Til þeirra sem skömmina eiga Jóhanna Marín Jónsdóttir skrifar 14. maí 2015 07:00 Ég ætla að segja ykkur hræðilegt leyndarmál. Ég ákvað í nótt þegar ég lá andvaka að láta til skarar skríða. Létta af mér skömminni. Koma skömminni á réttan stað eins og þegar ég opinberaði það að ég hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi sem barn, af hálfu nágranna míns, þegar umræðan stóð sem hæst um það málefni fyrir nokkrum misserum síðan. Þá öðlaðist ég kjark til að losa mig undan oki áratuga skammar yfir því, sem ég átti enga sök á. Nú finn ég til sömu löngunar gagnvart öðru máli sem hefur hvílt á mér í meira en tvo áratugi og nú ætla ég að nota andrúmsloftið sem er í samfélaginu og létta þessari skömm af mér og koma henni á þann stað sem hún á heima. Þessi djúpstæða skömm sem hefur rænt mig friði og haft áhrif á sjálfsmynd mína og allt mitt líf, er sú að ég hef ekki getað séð mér og börnunum mínum farborða á sómasamlegan hátt, þrátt fyrir að hafa brotist til mennta og trúað því að menntunin myndi skila sér í bættum lífskjörum fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég er sem sagt, ein af þessum heimtufreku menntuðu einstaklingum sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þessa lands vill meina að heimti 50-100% launahækkun og komi þannig þjóðfélaginu á hliðina. Sannleikurinn er sá að ef ég vinn 100% vinnu með mína fagmenntun og ofan á hana bætist áratuga starfsreynsla og mikil sérþekking næ ég loksins núna 460.210 kr. í heildarlaun á mánuði. Sem þýðir að ég fæ til ráðstöfunar innan við 280.000 kr. Ég vil taka það fram að ég er með betri laun en margir sem ég þekki og vinna t.d. á Landspítalanum með sambærilega menntun og starfsreynslu. Það helgast af því að það eru misjafnir stofnanasamningar í gangi á hverjum vinnustað fyrir sig. Ég get fullyrt að flestir þeirra sem eru í kjarabaráttu núna, innan raða BHM, eru með á bilinu 350.000-550.000 kr. í heildarlaun fyrir 100% starf. Launatafla okkar núna er frá tæplega 270.000 kr. upp í hæstu laun, sem aðeins einhverjir örfáir toppar geta náð, um 860.000 kr. Það er undantekning að fá þau laun. Ég veit að ég tala fyrir munn margra sem upplifa stöðu sína svipaða minni. Að skammast sín fyrir að eiga ekki fyrir nauðþurftum þrátt fyrir að hafa lagt á sig langt nám og mikla fjárfestingu, þjóðfélaginu öllu til heilla. Ég get fullyrt það að menntun á stóran þátt í því að hér byggjum við friðsælt og umburðarlynt þjóðfélag sem lætur sér enn annt um náungann. Menntun er mjög beitt vopn og misvitrir ráðamenn hræðast það að lýðurinn sé upplýstur og taki afstöðu og láti ekki bjóða sér hvað sem er. Það er skammarlegt að það fólk sem þjóðin kaus yfir sig til að stjórna landinu, skuli leyfa sér að láta það út úr sér að ef við fáum mannsæmandi laun og að menntun sé metin til launa þá ógni það efnahagslegum stöðugleika. Við vitum betur. Það er hagstjórnin sem ekki er í lagi. Nú ríður á að standa þétt saman og láta ekki einhverja pólitíska frasa slá okkur út af laginu. Hér þarf að leiðrétta misrétti sem hefur þróast undanfarin ár og áratugi. Stöndum saman og látum þá eiga skömmina sem hana eiga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Ég ætla að segja ykkur hræðilegt leyndarmál. Ég ákvað í nótt þegar ég lá andvaka að láta til skarar skríða. Létta af mér skömminni. Koma skömminni á réttan stað eins og þegar ég opinberaði það að ég hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi sem barn, af hálfu nágranna míns, þegar umræðan stóð sem hæst um það málefni fyrir nokkrum misserum síðan. Þá öðlaðist ég kjark til að losa mig undan oki áratuga skammar yfir því, sem ég átti enga sök á. Nú finn ég til sömu löngunar gagnvart öðru máli sem hefur hvílt á mér í meira en tvo áratugi og nú ætla ég að nota andrúmsloftið sem er í samfélaginu og létta þessari skömm af mér og koma henni á þann stað sem hún á heima. Þessi djúpstæða skömm sem hefur rænt mig friði og haft áhrif á sjálfsmynd mína og allt mitt líf, er sú að ég hef ekki getað séð mér og börnunum mínum farborða á sómasamlegan hátt, þrátt fyrir að hafa brotist til mennta og trúað því að menntunin myndi skila sér í bættum lífskjörum fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég er sem sagt, ein af þessum heimtufreku menntuðu einstaklingum sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þessa lands vill meina að heimti 50-100% launahækkun og komi þannig þjóðfélaginu á hliðina. Sannleikurinn er sá að ef ég vinn 100% vinnu með mína fagmenntun og ofan á hana bætist áratuga starfsreynsla og mikil sérþekking næ ég loksins núna 460.210 kr. í heildarlaun á mánuði. Sem þýðir að ég fæ til ráðstöfunar innan við 280.000 kr. Ég vil taka það fram að ég er með betri laun en margir sem ég þekki og vinna t.d. á Landspítalanum með sambærilega menntun og starfsreynslu. Það helgast af því að það eru misjafnir stofnanasamningar í gangi á hverjum vinnustað fyrir sig. Ég get fullyrt að flestir þeirra sem eru í kjarabaráttu núna, innan raða BHM, eru með á bilinu 350.000-550.000 kr. í heildarlaun fyrir 100% starf. Launatafla okkar núna er frá tæplega 270.000 kr. upp í hæstu laun, sem aðeins einhverjir örfáir toppar geta náð, um 860.000 kr. Það er undantekning að fá þau laun. Ég veit að ég tala fyrir munn margra sem upplifa stöðu sína svipaða minni. Að skammast sín fyrir að eiga ekki fyrir nauðþurftum þrátt fyrir að hafa lagt á sig langt nám og mikla fjárfestingu, þjóðfélaginu öllu til heilla. Ég get fullyrt það að menntun á stóran þátt í því að hér byggjum við friðsælt og umburðarlynt þjóðfélag sem lætur sér enn annt um náungann. Menntun er mjög beitt vopn og misvitrir ráðamenn hræðast það að lýðurinn sé upplýstur og taki afstöðu og láti ekki bjóða sér hvað sem er. Það er skammarlegt að það fólk sem þjóðin kaus yfir sig til að stjórna landinu, skuli leyfa sér að láta það út úr sér að ef við fáum mannsæmandi laun og að menntun sé metin til launa þá ógni það efnahagslegum stöðugleika. Við vitum betur. Það er hagstjórnin sem ekki er í lagi. Nú ríður á að standa þétt saman og láta ekki einhverja pólitíska frasa slá okkur út af laginu. Hér þarf að leiðrétta misrétti sem hefur þróast undanfarin ár og áratugi. Stöndum saman og látum þá eiga skömmina sem hana eiga.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun