Eldri borgarar eiga að lifa með reisn Björgvin Guðmundsson skrifar 22. apríl 2015 09:15 Hvað þurfa eldri borgarar mikinn lífeyri á mánuði til þess að þeir geti lifað með reisn síðasta æviskeið sitt? Um þetta eru menn ekki á eitt sáttir. Hagstofan kannar ekki framfærslukostnað eldri borgara. En Hagstofan rannsakar reglulega meðaltalsútgjöld heimilanna í landinu til neyslu. Þessi rannsókn er neyslukönnun. Hún var síðast birt í desember 2013. Samkvæmt henni eru meðaltalsútgjöld einhleypinga til neyslu miklu meiri en sá lífeyrir, sem Tryggingastofnun skammtar einhleypum eldri borgurum.Nánasarlega skammtaðNeyslukönnun Hagstofunnar segir okkur, að sá lífeyrir, sem Tryggingastofnun ríkisins skammtar eldri borgurum, hrekkur hvergi nærri fyrir brýnustu útgjöldum. Einhleypir eldri borgarar, sem einungis hafa tekjur frá Tryggingastofnun, hafa aðeins 192 þúsund krónur í lífeyri á mánuði eftir skatt frá TR. Miðað við neyslukönnun Hagstofunnar vantar 129 þúsund krónur á mánuði til þess að það dugi. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar þarf 321 þúsund á mánuði fyrir einhleyping. Það er nánasarlega skammtað til eldri borgara hjá Tryggingastofnun en að sjálfsögðu bera stjórnvöld ábyrgð á þessari skömmtun. Það er engin leið fyrir eldri borgara að lifa með reisn á 192 þús. kr. á mánuði. Með þessari skömmtun er verið að halda kjörum aldraðra niðri. Það verður að stórhækka þessar lífeyrisgreiðslur. Það má byrja á því að fara með lífeyrinn í 300 þúsund krónur á mánuði í áföngum. En síðan þarf lífeyririnn að hækka í 321 þúsund á mánuði í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar.Misjafn hagur aldraðraHagur eldri borgara er mjög misjafn. Hann fer einkum eftir tvennu: Lífeyrissjóði og húsnæðiskostnaði. Það er tiltölulega lítill hópur eldri borgara, sem hefur góðan lífeyrissjóð. Þorri launþega, t.d ófaglært verkafólk og iðnaðarmenn hafa fremur lágan lífeyri mánaðarlega úr lífeyrissjóði. Og síðan gerist sú ósvinna, að tryggingabætur eru skertar mjög mikið vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það er eins og eignaupptaka. Þeir eldri borgarar, sem eiga skuldlítið eigið húsnæði eru mun betur settir en þeir aldraðir, sem eiga mjög skuldsett húsnæði eða verða að taka húsnæði á leigu. Húsaleiga í Reykjavík er í dag 140-170 þúsund krónur á mánuði fyrir litla íbúð. Þegar slík leiga hefur verið greidd, er lítið eftir af lífeyrinum frá Tryggingastofnun fyrir öðrum útgjöldum.125 þús kr. á mánuði í NoregiHvergi á Norðurlöndum er svona naumt skammtað til eldri borgara eins og hér. Þetta er skammarlega lágt hérna. Á Íslandi er grunnlífeyrir 36 þúsund krónur á mánuði. Annars staðar á Norðurlöndunum er grunnlífeyrir miklu hærri og ekki eins miklar skerðingar á tryggingabótum. Í Noregi er grunnlífeyrir 125 þúsund kr. á mánuð fyrir einhleypa eldri borgara. Allir eldri borgarar fá hann séu þeir norskir ríkisborgarar og hafa búið nægilega lengi í Noregi. Þar tíðkast ekki slík hungurlús og hér fyrir aldraða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hvað þurfa eldri borgarar mikinn lífeyri á mánuði til þess að þeir geti lifað með reisn síðasta æviskeið sitt? Um þetta eru menn ekki á eitt sáttir. Hagstofan kannar ekki framfærslukostnað eldri borgara. En Hagstofan rannsakar reglulega meðaltalsútgjöld heimilanna í landinu til neyslu. Þessi rannsókn er neyslukönnun. Hún var síðast birt í desember 2013. Samkvæmt henni eru meðaltalsútgjöld einhleypinga til neyslu miklu meiri en sá lífeyrir, sem Tryggingastofnun skammtar einhleypum eldri borgurum.Nánasarlega skammtaðNeyslukönnun Hagstofunnar segir okkur, að sá lífeyrir, sem Tryggingastofnun ríkisins skammtar eldri borgurum, hrekkur hvergi nærri fyrir brýnustu útgjöldum. Einhleypir eldri borgarar, sem einungis hafa tekjur frá Tryggingastofnun, hafa aðeins 192 þúsund krónur í lífeyri á mánuði eftir skatt frá TR. Miðað við neyslukönnun Hagstofunnar vantar 129 þúsund krónur á mánuði til þess að það dugi. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar þarf 321 þúsund á mánuði fyrir einhleyping. Það er nánasarlega skammtað til eldri borgara hjá Tryggingastofnun en að sjálfsögðu bera stjórnvöld ábyrgð á þessari skömmtun. Það er engin leið fyrir eldri borgara að lifa með reisn á 192 þús. kr. á mánuði. Með þessari skömmtun er verið að halda kjörum aldraðra niðri. Það verður að stórhækka þessar lífeyrisgreiðslur. Það má byrja á því að fara með lífeyrinn í 300 þúsund krónur á mánuði í áföngum. En síðan þarf lífeyririnn að hækka í 321 þúsund á mánuði í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar.Misjafn hagur aldraðraHagur eldri borgara er mjög misjafn. Hann fer einkum eftir tvennu: Lífeyrissjóði og húsnæðiskostnaði. Það er tiltölulega lítill hópur eldri borgara, sem hefur góðan lífeyrissjóð. Þorri launþega, t.d ófaglært verkafólk og iðnaðarmenn hafa fremur lágan lífeyri mánaðarlega úr lífeyrissjóði. Og síðan gerist sú ósvinna, að tryggingabætur eru skertar mjög mikið vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það er eins og eignaupptaka. Þeir eldri borgarar, sem eiga skuldlítið eigið húsnæði eru mun betur settir en þeir aldraðir, sem eiga mjög skuldsett húsnæði eða verða að taka húsnæði á leigu. Húsaleiga í Reykjavík er í dag 140-170 þúsund krónur á mánuði fyrir litla íbúð. Þegar slík leiga hefur verið greidd, er lítið eftir af lífeyrinum frá Tryggingastofnun fyrir öðrum útgjöldum.125 þús kr. á mánuði í NoregiHvergi á Norðurlöndum er svona naumt skammtað til eldri borgara eins og hér. Þetta er skammarlega lágt hérna. Á Íslandi er grunnlífeyrir 36 þúsund krónur á mánuði. Annars staðar á Norðurlöndunum er grunnlífeyrir miklu hærri og ekki eins miklar skerðingar á tryggingabótum. Í Noregi er grunnlífeyrir 125 þúsund kr. á mánuð fyrir einhleypa eldri borgara. Allir eldri borgarar fá hann séu þeir norskir ríkisborgarar og hafa búið nægilega lengi í Noregi. Þar tíðkast ekki slík hungurlús og hér fyrir aldraða.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun