Víða um land er bágborin klósettaðstaða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. apríl 2015 08:15 Leiðsögumaður nefnir Snæfellsnes og Reykjanes sérstaklega sem svæði þar sem sárlega skorti almenningssalerni. VÍSIR/GVA „Ég hef þurft að keyra tvo tíma úr leið með ferðamenn til þess eins að komast á klósett,“ segir Olgeir Andrésson, ljósmyndari og fararstjóri hjá Icelandic Aurora. Olgeir bendir á að alltof fá almenningssalerni séu á landsbyggðinni fyrir ferðamenn og að það verði að bæta úr þeim vanda í ljósi aukins ferðamannastraums hér á landi. „Vandamálið er mun meira á veturna en á sumrin, þá eru sum salerni opin sem ekki eru opin á veturna,“ segir Olgeir og í framhaldi tekur hann dæmi um vinsælar ferðir sem farið er í með ferðamenn.Olgeir AndréssonMYND/OA„Til dæmið þegar lagt er af stað í Reykjaneshringinn um klukkan átta að morgni til, þá kemst fólk ekki á klósett fyrr en um hádegi þegar komið er til Grindavíkur,“ segir Olgeir en ferðin tekur um það bil þrjá tíma með skoðunarferðum á milli staða. „Eftir stoppið í Grindavík er farið út á Reykjanesið og helstu staðirnir þar skoðaðir, til dæmis Vaðlahnjúkur, Gunnuhver og brúin milli heimsálfa. Þetta getur tekið um tvo til þrjá tíma og þar er engin salernisaðstaða, hvorki á veturna né á sumrin, og fólk kemst ekki á salernið fyrr en komið er aftur til Reykjavíkur,“ segir Olgeir og bætir við að það bráðvanti salernisaðstöðu fyrir ferðamenn við Seltún, Krýsuvík og á Reykjanesinu sjálfu. „Þetta er komið í hendur sveitarfélaganna og ég mundi vilja að ráðherra styrkti sveitarfélögin til þess að bæta úr þessu.”Kjartan Már KjartanssonVÍSIR/REYKJANESBÆR„Ég tek undir þetta allt saman og við skömmumst okkar hreinlega,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „Ég veit það að úti á Reykjanesi er verið að hefja undirbúning að aðstöðu fyrir ferðamenn, en hún verður reyndar ekki tilbúin í sumar. Við vitum alveg af þessu og reynum að gera hvað við getum til þess að vinna í þessum málum,“ segir Kjartan. Olgeir tók einnig dæmi um ferðir á Snæfellsnesið og segir vandann einnig mikinn þar, sérstaklega á veturna. „Það er salernisaðstaða á Hótel Búðum en eftir það stopp er næsta salerni á norðanverðu Snæfellsnesi. Þetta þýðir um það bil þrjár klukkustundir án þess að komast á salerni þar sem stoppað er í skoðunarferðir á leiðinni.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Ég hef þurft að keyra tvo tíma úr leið með ferðamenn til þess eins að komast á klósett,“ segir Olgeir Andrésson, ljósmyndari og fararstjóri hjá Icelandic Aurora. Olgeir bendir á að alltof fá almenningssalerni séu á landsbyggðinni fyrir ferðamenn og að það verði að bæta úr þeim vanda í ljósi aukins ferðamannastraums hér á landi. „Vandamálið er mun meira á veturna en á sumrin, þá eru sum salerni opin sem ekki eru opin á veturna,“ segir Olgeir og í framhaldi tekur hann dæmi um vinsælar ferðir sem farið er í með ferðamenn.Olgeir AndréssonMYND/OA„Til dæmið þegar lagt er af stað í Reykjaneshringinn um klukkan átta að morgni til, þá kemst fólk ekki á klósett fyrr en um hádegi þegar komið er til Grindavíkur,“ segir Olgeir en ferðin tekur um það bil þrjá tíma með skoðunarferðum á milli staða. „Eftir stoppið í Grindavík er farið út á Reykjanesið og helstu staðirnir þar skoðaðir, til dæmis Vaðlahnjúkur, Gunnuhver og brúin milli heimsálfa. Þetta getur tekið um tvo til þrjá tíma og þar er engin salernisaðstaða, hvorki á veturna né á sumrin, og fólk kemst ekki á salernið fyrr en komið er aftur til Reykjavíkur,“ segir Olgeir og bætir við að það bráðvanti salernisaðstöðu fyrir ferðamenn við Seltún, Krýsuvík og á Reykjanesinu sjálfu. „Þetta er komið í hendur sveitarfélaganna og ég mundi vilja að ráðherra styrkti sveitarfélögin til þess að bæta úr þessu.”Kjartan Már KjartanssonVÍSIR/REYKJANESBÆR„Ég tek undir þetta allt saman og við skömmumst okkar hreinlega,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „Ég veit það að úti á Reykjanesi er verið að hefja undirbúning að aðstöðu fyrir ferðamenn, en hún verður reyndar ekki tilbúin í sumar. Við vitum alveg af þessu og reynum að gera hvað við getum til þess að vinna í þessum málum,“ segir Kjartan. Olgeir tók einnig dæmi um ferðir á Snæfellsnesið og segir vandann einnig mikinn þar, sérstaklega á veturna. „Það er salernisaðstaða á Hótel Búðum en eftir það stopp er næsta salerni á norðanverðu Snæfellsnesi. Þetta þýðir um það bil þrjár klukkustundir án þess að komast á salerni þar sem stoppað er í skoðunarferðir á leiðinni.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira