Styttist í sauðburð þannig við þurfum að klára þetta sem fyrst Tómas Þór Þórðarsson skrifar 20. apríl 2015 07:00 Michael Craion, leikmaður KR, og Darrel Flake, leikmaður Tindastóls, eru báðir komnir í lokaúrslitin í fyrsta skipti á ferlinum. vísir/Andri Marinó „Það er hrikalega mikil stemning í bæjarbúum og rúmlega það,“ segir Kári Marísson, aðstoðarþjálfari Tindastóls, en Stólarnir mæta KR í fyrsta leik liðanna í lokaúrslitum Domino's-deildar karla í körfubolta í DHL-höllinni klukkan 19.15 í kvöld. Það eru fjórtán ár síðan Tindastóll, sem hefur aldrei orðið Íslandsmeistari, spilaði síðast til úrslita. Liðið tapaði þá fyrir Njarðvík, 3-1, og horfði á Ljónin lyfta Íslandsbikarnum á sínum eigin heimavelli árið 2001. Kári, sem var þá 48 ára gamall, var í leikmannahóp Tindastóls í síðustu tveimur leikjum. Það þarf vart að taka fram að hann var aldursforseti liðsins, deildarinnar og eflaust körfuboltans um gervalla Evrópu.Þetta var lögreglumál „Á fjórða leiknum voru 1.100 manns. Ég sá þarna félaga úr hreyfingunni frá Akureyri og fleiri stöðum. Það kom fólk á leikinn alls staðar að. Þetta var mjög eftirminnilegt, ekki síst vegna þess að þarna var Logi Gunnarsson að springa út. Hann skoraði 30 stig og tróð yfir stóra Rússann okkar, Michail Antropov,“ segir Kári. „Þetta var eftirminnilegur leikur og bara ánægjulegt að við séum komnir aftur í úrslitin,“ segir Kári, en Brenton Birmingham fór ansi illa með Stólana í fjórða leiknum og bauð upp á fernu (28 stig, 10 fráköst, 11 stoðs., og 10 stolnir.). „Hann stal boltanum alveg trekk í trekk. Þetta var bara orðið lögreglumál,“ segir Kári og hlær.Vildi fá KR í úrslitum Tindastólsliðið fyrir fjórtán árum var gott en Kári segir liðið í dag betra. „Það er alveg klárt. Við erum með breiðari hóp og fleiri stóra menn. Fjarkinn og fimman okkar er sterkari núna. Við vorum bara með stóra Rússann og svo litlir í kringum hann,“ segir Kári, en breiddin er svo mikil í Tindastólsliðinu í dag að það fær framlag frá nánast öllu liðinu. „Við höfum verið að spila á tíu mönnum í gegnum þessar tvær seríur í úrslitakeppninni. Við höfum náð stigum frá níu mönnum sem er frábært. Við viljum helst ekki að neinn spili meira en 30 mínútur og því viljum við halda áfram,“ segir Kári. Stólarnir fylgdust auðvitað með ótrúlegum oddaleik KR og Njarðvíkur í undanúrslitum. Kári vildi fá Íslandsmeistarana í lokaúrslitin, þrátt fyrir gífurlegan styrk þess. „Njarðvík hefði verið gott vegna heimaleikjaréttarins, en ég fórnaði honum fyrir allt fólkið sem kemst á leikina í staðinn. Ljónagryfjan er svo lítil þannig við fáum fleiri áhorfendur á útileikina. Mitt hjarta vildi KR,“ segir Kári.Israel langbestur Aðalþjálfari Tindastóls er Spánverjinn Israel Martin sem hefur gert flotta hluti með liðið á fyrsta ári. Kári ber honum söguna mjög vel. „Þetta er eðaldrengur og ofboðslega skemmtilegur karakter. Hann er rosalega góður þjálfari með fínar æfingar en það er tvennt sem hann er afburðamaður í. Israel er frábær í að skoða mótherjann og klippa saman myndbönd og að búa til eitthvað á staðnum í leikjum. Þar er hann magnaður,“ segir Kári Kári hefur verið mjög lengi í kringum körfuboltann þannig að það segir sitt þegar hann telur Israel þann besta sem hann hefur séð. „Með fullri virðingu fyrir öllum þeim þjálfurum sem ég hef haft og þjálfað með er hann langbestur,“ segir Kári ákveðinn. Tindastóll hefur mætt KR fjórum sinnum á leiktíðinni. Norðanmenn töpuðu fyrir KR-ingum í úrslitum Lengjubikarsins síðasta haust, aftur í undanúrslitum bikarsins og útileiknum í deildinni.Hungraðir að vinna KR „Það er hungur í okkur að vinna þá. Þeir eru búnir að vinna okkur í tveimur stórum leikjum og í framlengingu í deildinni. Við erum virkilega stemmdir í að vinna þá núna,“ segir Kári, en hver er helsti munurinn á liðunum? „KR er með hávaxnara lið nánast í öllum stöðum. Það er bara Craion sem við getum mætt með Dempsey en annars eru þeir stærri. Ef lið er hávaxnara og hefur fleiri kíló innan sinna raða dugar það oft í gegnum svona seríu,“ segir Kári. Hann býst við fjölda áhorfenda á bandi gestanna í DHL-höllinni í kvöld. „Ég vil sjá 700 Króksara í KR-húsinu. Við sendum bara út áskorun á þá,“ segir Kári sem vill helst verða Íslandsmeistari í sem fæstum leikjum. „Við megum ekkert vera að því að spila við KR langt fram á vor. Það styttist í sauðburð þannig að við verðum að klára þetta sem fyrst,“ segir Kári eldhress og skellihlæjandi að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Það er hrikalega mikil stemning í bæjarbúum og rúmlega það,“ segir Kári Marísson, aðstoðarþjálfari Tindastóls, en Stólarnir mæta KR í fyrsta leik liðanna í lokaúrslitum Domino's-deildar karla í körfubolta í DHL-höllinni klukkan 19.15 í kvöld. Það eru fjórtán ár síðan Tindastóll, sem hefur aldrei orðið Íslandsmeistari, spilaði síðast til úrslita. Liðið tapaði þá fyrir Njarðvík, 3-1, og horfði á Ljónin lyfta Íslandsbikarnum á sínum eigin heimavelli árið 2001. Kári, sem var þá 48 ára gamall, var í leikmannahóp Tindastóls í síðustu tveimur leikjum. Það þarf vart að taka fram að hann var aldursforseti liðsins, deildarinnar og eflaust körfuboltans um gervalla Evrópu.Þetta var lögreglumál „Á fjórða leiknum voru 1.100 manns. Ég sá þarna félaga úr hreyfingunni frá Akureyri og fleiri stöðum. Það kom fólk á leikinn alls staðar að. Þetta var mjög eftirminnilegt, ekki síst vegna þess að þarna var Logi Gunnarsson að springa út. Hann skoraði 30 stig og tróð yfir stóra Rússann okkar, Michail Antropov,“ segir Kári. „Þetta var eftirminnilegur leikur og bara ánægjulegt að við séum komnir aftur í úrslitin,“ segir Kári, en Brenton Birmingham fór ansi illa með Stólana í fjórða leiknum og bauð upp á fernu (28 stig, 10 fráköst, 11 stoðs., og 10 stolnir.). „Hann stal boltanum alveg trekk í trekk. Þetta var bara orðið lögreglumál,“ segir Kári og hlær.Vildi fá KR í úrslitum Tindastólsliðið fyrir fjórtán árum var gott en Kári segir liðið í dag betra. „Það er alveg klárt. Við erum með breiðari hóp og fleiri stóra menn. Fjarkinn og fimman okkar er sterkari núna. Við vorum bara með stóra Rússann og svo litlir í kringum hann,“ segir Kári, en breiddin er svo mikil í Tindastólsliðinu í dag að það fær framlag frá nánast öllu liðinu. „Við höfum verið að spila á tíu mönnum í gegnum þessar tvær seríur í úrslitakeppninni. Við höfum náð stigum frá níu mönnum sem er frábært. Við viljum helst ekki að neinn spili meira en 30 mínútur og því viljum við halda áfram,“ segir Kári. Stólarnir fylgdust auðvitað með ótrúlegum oddaleik KR og Njarðvíkur í undanúrslitum. Kári vildi fá Íslandsmeistarana í lokaúrslitin, þrátt fyrir gífurlegan styrk þess. „Njarðvík hefði verið gott vegna heimaleikjaréttarins, en ég fórnaði honum fyrir allt fólkið sem kemst á leikina í staðinn. Ljónagryfjan er svo lítil þannig við fáum fleiri áhorfendur á útileikina. Mitt hjarta vildi KR,“ segir Kári.Israel langbestur Aðalþjálfari Tindastóls er Spánverjinn Israel Martin sem hefur gert flotta hluti með liðið á fyrsta ári. Kári ber honum söguna mjög vel. „Þetta er eðaldrengur og ofboðslega skemmtilegur karakter. Hann er rosalega góður þjálfari með fínar æfingar en það er tvennt sem hann er afburðamaður í. Israel er frábær í að skoða mótherjann og klippa saman myndbönd og að búa til eitthvað á staðnum í leikjum. Þar er hann magnaður,“ segir Kári Kári hefur verið mjög lengi í kringum körfuboltann þannig að það segir sitt þegar hann telur Israel þann besta sem hann hefur séð. „Með fullri virðingu fyrir öllum þeim þjálfurum sem ég hef haft og þjálfað með er hann langbestur,“ segir Kári ákveðinn. Tindastóll hefur mætt KR fjórum sinnum á leiktíðinni. Norðanmenn töpuðu fyrir KR-ingum í úrslitum Lengjubikarsins síðasta haust, aftur í undanúrslitum bikarsins og útileiknum í deildinni.Hungraðir að vinna KR „Það er hungur í okkur að vinna þá. Þeir eru búnir að vinna okkur í tveimur stórum leikjum og í framlengingu í deildinni. Við erum virkilega stemmdir í að vinna þá núna,“ segir Kári, en hver er helsti munurinn á liðunum? „KR er með hávaxnara lið nánast í öllum stöðum. Það er bara Craion sem við getum mætt með Dempsey en annars eru þeir stærri. Ef lið er hávaxnara og hefur fleiri kíló innan sinna raða dugar það oft í gegnum svona seríu,“ segir Kári. Hann býst við fjölda áhorfenda á bandi gestanna í DHL-höllinni í kvöld. „Ég vil sjá 700 Króksara í KR-húsinu. Við sendum bara út áskorun á þá,“ segir Kári sem vill helst verða Íslandsmeistari í sem fæstum leikjum. „Við megum ekkert vera að því að spila við KR langt fram á vor. Það styttist í sauðburð þannig að við verðum að klára þetta sem fyrst,“ segir Kári eldhress og skellihlæjandi að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira