaunafólks, nema, margra innflytjenda o.s.frv. Samvinna þess fólks sem gegnir hugtakinu félagshyggjufólk, þarf að ná til sameiginlegrar og opinnar stefnumótunar í helstu málaflokkum næstu tvö kjörtímabil – með vönduðum tillögum að leiðum til lausna. Hún þarf líka að ná til þess hvert form samstarfsins verður að vera svo það virki fólk langt út fyrir raðir flokka. Loks þarf samvinnan að opna fyrir endurskipulagningu á helstu stoðum samfélagsins. En það er verkefni 1-2 áratuga og þarfnast þess að samfélagið allt sé virkjað til þátttöku.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar