Að ljúga með blessun Hæstaréttar Jón Ásgeir Jóhannesson skrifar 27. apríl 2015 07:00 Hæstiréttur ómerkti á miðvikudag sýknu héraðsdóms í svokölluðu Aurum-máli, þar sem ég er ákærður sem hlutdeildarmaður í viðskiptum sem áttu sér stað vorið 2008. Um var að ræða fullkomlega eðlileg viðskipti sem embætti sérstaks saksóknara reynir að klæða í glæpabúning. Vegna málsmeðferðarinnar fyrir Hæstarétti upplýsti einn virtasti dómari landsins, sem dæmdi málið í héraði, að sérstakur saksóknari hefði hringt til sín meðan á málarekstrinum stóð og sagt sér af því að Sverrir Ólafsson, sem var meðdómari í málinu, og Ólafur Ólafsson væru bræður. Eftir að sýknudómur í héraði var kveðinn upp lét sérstakur saksóknari eins og hann hefði ekkert vitað af tengslunum. Hæstiréttur blessar þetta og dæmir að sérstakur skuli fá annað tækifæri í sakamáli, sem hann tapaði. Sú skýring að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað af bræðratengslum Ólafs og Sverris Ólafssona fyrir meðferð málsins stenst ekki. Hver trúir því að 100 manna herlið sérstaks saksóknara kunni ekki á Google þar sem tengslin liggja fyrir? Hvaða hugsanlega ástæðu hafði héraðsdómarinn til þess að ljúga til um samskipti sín við sérstakan saksóknara? Skiptir ekki máli að bréf liggur frammi í málinu frá meðdómaranum sem styður frásögn héraðsdómarans? Af hverju er svona rugl í kerfinu tekið út á okkur sem vorum sýknaðir? Ekki er við okkur að sakast um það sem gerðist. Eigum við ekki að njóta vafans? Það er skelfilegt að upplifa þá tilfinningu að Hæstiréttur haldi hlífiskildi yfir óheiðarlegum embættismanni en láti réttindi fjögurra einstaklinga lönd og leið. Ég hef mátt verja hendur mínar sem sakborningur síðustu 13 ár. Eitt tekur við af öðru. Tilgangurinn virðist vera sá að koma mér í fangelsi hvað sem það kostar. Gerðar hafa verið ótal húsleitir heima hjá mér og í fyrirtækjum sem tengjast mér. Rótað hefur verið í nærbuxnaskúffu minni, síminn minn hleraður og mikilvægum gögnum haldið undan í dómsmálum. Og ekki hefur eiginkona mín verið látin í friði. Hennar símar hafa verið hleraðir og húsleitir gerðar í hennar fyrirtækjum án þess að hún hafi nokkurn tíma á ævinni fengið stöðu sakbornings. Sök hennar virðist sú ein að hafa gifst röngum manni. En niðurstaða miðvikudagsins er staðreynd. Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm, þar sem ákæruvaldið í landinu fær frjálsar hendur til að færa fram sakargiftir sínar á hendur mér. Ákæruvaldið hefur eytt milljörðum króna af fé íslenskra skattborgara síðustu 13 ár til þess eins að finna einhvern glæp, svo hægt sé að taka mig úr umferð. Ég er viss um að eftir 20 ár munum við fyrirlíta svona vinnubrögð. En af hverju gerist þetta aftur og aftur? Fyrir mér er svarið einfalt – kerfið sér jú um sína – og ver sig með kjafti og klóm. Verst þykir mér samt að sjá að Hæstiréttur skuli spila með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Hæstiréttur ómerkti á miðvikudag sýknu héraðsdóms í svokölluðu Aurum-máli, þar sem ég er ákærður sem hlutdeildarmaður í viðskiptum sem áttu sér stað vorið 2008. Um var að ræða fullkomlega eðlileg viðskipti sem embætti sérstaks saksóknara reynir að klæða í glæpabúning. Vegna málsmeðferðarinnar fyrir Hæstarétti upplýsti einn virtasti dómari landsins, sem dæmdi málið í héraði, að sérstakur saksóknari hefði hringt til sín meðan á málarekstrinum stóð og sagt sér af því að Sverrir Ólafsson, sem var meðdómari í málinu, og Ólafur Ólafsson væru bræður. Eftir að sýknudómur í héraði var kveðinn upp lét sérstakur saksóknari eins og hann hefði ekkert vitað af tengslunum. Hæstiréttur blessar þetta og dæmir að sérstakur skuli fá annað tækifæri í sakamáli, sem hann tapaði. Sú skýring að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað af bræðratengslum Ólafs og Sverris Ólafssona fyrir meðferð málsins stenst ekki. Hver trúir því að 100 manna herlið sérstaks saksóknara kunni ekki á Google þar sem tengslin liggja fyrir? Hvaða hugsanlega ástæðu hafði héraðsdómarinn til þess að ljúga til um samskipti sín við sérstakan saksóknara? Skiptir ekki máli að bréf liggur frammi í málinu frá meðdómaranum sem styður frásögn héraðsdómarans? Af hverju er svona rugl í kerfinu tekið út á okkur sem vorum sýknaðir? Ekki er við okkur að sakast um það sem gerðist. Eigum við ekki að njóta vafans? Það er skelfilegt að upplifa þá tilfinningu að Hæstiréttur haldi hlífiskildi yfir óheiðarlegum embættismanni en láti réttindi fjögurra einstaklinga lönd og leið. Ég hef mátt verja hendur mínar sem sakborningur síðustu 13 ár. Eitt tekur við af öðru. Tilgangurinn virðist vera sá að koma mér í fangelsi hvað sem það kostar. Gerðar hafa verið ótal húsleitir heima hjá mér og í fyrirtækjum sem tengjast mér. Rótað hefur verið í nærbuxnaskúffu minni, síminn minn hleraður og mikilvægum gögnum haldið undan í dómsmálum. Og ekki hefur eiginkona mín verið látin í friði. Hennar símar hafa verið hleraðir og húsleitir gerðar í hennar fyrirtækjum án þess að hún hafi nokkurn tíma á ævinni fengið stöðu sakbornings. Sök hennar virðist sú ein að hafa gifst röngum manni. En niðurstaða miðvikudagsins er staðreynd. Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm, þar sem ákæruvaldið í landinu fær frjálsar hendur til að færa fram sakargiftir sínar á hendur mér. Ákæruvaldið hefur eytt milljörðum króna af fé íslenskra skattborgara síðustu 13 ár til þess eins að finna einhvern glæp, svo hægt sé að taka mig úr umferð. Ég er viss um að eftir 20 ár munum við fyrirlíta svona vinnubrögð. En af hverju gerist þetta aftur og aftur? Fyrir mér er svarið einfalt – kerfið sér jú um sína – og ver sig með kjafti og klóm. Verst þykir mér samt að sjá að Hæstiréttur skuli spila með.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun