Þér er ekki boðið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 14. apríl 2015 07:00 Líklega er leitun að ræðu sem hefur vakið jafn mikla athygli og ræða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Fjölmiðlar hafa haft úr nógu að moða, enda riðu stórtíðindin ekki við einteyming í máli forsætisráðherra. Að öðrum málum ólöstuðum verður að segjast að tilkynning hans um að áætlun um afnám gjaldeyrishafta yrði samþykkt á yfirstandandi þingi hafi vakið mesta athygli. Þar er enda mál á ferðinni sem getur skilið á milli feigs og ófeigs í fylgi stjórnarflokkanna og haft gríðarleg áhrif á efnahagslíf þjóðarinnar. Það var ekki það að ríkisstjórnin hygðist stíga skref í afnámi gjaldeyrishafta sem vakti alla þessa athygli. Unnið hefur verið að áætlun um slíkt allan líftíma núverandi stjórnar – og raunar hóf síðasta ríkisstjórn samskonar vinnu – fjöldi nefnda hefur verið skipaður og beðið er með óþreyju eftir afnáminu. Það var mun fremur hvernig staðið var að tilkynningunni sjálfri sem var athygli vert og kannski ekki síður eftirleikurinn. Flokksþing Framsóknarflokksins er lokaður hópur, það sitja engir nema valdir þingfulltrúar sem allir eru meðlimir í Framsóknarflokknum. Framsóknarflokkurinn fer vissulega með forsætisráðuneytið nú um mundir, en það er samstarfsflokkurinn sem fer með fjármálaráðuneytið og leiðir í raun vinnuna um afnám haftanna. Það hefði því ekki verið óeðlilegt að búast við því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tilkynnti um afrakstur þeirrar vinnu sem hann hefur í raun leitt, eða væri í það minnsta viðstaddur, jafnvel uppi á sviði. Hann var hins vegar í útlöndum. Sú hugsun læðist að manni að með þessu útspili hafi Sigmundur Davíð verið að merkja sér og sínum flokki vinnuna umfram Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn. Það þarf ekki að rýna lengi í skoðanakannanir til að sjá að Framsókn þarf á fylgisaukningu að halda og afnám hafta er mál sem, ef vel gengur, hentar vel til slíks. Miður þó ef illa gengur. Líkt og fram kom í þættinum Umræðunni á Stöð 2 í gærkvöldi hafa aðstæður til afnáms hafta í raun aldrei verið betri, um það voru hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, sammála. Það er því ekkert skrýtið að áætlunin sé að komast á það stig að hægt sé að kynna hana. Engu að síður kom það mörgum sjálfstæðismanninum á óvart að einmitt það yrði gert á flokksþingi Framsóknarflokksins. Það hefði verið eins og að tilkynna um áætlun um niðurfellingu húsnæðislána á flokksfundi Sjálfstæðisflokksins. Skilaboðin eru nokkuð ljós: Þér er ekki boðið, þetta er mitt mál. Í því ljósi er athyglisvert að velta því fyrir sér að fjármálaráðherra hefur ekki stigið fram og tjáð sig um ræðuna. Málið er af þeirri stærðargráðu að ráðherrum ber skylda til þess að sveipa það ekki óþarfa óvissu. Nóg er nú samt. Eftir stendur að frumvörpin sem verður að samþykkja til að hægt sé að hefja afnámið eru ekki komin fram og aðeins 19 þingfundadagar eftir. Það verður nóg að gera hjá þingmönnum á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gjaldeyrishöft Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Líklega er leitun að ræðu sem hefur vakið jafn mikla athygli og ræða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Fjölmiðlar hafa haft úr nógu að moða, enda riðu stórtíðindin ekki við einteyming í máli forsætisráðherra. Að öðrum málum ólöstuðum verður að segjast að tilkynning hans um að áætlun um afnám gjaldeyrishafta yrði samþykkt á yfirstandandi þingi hafi vakið mesta athygli. Þar er enda mál á ferðinni sem getur skilið á milli feigs og ófeigs í fylgi stjórnarflokkanna og haft gríðarleg áhrif á efnahagslíf þjóðarinnar. Það var ekki það að ríkisstjórnin hygðist stíga skref í afnámi gjaldeyrishafta sem vakti alla þessa athygli. Unnið hefur verið að áætlun um slíkt allan líftíma núverandi stjórnar – og raunar hóf síðasta ríkisstjórn samskonar vinnu – fjöldi nefnda hefur verið skipaður og beðið er með óþreyju eftir afnáminu. Það var mun fremur hvernig staðið var að tilkynningunni sjálfri sem var athygli vert og kannski ekki síður eftirleikurinn. Flokksþing Framsóknarflokksins er lokaður hópur, það sitja engir nema valdir þingfulltrúar sem allir eru meðlimir í Framsóknarflokknum. Framsóknarflokkurinn fer vissulega með forsætisráðuneytið nú um mundir, en það er samstarfsflokkurinn sem fer með fjármálaráðuneytið og leiðir í raun vinnuna um afnám haftanna. Það hefði því ekki verið óeðlilegt að búast við því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tilkynnti um afrakstur þeirrar vinnu sem hann hefur í raun leitt, eða væri í það minnsta viðstaddur, jafnvel uppi á sviði. Hann var hins vegar í útlöndum. Sú hugsun læðist að manni að með þessu útspili hafi Sigmundur Davíð verið að merkja sér og sínum flokki vinnuna umfram Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn. Það þarf ekki að rýna lengi í skoðanakannanir til að sjá að Framsókn þarf á fylgisaukningu að halda og afnám hafta er mál sem, ef vel gengur, hentar vel til slíks. Miður þó ef illa gengur. Líkt og fram kom í þættinum Umræðunni á Stöð 2 í gærkvöldi hafa aðstæður til afnáms hafta í raun aldrei verið betri, um það voru hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, sammála. Það er því ekkert skrýtið að áætlunin sé að komast á það stig að hægt sé að kynna hana. Engu að síður kom það mörgum sjálfstæðismanninum á óvart að einmitt það yrði gert á flokksþingi Framsóknarflokksins. Það hefði verið eins og að tilkynna um áætlun um niðurfellingu húsnæðislána á flokksfundi Sjálfstæðisflokksins. Skilaboðin eru nokkuð ljós: Þér er ekki boðið, þetta er mitt mál. Í því ljósi er athyglisvert að velta því fyrir sér að fjármálaráðherra hefur ekki stigið fram og tjáð sig um ræðuna. Málið er af þeirri stærðargráðu að ráðherrum ber skylda til þess að sveipa það ekki óþarfa óvissu. Nóg er nú samt. Eftir stendur að frumvörpin sem verður að samþykkja til að hægt sé að hefja afnámið eru ekki komin fram og aðeins 19 þingfundadagar eftir. Það verður nóg að gera hjá þingmönnum á næstunni.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun