Stjórnendur haldi fast í fólkið sitt jón hákon halldórsson skrifar 29. apríl 2015 07:15 Rosenborg er sigursælasta fótboltalið í sögu Noregs. Félagið hefur unnið norsku deildina 22 sinnum og níu sinnum unnið bikarinn í Noregi. Ekkert norskt lið hefur spilað fleiri leiki í Meistaradeildinni. Liðið var afar sigursælt meðan Steffen Iversen spilaði með því. NordicPhtos/afp „Hvað einkennir fyrirtæki eða íþróttafélög sem ná árangri? Ég held að það séu fimm atriði. Það á við um öll fyrirtæki og öll íþróttafélög,“ sagði Nils Skutle á morgunfundi VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, og fótbolta.net, um fótbolta og fjármál í gær. Skutle var formaður norska fótboltafélagsins Rosenborg á blómaskeiði félagsins frá 1998 til 2011. Skutle nefndi fyrst eignarhald og stjórn. Í litlum og meðalstórum fyrirtækjum væru yfirleitt ekki nema þrír til fimm sem stjórna. Skutle tók flugvél sem dæmi. „Ef þú ferð í flugvél og það eru 150 farþegar þá verður þú að sætta þig við það að það eru einungis tveir flugmenn. Ef allir í áhöfninni ætluðu að stjórna vélinni þá myndu koma upp vandamál. Það sama gildir um stjórn íþróttafélags,“ sagði Skutle. Hann sagði að skýr framtíðarsýn skipti líka máli. „Í Rosenborg hefur markmiðið alltaf verið að spila, skemmta og sækja fram í skemmtilegum fótbolta sem við spilum,“ segir hann. Fólk vilji sjá mörk og sóknarfæri. Það hafi hins vegar ekki gefist vel árin 2009 og 2010 þegar liðið breytti leikstílnum. Í þriðja lagi nefndi Skutle samfellu, meðal annars í starfsmannahaldi. „Þú verður að halda fast í fólkið þitt. Við misstum nokkra leikmenn til annarra liða en við náðum samt að halda sama liðinu í grunninn,“ sagði Skutle. Hann benti á að deildin hér á Íslandi hefði strítt við þetta vandamál. Íslenskir leikmenn sæktu mikið til útlanda að spila. Það væri gott fyrir íslenska landsliðið en vont fyrir íslensku deildina. Í fjórða lagi sagði Skutle að menn þyrftu að vera meðvitaðir um þróun mála hjá félaginu eða fyrirtækinu. „Það er að segja að þú verður að vera meðvitaður um það hvað þú ert að gera á hverjum degi, varðandi starfsfólkið þitt, leikmenn og leikvanginn,“ sagði hann. Í fimmta lagi sagði hann að menn þyrftu að vera snjallir. Hann tók sem dæmi að það væru ekki allir sem hefðu líkamlega burði til að ná langt í íþróttum, en kynnu hugsanlega að bæta það upp með skarpri hugsun. Fréttir af flugi Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
„Hvað einkennir fyrirtæki eða íþróttafélög sem ná árangri? Ég held að það séu fimm atriði. Það á við um öll fyrirtæki og öll íþróttafélög,“ sagði Nils Skutle á morgunfundi VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, og fótbolta.net, um fótbolta og fjármál í gær. Skutle var formaður norska fótboltafélagsins Rosenborg á blómaskeiði félagsins frá 1998 til 2011. Skutle nefndi fyrst eignarhald og stjórn. Í litlum og meðalstórum fyrirtækjum væru yfirleitt ekki nema þrír til fimm sem stjórna. Skutle tók flugvél sem dæmi. „Ef þú ferð í flugvél og það eru 150 farþegar þá verður þú að sætta þig við það að það eru einungis tveir flugmenn. Ef allir í áhöfninni ætluðu að stjórna vélinni þá myndu koma upp vandamál. Það sama gildir um stjórn íþróttafélags,“ sagði Skutle. Hann sagði að skýr framtíðarsýn skipti líka máli. „Í Rosenborg hefur markmiðið alltaf verið að spila, skemmta og sækja fram í skemmtilegum fótbolta sem við spilum,“ segir hann. Fólk vilji sjá mörk og sóknarfæri. Það hafi hins vegar ekki gefist vel árin 2009 og 2010 þegar liðið breytti leikstílnum. Í þriðja lagi nefndi Skutle samfellu, meðal annars í starfsmannahaldi. „Þú verður að halda fast í fólkið þitt. Við misstum nokkra leikmenn til annarra liða en við náðum samt að halda sama liðinu í grunninn,“ sagði Skutle. Hann benti á að deildin hér á Íslandi hefði strítt við þetta vandamál. Íslenskir leikmenn sæktu mikið til útlanda að spila. Það væri gott fyrir íslenska landsliðið en vont fyrir íslensku deildina. Í fjórða lagi sagði Skutle að menn þyrftu að vera meðvitaðir um þróun mála hjá félaginu eða fyrirtækinu. „Það er að segja að þú verður að vera meðvitaður um það hvað þú ert að gera á hverjum degi, varðandi starfsfólkið þitt, leikmenn og leikvanginn,“ sagði hann. Í fimmta lagi sagði hann að menn þyrftu að vera snjallir. Hann tók sem dæmi að það væru ekki allir sem hefðu líkamlega burði til að ná langt í íþróttum, en kynnu hugsanlega að bæta það upp með skarpri hugsun.
Fréttir af flugi Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira