Ef marka má viðhorf ferðamanna á átta vinsælum náttúruskoðunarstöðum á Suður- og Vesturlandi sumarið 2014 eru gestir Geysis ánægðastir með salernisaðstöðuna.
Þetta má lesa úr skýrslu Ferðamálastofu, Þolmörk ferðamanna.
„Markmið rannsóknarinnar var meðal annars að kanna hversu ánægðir ferðamenn eru með heimsókn sína.
Salernin voru einn af þeim þáttum sem ferðamenn voru síst ánægðir með. Við Sólheimajökul, Jökulsárlón, Hraunfossa og Þingvelli eru um þrettán til átján prósent gesta óánægð með salernisaðstöðuna en innan við fimm prósent á Geysi. Þar sögðust flestir ánægðastir með slíka aðstöðu.
Almennt eru ferðamenn ánægðir með alla þá þætti sem spurt var um og mest var ánægjan með náttúruna og dvölina á stöðunum átta sem Ferðamálastofa tók til skoðunar.
Fæstir óánægðir með salernisaðstöðuna á Geysi
Nadine Guðrún Yaghi skrifar

Mest lesið

Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent

Engin röð á Læknavaktinni
Innlent






Reykjavík ekki ljót borg
Innlent

