Ekkert lið hefur lifað af risaskell í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2015 06:30 Alex Francis, bandaríski miðherjinn hjá Haukum, skoraði 22,8 stig að meðlatali í Keflavíkurseríunnni en Stólarnir héldu honum í aðeins sjö stigum í fyrsta leik. Vísir/Valli Annar leikur undanúrslitaeinvígis Tindastóls og Hauka fer fram í kvöld í Schenker-höllinni á Ásvöllum en staðan er 1-0 fyrir Tindastól eftir 30 stiga sigur í fyrsta leiknum í Síkinu. Stólarnir þurfa tvo sigra til viðbótar til að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum í fyrsta sinn í fjórtán ár en Haukar verða hins vegar að endurskrifa sögu úrslitakeppninnar ætli þeir sér alla leið í úrslitin í fyrsta sinn frá 1993. Sextán lið hafa tapað með 30 stigum eða meira í fyrsta leik í einvígi í þriggja áratuga sögu úrslitakeppni karla og engu þeirra hefur tekist að komast áfram. Það eru aðeins fjögur lið úr þessum hópi sem hefur tekist að vinna leik tvö eftir slíkan skell og aðeins eitt af þessum sextán liðum komst alla leið í oddaleik. Það var í lokaúrslitunum 1991 þegar Njarðvík vann fyrsta leikinn á móti Keflavík með 3 stigum, Keflvíkingar komust síðan í 2-1 áður en Njarðvík tryggði sér titilinn með því að vinna tvo síðustu leikina. Haukarnir sjálfir hafa lent fjórum sinnum áður í þessari stöðu og eiga enn eftir að vinna leik í seríu eftir slíkt tap í leik eitt. Haukunum var sópað út úr undanúrslitunum 1986 (Njarðvík), í lokaúrslitunum 1993 (Keflavík) og út úr átta liða úrslitunum 1999 (Keflavík) og 2004 (Njarðvík) eftir að hafa tapað fyrsta leiknum með meira en 30 stiga mun. Haukar hafa þegar komist í fámennan hóp í þessari úrslitakeppni með því að verða aðeins annað félagið frá upphafi sem kemur til baka eftir að hafa lent 2-0 undir en það gerðu Haukarnir í átta liða úrslitunum á móti Keflavík. Nú er að sjá hvort Hafnarfjarðarliðið lifi fyrst liða af risaskell í fyrsta leik. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, talaði um það að hann hefði líklega smitað leikmenn sína af flensunni í aðdraganda leiksins en þjálfarinn gat lítið verið með liðinu í undirbúningi fyrir leik eitt. Hvort það er ástæðan fyrir þessu stóra tapi á þriðjudagskvöldið eða hreinlega styrkleiki Stólanna kemur betur í ljós í leik tvö í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 19.00. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41 Bonneau: Skotið sem alla unga drengi dreymir um Stefan Bonneau var hetja Njarðvíkur gegn KR í kvöld og tryggði sínum mönnum eins stigs sigur með frábærri þriggja stiga körfu. 9. apríl 2015 21:15 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 85-84 | Tröllaþristur Bonneau tryggði Njarðvík sigur Stefan Bonneau skoraði þriggja stiga körfu á lokasekúndunni og tryggði Njarðvík eins stigs sigur. 9. apríl 2015 14:26 Hvergi eins flott umgjörð á landinu og hérna Helgi Freyr Margeirsson er einn af reynsluköppunum í liði Tindastóls og hann vill nýta tækifærið og fara alla leið með Stólunum í ár. 8. apríl 2015 22:30 Sigur Stólanna á Haukum sá stærsti í níu ár Fara þarf aftur til ársins 2006 til að finna stærri sigur í fyrsta leik í undanúrslitum úrvalsdeildar karla. 9. apríl 2015 07:30 Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Sjá meira
Annar leikur undanúrslitaeinvígis Tindastóls og Hauka fer fram í kvöld í Schenker-höllinni á Ásvöllum en staðan er 1-0 fyrir Tindastól eftir 30 stiga sigur í fyrsta leiknum í Síkinu. Stólarnir þurfa tvo sigra til viðbótar til að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum í fyrsta sinn í fjórtán ár en Haukar verða hins vegar að endurskrifa sögu úrslitakeppninnar ætli þeir sér alla leið í úrslitin í fyrsta sinn frá 1993. Sextán lið hafa tapað með 30 stigum eða meira í fyrsta leik í einvígi í þriggja áratuga sögu úrslitakeppni karla og engu þeirra hefur tekist að komast áfram. Það eru aðeins fjögur lið úr þessum hópi sem hefur tekist að vinna leik tvö eftir slíkan skell og aðeins eitt af þessum sextán liðum komst alla leið í oddaleik. Það var í lokaúrslitunum 1991 þegar Njarðvík vann fyrsta leikinn á móti Keflavík með 3 stigum, Keflvíkingar komust síðan í 2-1 áður en Njarðvík tryggði sér titilinn með því að vinna tvo síðustu leikina. Haukarnir sjálfir hafa lent fjórum sinnum áður í þessari stöðu og eiga enn eftir að vinna leik í seríu eftir slíkt tap í leik eitt. Haukunum var sópað út úr undanúrslitunum 1986 (Njarðvík), í lokaúrslitunum 1993 (Keflavík) og út úr átta liða úrslitunum 1999 (Keflavík) og 2004 (Njarðvík) eftir að hafa tapað fyrsta leiknum með meira en 30 stiga mun. Haukar hafa þegar komist í fámennan hóp í þessari úrslitakeppni með því að verða aðeins annað félagið frá upphafi sem kemur til baka eftir að hafa lent 2-0 undir en það gerðu Haukarnir í átta liða úrslitunum á móti Keflavík. Nú er að sjá hvort Hafnarfjarðarliðið lifi fyrst liða af risaskell í fyrsta leik. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, talaði um það að hann hefði líklega smitað leikmenn sína af flensunni í aðdraganda leiksins en þjálfarinn gat lítið verið með liðinu í undirbúningi fyrir leik eitt. Hvort það er ástæðan fyrir þessu stóra tapi á þriðjudagskvöldið eða hreinlega styrkleiki Stólanna kemur betur í ljós í leik tvö í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 19.00.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41 Bonneau: Skotið sem alla unga drengi dreymir um Stefan Bonneau var hetja Njarðvíkur gegn KR í kvöld og tryggði sínum mönnum eins stigs sigur með frábærri þriggja stiga körfu. 9. apríl 2015 21:15 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 85-84 | Tröllaþristur Bonneau tryggði Njarðvík sigur Stefan Bonneau skoraði þriggja stiga körfu á lokasekúndunni og tryggði Njarðvík eins stigs sigur. 9. apríl 2015 14:26 Hvergi eins flott umgjörð á landinu og hérna Helgi Freyr Margeirsson er einn af reynsluköppunum í liði Tindastóls og hann vill nýta tækifærið og fara alla leið með Stólunum í ár. 8. apríl 2015 22:30 Sigur Stólanna á Haukum sá stærsti í níu ár Fara þarf aftur til ársins 2006 til að finna stærri sigur í fyrsta leik í undanúrslitum úrvalsdeildar karla. 9. apríl 2015 07:30 Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41
Bonneau: Skotið sem alla unga drengi dreymir um Stefan Bonneau var hetja Njarðvíkur gegn KR í kvöld og tryggði sínum mönnum eins stigs sigur með frábærri þriggja stiga körfu. 9. apríl 2015 21:15
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 85-84 | Tröllaþristur Bonneau tryggði Njarðvík sigur Stefan Bonneau skoraði þriggja stiga körfu á lokasekúndunni og tryggði Njarðvík eins stigs sigur. 9. apríl 2015 14:26
Hvergi eins flott umgjörð á landinu og hérna Helgi Freyr Margeirsson er einn af reynsluköppunum í liði Tindastóls og hann vill nýta tækifærið og fara alla leið með Stólunum í ár. 8. apríl 2015 22:30
Sigur Stólanna á Haukum sá stærsti í níu ár Fara þarf aftur til ársins 2006 til að finna stærri sigur í fyrsta leik í undanúrslitum úrvalsdeildar karla. 9. apríl 2015 07:30