Stjórnendur haldi fast í fólkið sitt jón hákon halldórsson skrifar 29. apríl 2015 07:15 Rosenborg er sigursælasta fótboltalið í sögu Noregs. Félagið hefur unnið norsku deildina 22 sinnum og níu sinnum unnið bikarinn í Noregi. Ekkert norskt lið hefur spilað fleiri leiki í Meistaradeildinni. Liðið var afar sigursælt meðan Steffen Iversen spilaði með því. NordicPhtos/afp „Hvað einkennir fyrirtæki eða íþróttafélög sem ná árangri? Ég held að það séu fimm atriði. Það á við um öll fyrirtæki og öll íþróttafélög,“ sagði Nils Skutle á morgunfundi VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, og fótbolta.net, um fótbolta og fjármál í gær. Skutle var formaður norska fótboltafélagsins Rosenborg á blómaskeiði félagsins frá 1998 til 2011. Skutle nefndi fyrst eignarhald og stjórn. Í litlum og meðalstórum fyrirtækjum væru yfirleitt ekki nema þrír til fimm sem stjórna. Skutle tók flugvél sem dæmi. „Ef þú ferð í flugvél og það eru 150 farþegar þá verður þú að sætta þig við það að það eru einungis tveir flugmenn. Ef allir í áhöfninni ætluðu að stjórna vélinni þá myndu koma upp vandamál. Það sama gildir um stjórn íþróttafélags,“ sagði Skutle. Hann sagði að skýr framtíðarsýn skipti líka máli. „Í Rosenborg hefur markmiðið alltaf verið að spila, skemmta og sækja fram í skemmtilegum fótbolta sem við spilum,“ segir hann. Fólk vilji sjá mörk og sóknarfæri. Það hafi hins vegar ekki gefist vel árin 2009 og 2010 þegar liðið breytti leikstílnum. Í þriðja lagi nefndi Skutle samfellu, meðal annars í starfsmannahaldi. „Þú verður að halda fast í fólkið þitt. Við misstum nokkra leikmenn til annarra liða en við náðum samt að halda sama liðinu í grunninn,“ sagði Skutle. Hann benti á að deildin hér á Íslandi hefði strítt við þetta vandamál. Íslenskir leikmenn sæktu mikið til útlanda að spila. Það væri gott fyrir íslenska landsliðið en vont fyrir íslensku deildina. Í fjórða lagi sagði Skutle að menn þyrftu að vera meðvitaðir um þróun mála hjá félaginu eða fyrirtækinu. „Það er að segja að þú verður að vera meðvitaður um það hvað þú ert að gera á hverjum degi, varðandi starfsfólkið þitt, leikmenn og leikvanginn,“ sagði hann. Í fimmta lagi sagði hann að menn þyrftu að vera snjallir. Hann tók sem dæmi að það væru ekki allir sem hefðu líkamlega burði til að ná langt í íþróttum, en kynnu hugsanlega að bæta það upp með skarpri hugsun. Fréttir af flugi Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
„Hvað einkennir fyrirtæki eða íþróttafélög sem ná árangri? Ég held að það séu fimm atriði. Það á við um öll fyrirtæki og öll íþróttafélög,“ sagði Nils Skutle á morgunfundi VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, og fótbolta.net, um fótbolta og fjármál í gær. Skutle var formaður norska fótboltafélagsins Rosenborg á blómaskeiði félagsins frá 1998 til 2011. Skutle nefndi fyrst eignarhald og stjórn. Í litlum og meðalstórum fyrirtækjum væru yfirleitt ekki nema þrír til fimm sem stjórna. Skutle tók flugvél sem dæmi. „Ef þú ferð í flugvél og það eru 150 farþegar þá verður þú að sætta þig við það að það eru einungis tveir flugmenn. Ef allir í áhöfninni ætluðu að stjórna vélinni þá myndu koma upp vandamál. Það sama gildir um stjórn íþróttafélags,“ sagði Skutle. Hann sagði að skýr framtíðarsýn skipti líka máli. „Í Rosenborg hefur markmiðið alltaf verið að spila, skemmta og sækja fram í skemmtilegum fótbolta sem við spilum,“ segir hann. Fólk vilji sjá mörk og sóknarfæri. Það hafi hins vegar ekki gefist vel árin 2009 og 2010 þegar liðið breytti leikstílnum. Í þriðja lagi nefndi Skutle samfellu, meðal annars í starfsmannahaldi. „Þú verður að halda fast í fólkið þitt. Við misstum nokkra leikmenn til annarra liða en við náðum samt að halda sama liðinu í grunninn,“ sagði Skutle. Hann benti á að deildin hér á Íslandi hefði strítt við þetta vandamál. Íslenskir leikmenn sæktu mikið til útlanda að spila. Það væri gott fyrir íslenska landsliðið en vont fyrir íslensku deildina. Í fjórða lagi sagði Skutle að menn þyrftu að vera meðvitaðir um þróun mála hjá félaginu eða fyrirtækinu. „Það er að segja að þú verður að vera meðvitaður um það hvað þú ert að gera á hverjum degi, varðandi starfsfólkið þitt, leikmenn og leikvanginn,“ sagði hann. Í fimmta lagi sagði hann að menn þyrftu að vera snjallir. Hann tók sem dæmi að það væru ekki allir sem hefðu líkamlega burði til að ná langt í íþróttum, en kynnu hugsanlega að bæta það upp með skarpri hugsun.
Fréttir af flugi Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira