„Ég kann þetta ekkert á íslensku“ Linda Björk Markúsardóttir skrifar 14. apríl 2015 07:00 Starf mitt sem talmeinafræðingur felst, meðal annars, í því að meta orðaforða og málkunnáttu barna og unglinga. Undanfarið hefur það hefur færst í aukana að ég fái til mín alíslensk börn sem kunna ekki íslensku nema að litlu og yfirborðskenndu leyti. Þeim sýni ég myndir af algengum hlutum og bið þau að segja mér hvað þeir heita. Oft fæ ég svör á borð við: „Ég veit alveg hvað þetta er sko, ég bara kann þetta ekkert á íslensku.“ Sé þeim boðið að nefna hlutinn á ensku lætur svarið ekki á sér standa. Hvernig má þetta vera? Hvernig geta börn og unglingar sem eiga íslenska foreldra, eru fædd og uppalin hér og hafa alla tíð gengið í íslenska skóla ekki búið yfir íslenskum grunnorðaforða? Sé ekki um eiginlega málþroskaröskun að ræða er svarið við þessum spurningum einfalt: Tölvur og tækni. Nú fylgir tæknin móðurmjólkinni og börn og unglingar lifa og hrærast í heimi rafrænna samskipta sem fara nánast öll fram á ensku. Tölvur og símar „tala“ mjög takmarkaða íslensku og til hvers að brúka móðurmál skitinna 320.000 hræða þegar enskan opnar dyr allra samskipta upp á gátt? Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, hefur löngum verið ötull talsmaður íslenskrar máltækni og mikilvægis uppbyggingar hennar fyrir íslenska tungu. Í þættinum Orðbragð, sem RÚV hefur haft til sýninga, lýsti Eiríkur því yfir að raunveruleg hætta væri á því að íslenska verði ekki til eftir 100 ár. Hann vísaði í skýrslu um stafræna stöðu íslenskunnar máli sínu til stuðnings en hún kom út árið 2012. Á þeim tímapunkti hélt ég að þetta væri nú óþarfa vænisýki í manninum, að ekkert fengi grandað mínu ástkæra ylhýra. Nú er annað bersýnilega að koma í ljós og ekki er lengur hægt að loka augunum fyrir hættunni á því að íslenskan deyi dauða sínum. Hvað er hægt að gera? Eigum við sem þjóð að halla okkur aftur í tölvustólunum, skerpa á enskunni og bíða þess sem verða vill? Eða eigum við ef til vill að beita okkur fyrir því að auknum fjármunum verði veitt í að efla stafræna stöðu íslenskunnar? Eigum við kannski að tala meira við börnin okkar, lesa fyrir þau og gera þeim grein fyrir mikilvægi þess fyrir okkur sem þjóð að íslenskan haldist á lífi? Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Starf mitt sem talmeinafræðingur felst, meðal annars, í því að meta orðaforða og málkunnáttu barna og unglinga. Undanfarið hefur það hefur færst í aukana að ég fái til mín alíslensk börn sem kunna ekki íslensku nema að litlu og yfirborðskenndu leyti. Þeim sýni ég myndir af algengum hlutum og bið þau að segja mér hvað þeir heita. Oft fæ ég svör á borð við: „Ég veit alveg hvað þetta er sko, ég bara kann þetta ekkert á íslensku.“ Sé þeim boðið að nefna hlutinn á ensku lætur svarið ekki á sér standa. Hvernig má þetta vera? Hvernig geta börn og unglingar sem eiga íslenska foreldra, eru fædd og uppalin hér og hafa alla tíð gengið í íslenska skóla ekki búið yfir íslenskum grunnorðaforða? Sé ekki um eiginlega málþroskaröskun að ræða er svarið við þessum spurningum einfalt: Tölvur og tækni. Nú fylgir tæknin móðurmjólkinni og börn og unglingar lifa og hrærast í heimi rafrænna samskipta sem fara nánast öll fram á ensku. Tölvur og símar „tala“ mjög takmarkaða íslensku og til hvers að brúka móðurmál skitinna 320.000 hræða þegar enskan opnar dyr allra samskipta upp á gátt? Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, hefur löngum verið ötull talsmaður íslenskrar máltækni og mikilvægis uppbyggingar hennar fyrir íslenska tungu. Í þættinum Orðbragð, sem RÚV hefur haft til sýninga, lýsti Eiríkur því yfir að raunveruleg hætta væri á því að íslenska verði ekki til eftir 100 ár. Hann vísaði í skýrslu um stafræna stöðu íslenskunnar máli sínu til stuðnings en hún kom út árið 2012. Á þeim tímapunkti hélt ég að þetta væri nú óþarfa vænisýki í manninum, að ekkert fengi grandað mínu ástkæra ylhýra. Nú er annað bersýnilega að koma í ljós og ekki er lengur hægt að loka augunum fyrir hættunni á því að íslenskan deyi dauða sínum. Hvað er hægt að gera? Eigum við sem þjóð að halla okkur aftur í tölvustólunum, skerpa á enskunni og bíða þess sem verða vill? Eða eigum við ef til vill að beita okkur fyrir því að auknum fjármunum verði veitt í að efla stafræna stöðu íslenskunnar? Eigum við kannski að tala meira við börnin okkar, lesa fyrir þau og gera þeim grein fyrir mikilvægi þess fyrir okkur sem þjóð að íslenskan haldist á lífi? Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun