Ráðvana ríkisstjórn Skjóðan skrifar 29. apríl 2015 11:00 Hlutverk ríkisstjórnar er að þoka málum til farsældar fyrir þjóðina. Það er skylda ráðherra að vera til gagns almennt og ekki síst í sínum málaflokki. Ráðherrar skulu forðast að skaða orðspor sitt og ríkisstjórnarinnar í heild. Takist þetta þokkalega gagnast það bæði heimilum og fyrirtækjum í landinu. Ráðherrum núverandi ríkisstjórnar hefur gengið illa að feta þá slóð sem lýst er hér að ofan. Raunar mætti ætla að alls ekki sé ætlun ráðherranna að vera almennt til gagns, þegar atferli þeirra í embætti á fyrri helmingi kjörtímabilsins er skoðað. Engu líkara er en Jónas frá Hriflu sé nú genginn aftur og orðinn húsbóndi í stjórnarráðinu. Heldur er Hriflu-Jónas ferðaglaðari eftir dauðann en í lifanda lífi en þá hann heiðrar Ísland með nærveru sinni vill hann byggja yfir þingmenn eftir aldargömlu æfingaverkefni nemanda í arkitektúr milli þess sem hann sendir sms um styrki úr ríkissjóði til manna sem ekki sóttu um og sakar fjölmiðla um loftárásir á sig. Fyrrverandi innanríkisráðherra hrökklaðist úr embætti vegna alvarlegrar spillingar og ósannsögli. Hún er nú aftur sest á þing þrátt fyrir að hún neiti enn að gefa þingnefnd skýringar á athæfi sínu í ráðherrastóli og í ljós hafi komið að hún varði milljónum af skattfé í einkaráðgjöf lögfræðinga og spunameistara fyrir sig vegna vandamála sem vörðuðu persónu hennar en ekki ráðuneytið. Utanríkisráðherrann er kapítuli út af fyrir sig. Einn og óstuddur ætlaði hann að stilla til friðar í Úkraínu en án árangurs. Í Brüssel kemur hann sterkur inn sem bréfavinur ársins. Umhverfisráðherrann nýi vill beita mildum þýðingum til að draga tennurnar úr regluverki ESB sem Ísland er skuldbundið til að lögfesta. Forsvarsmenn þýðingarfræðinnar í Háskóla Íslands hljóta að hlæja sig máttlausa. Sjávarútvegsráðherrann rífur upp heilu stofnanirnar og flytur þær landshluta á milli og rennur svo á rassinn með allt saman. Þá snýr hann sér að því að gefa makríl fyrir milljarða til nokkurra útgerða. Iðnaðarráðherrann rembdist eins og rjúpan við staurinn við að koma á náttúrupassa sem enginn vildi, ekki einu sinni hennar eigin flokksmenn. Þegar það rann út í sandinn smellti hún myndarlegri ívilnun á bleikjueldi hjá fyrirtæki sem tengist formanni hennar eigin flokks. Menntamálaráðherrann er nýjasta klúður ríkisstjórnarinnar. Hann gerir aðför að menntun framhaldsskólanema milli þess sem hann aðstoðar leigusalann sinn við að markaðssetja sig í útlöndum. Svona ríkisstjórn þokar ekki málum til farsældar – hvorki fyrir fyrirtækin né heimilin.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira
Hlutverk ríkisstjórnar er að þoka málum til farsældar fyrir þjóðina. Það er skylda ráðherra að vera til gagns almennt og ekki síst í sínum málaflokki. Ráðherrar skulu forðast að skaða orðspor sitt og ríkisstjórnarinnar í heild. Takist þetta þokkalega gagnast það bæði heimilum og fyrirtækjum í landinu. Ráðherrum núverandi ríkisstjórnar hefur gengið illa að feta þá slóð sem lýst er hér að ofan. Raunar mætti ætla að alls ekki sé ætlun ráðherranna að vera almennt til gagns, þegar atferli þeirra í embætti á fyrri helmingi kjörtímabilsins er skoðað. Engu líkara er en Jónas frá Hriflu sé nú genginn aftur og orðinn húsbóndi í stjórnarráðinu. Heldur er Hriflu-Jónas ferðaglaðari eftir dauðann en í lifanda lífi en þá hann heiðrar Ísland með nærveru sinni vill hann byggja yfir þingmenn eftir aldargömlu æfingaverkefni nemanda í arkitektúr milli þess sem hann sendir sms um styrki úr ríkissjóði til manna sem ekki sóttu um og sakar fjölmiðla um loftárásir á sig. Fyrrverandi innanríkisráðherra hrökklaðist úr embætti vegna alvarlegrar spillingar og ósannsögli. Hún er nú aftur sest á þing þrátt fyrir að hún neiti enn að gefa þingnefnd skýringar á athæfi sínu í ráðherrastóli og í ljós hafi komið að hún varði milljónum af skattfé í einkaráðgjöf lögfræðinga og spunameistara fyrir sig vegna vandamála sem vörðuðu persónu hennar en ekki ráðuneytið. Utanríkisráðherrann er kapítuli út af fyrir sig. Einn og óstuddur ætlaði hann að stilla til friðar í Úkraínu en án árangurs. Í Brüssel kemur hann sterkur inn sem bréfavinur ársins. Umhverfisráðherrann nýi vill beita mildum þýðingum til að draga tennurnar úr regluverki ESB sem Ísland er skuldbundið til að lögfesta. Forsvarsmenn þýðingarfræðinnar í Háskóla Íslands hljóta að hlæja sig máttlausa. Sjávarútvegsráðherrann rífur upp heilu stofnanirnar og flytur þær landshluta á milli og rennur svo á rassinn með allt saman. Þá snýr hann sér að því að gefa makríl fyrir milljarða til nokkurra útgerða. Iðnaðarráðherrann rembdist eins og rjúpan við staurinn við að koma á náttúrupassa sem enginn vildi, ekki einu sinni hennar eigin flokksmenn. Þegar það rann út í sandinn smellti hún myndarlegri ívilnun á bleikjueldi hjá fyrirtæki sem tengist formanni hennar eigin flokks. Menntamálaráðherrann er nýjasta klúður ríkisstjórnarinnar. Hann gerir aðför að menntun framhaldsskólanema milli þess sem hann aðstoðar leigusalann sinn við að markaðssetja sig í útlöndum. Svona ríkisstjórn þokar ekki málum til farsældar – hvorki fyrir fyrirtækin né heimilin.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira