Grundartangi og Hvalfjörður Bubbi Morthens skrifar 1. maí 2015 07:00 Hvalfjörðurinn þótti fagur og þykir sumum enn. Þó er sá ljóður á að þar blasir ævinlega við, hvort sem sól skín í heiði eða ekki, stór verksmiðja sem spýr eitruðum lofttegundum út í andrúmsloftið. Á veturna er ljósadýrðin slík að það mætti halda að í firðinum væri risið lítið fallegt þorp þar sem farsældin ein réði ríkjum. En láttu ekki blekkjast. Þetta er í raun jólaþorp frá helvíti. Nú hafa Faxaflóahafnir girt sig í brók og Dagur B. Eggertsson skrifað undir samning við hið dásamlega græna fyrirtæki Silicor sem ætlar sér að vera með, að manni skilst, lífræna framleiðslu í Hvalfirði við hliðina á jólaþorpinu úr neðra. Þannig að þá verða tvær mengandi eiturspúandi verksmiðjur sem sjá til þess að börnin okkar, sem kjósa að leika sér utandyra hér í Kjósinni og líka í henni Reykjavík, fái eitthvað hollt ofan í lungnabelgina sína smáu. Að ég tali nú ekki um dýrin í sveitinni, þau munu og hafa auðvitað lengi verið að safna í kjötið sitt og mjólkina bætiefnum sem gerir afurðina einstaklega græna og eftirsóknarverða. Það má minna á að dásamlegu grænu verksmiðjurnar tvær á Grundartanga, sem eru þar nú þegar, störfuðu lengi á undanþágu með samþykki Umhverfisstofnunar, en það þýðir mengun eftir „þörfum“ fyrirtækisins. Hafa stjórnendur Faxaflóahafna hugsað sér að Silicor Materials starfi á svipaðri undanþágu? Gaman væri að vita það. Reykjavík er umkringd mengandi verksmiðjum. Nægir að nefna Straumsvík og Hellisheiðarvirkjun, sem er svo mengandi að nú heyrast raddir um möguleg dauðsföll af þeim völdum. Forsvarsmenn Reykjavíkurborgar heilluðust af hugmyndinni um tækni við Hellisheiðarvirkjun á sínum tíma. VSÓ var ráðgjafi Reykjavíkurborgar varðandi virkjunina en þar fer fram afar umdeild tilraunastarfsemi sem nú veldur gríðarlegum vandræðum. YFIR BORGINNI LIGGJA HVAÐ EFTIR ANNAÐ MENGANDI LOFTTEGUNDIR frá þessum verksmiðjum. Menguð ruslakista Er það þetta sem ungir foreldrar kjósa börnum sínum? Verksmiðjur sem fá að mæla sína mengun sjálfar? Okkur er talin trú um að allt sé þetta frábært og í besta lagi en við sem búum við hliðina á þeim höfum séð á næturnar þegar þeir sleppa viðbjóðnum út. Það að Dagur B. Eggertsson og Faxafólahafnir – já, þú last þetta rétt, fóla – hafi tekið þá ákvörðun að gera Hvalfjörð að mengaðri ruslakistu er með ólíkindum. Að fólk skuli telja sig þess umkomið að taka ákvörðun sem þessa og hleypa einu umdeildasta fyrirtæki heims með frjálsar hendur í Hvalfjörðinn er í besta falli heimska, en því miður þá liggur eitthvað annað en heimska að baki, að ég tel. Í upphafi kynningar á Silicor Materials var ekki minnst á flúormengun frá iðjuverinu, aðeins talað um „óverulega mengun“ sbr. ummæli efnaverkfræðings hjá VSÓ sem hafði einnig unnið fyrir Silicor og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar. Sem tryggir auðvitað fullkomið hlutleysi. Báðir þessir aðilar virðast annaðhvort ekki hafa séð þennan veigamikla þátt eða talið að hann skipti ekki máli. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hafði þá þegar ákveðið að ekki skyldi aukið við flúormengun frá Grundartangasvæðinu og hvikaði ekki frá þeirri ákvörðun. Silicor Materials tók þá til við að breyta vinnsluferlinu til að koma í veg fyrir losun flúors, að sögn forsvarsmanna. Fyrst ekki var sagt satt og rétt frá í upphafi má velta fyrir sér hverju við megum eiga von á síðar. Við álbræðslu er flúor nauðsynlegur og við hreinsun kísils er notað brætt ál. Geta Faxaflóahafnir og borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson – ég vil halda honum inni, hann skrifaði undir samninginn – lagt á borðið fullnægjandi sannanir fyrir því að Silicor Materials muni ekki losa flúor út í andrúmsloftið? Ég hvet alla, ekki bara íbúa í Hvalfirði og Kjós heldur alla íbúa Stór-Reykjavíkursvæðisins, til að rísa upp og mótmæla. Börnin okkar eiga betra skilið en að búa í borg umkringdri mengandi verksmiðjum. Við getum stöðvað þetta en til þess þarf gríðarlegur fjöldi að rísa upp og segja nei: Þetta snýst um framtíð barnanna okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Mest lesið Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hvalfjörðurinn þótti fagur og þykir sumum enn. Þó er sá ljóður á að þar blasir ævinlega við, hvort sem sól skín í heiði eða ekki, stór verksmiðja sem spýr eitruðum lofttegundum út í andrúmsloftið. Á veturna er ljósadýrðin slík að það mætti halda að í firðinum væri risið lítið fallegt þorp þar sem farsældin ein réði ríkjum. En láttu ekki blekkjast. Þetta er í raun jólaþorp frá helvíti. Nú hafa Faxaflóahafnir girt sig í brók og Dagur B. Eggertsson skrifað undir samning við hið dásamlega græna fyrirtæki Silicor sem ætlar sér að vera með, að manni skilst, lífræna framleiðslu í Hvalfirði við hliðina á jólaþorpinu úr neðra. Þannig að þá verða tvær mengandi eiturspúandi verksmiðjur sem sjá til þess að börnin okkar, sem kjósa að leika sér utandyra hér í Kjósinni og líka í henni Reykjavík, fái eitthvað hollt ofan í lungnabelgina sína smáu. Að ég tali nú ekki um dýrin í sveitinni, þau munu og hafa auðvitað lengi verið að safna í kjötið sitt og mjólkina bætiefnum sem gerir afurðina einstaklega græna og eftirsóknarverða. Það má minna á að dásamlegu grænu verksmiðjurnar tvær á Grundartanga, sem eru þar nú þegar, störfuðu lengi á undanþágu með samþykki Umhverfisstofnunar, en það þýðir mengun eftir „þörfum“ fyrirtækisins. Hafa stjórnendur Faxaflóahafna hugsað sér að Silicor Materials starfi á svipaðri undanþágu? Gaman væri að vita það. Reykjavík er umkringd mengandi verksmiðjum. Nægir að nefna Straumsvík og Hellisheiðarvirkjun, sem er svo mengandi að nú heyrast raddir um möguleg dauðsföll af þeim völdum. Forsvarsmenn Reykjavíkurborgar heilluðust af hugmyndinni um tækni við Hellisheiðarvirkjun á sínum tíma. VSÓ var ráðgjafi Reykjavíkurborgar varðandi virkjunina en þar fer fram afar umdeild tilraunastarfsemi sem nú veldur gríðarlegum vandræðum. YFIR BORGINNI LIGGJA HVAÐ EFTIR ANNAÐ MENGANDI LOFTTEGUNDIR frá þessum verksmiðjum. Menguð ruslakista Er það þetta sem ungir foreldrar kjósa börnum sínum? Verksmiðjur sem fá að mæla sína mengun sjálfar? Okkur er talin trú um að allt sé þetta frábært og í besta lagi en við sem búum við hliðina á þeim höfum séð á næturnar þegar þeir sleppa viðbjóðnum út. Það að Dagur B. Eggertsson og Faxafólahafnir – já, þú last þetta rétt, fóla – hafi tekið þá ákvörðun að gera Hvalfjörð að mengaðri ruslakistu er með ólíkindum. Að fólk skuli telja sig þess umkomið að taka ákvörðun sem þessa og hleypa einu umdeildasta fyrirtæki heims með frjálsar hendur í Hvalfjörðinn er í besta falli heimska, en því miður þá liggur eitthvað annað en heimska að baki, að ég tel. Í upphafi kynningar á Silicor Materials var ekki minnst á flúormengun frá iðjuverinu, aðeins talað um „óverulega mengun“ sbr. ummæli efnaverkfræðings hjá VSÓ sem hafði einnig unnið fyrir Silicor og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar. Sem tryggir auðvitað fullkomið hlutleysi. Báðir þessir aðilar virðast annaðhvort ekki hafa séð þennan veigamikla þátt eða talið að hann skipti ekki máli. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hafði þá þegar ákveðið að ekki skyldi aukið við flúormengun frá Grundartangasvæðinu og hvikaði ekki frá þeirri ákvörðun. Silicor Materials tók þá til við að breyta vinnsluferlinu til að koma í veg fyrir losun flúors, að sögn forsvarsmanna. Fyrst ekki var sagt satt og rétt frá í upphafi má velta fyrir sér hverju við megum eiga von á síðar. Við álbræðslu er flúor nauðsynlegur og við hreinsun kísils er notað brætt ál. Geta Faxaflóahafnir og borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson – ég vil halda honum inni, hann skrifaði undir samninginn – lagt á borðið fullnægjandi sannanir fyrir því að Silicor Materials muni ekki losa flúor út í andrúmsloftið? Ég hvet alla, ekki bara íbúa í Hvalfirði og Kjós heldur alla íbúa Stór-Reykjavíkursvæðisins, til að rísa upp og mótmæla. Börnin okkar eiga betra skilið en að búa í borg umkringdri mengandi verksmiðjum. Við getum stöðvað þetta en til þess þarf gríðarlegur fjöldi að rísa upp og segja nei: Þetta snýst um framtíð barnanna okkar.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun