Nær helmingur segist var við svarta starfsemi í miðbænum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. apríl 2015 07:00 Tæp 43 prósent íbúa miðbæjar Reykjavíkur segjast í könnun hafa orðið vör við svarta atvinnustarfsemi. VÍSIR/STEFÁN „Þessar tölur koma mér ekki á óvart og ríkisskattstjóri hefur einbeitt sér einna mest að þessum málum undanfarin þrjú til fjögur ár,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri um niðurstöður könnunar Höfuðborgarstofu á viðhorfi íbúa til ferðamanna. 42,7 prósent íbúa miðborgar Reykjavíkur segjast hafa orðið mikið eða í meðallagi vör við svarta atvinnustarfsemi samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Könnunin var lögð fyrir íbúa í öllum póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu dagana 19. til 30. mars og voru niðurstöðurnar kynntar í gær.Skúli Eggert ÞórðarsonVÍSIR/ANTON„Dulin atvinnustarfsemi hefur tíðkast mikið í ferðamannabransanum á undanförnum árum og þá erum við aðallega að tala um leiguíbúðir, veitingastarfsemi og annars konar þjónustu við ferðamenn, svo sem akstur milli staða,“ segir Skúli. „En eðli máls samkvæmt er þetta erfitt mál þar sem viðskiptavinirnir eru erlendir og koma hingað í stuttan tíma og því erfitt að eiga við þá.“ Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast 21,8 prósent íbúa í miðbænum hafa orðið mikið vör við svarta atvinnustarfsemi, 20,9 prósent segjast hafa orðið í meðallagi vör við slíka starfsemi og 57,3 prósent íbúa segjast lítið eða ekkert hafa orðið vör við slíka starfsemi.Grímur Sæmundsen VÍSIR/GVA„Það er stjórnvalda að bregðast við þessu. Við höfum ítrekað bent stjórnvöldum á þeirra hlutverk sem eftirlitsaðila með svartri atvinnustarfsemi,“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur, til þess að vekja athygli á því að það sé hagur almennings að öll atvinnustarfsemi sitji við sama borð,“ segir Grímur. Í tilkynningu frá Höfuðborgarstofu segir að könnunin hafi verið liður í vinnu við endurskoðun á aðgerðaáætlun ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2020. Þá kom fram að íbúar í miðbænum hafa orðið meira varir við svarta atvinnustarfsemi en íbúar á höfuðborgarsvæðinu í heild. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Þessar tölur koma mér ekki á óvart og ríkisskattstjóri hefur einbeitt sér einna mest að þessum málum undanfarin þrjú til fjögur ár,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri um niðurstöður könnunar Höfuðborgarstofu á viðhorfi íbúa til ferðamanna. 42,7 prósent íbúa miðborgar Reykjavíkur segjast hafa orðið mikið eða í meðallagi vör við svarta atvinnustarfsemi samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Könnunin var lögð fyrir íbúa í öllum póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu dagana 19. til 30. mars og voru niðurstöðurnar kynntar í gær.Skúli Eggert ÞórðarsonVÍSIR/ANTON„Dulin atvinnustarfsemi hefur tíðkast mikið í ferðamannabransanum á undanförnum árum og þá erum við aðallega að tala um leiguíbúðir, veitingastarfsemi og annars konar þjónustu við ferðamenn, svo sem akstur milli staða,“ segir Skúli. „En eðli máls samkvæmt er þetta erfitt mál þar sem viðskiptavinirnir eru erlendir og koma hingað í stuttan tíma og því erfitt að eiga við þá.“ Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast 21,8 prósent íbúa í miðbænum hafa orðið mikið vör við svarta atvinnustarfsemi, 20,9 prósent segjast hafa orðið í meðallagi vör við slíka starfsemi og 57,3 prósent íbúa segjast lítið eða ekkert hafa orðið vör við slíka starfsemi.Grímur Sæmundsen VÍSIR/GVA„Það er stjórnvalda að bregðast við þessu. Við höfum ítrekað bent stjórnvöldum á þeirra hlutverk sem eftirlitsaðila með svartri atvinnustarfsemi,“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur, til þess að vekja athygli á því að það sé hagur almennings að öll atvinnustarfsemi sitji við sama borð,“ segir Grímur. Í tilkynningu frá Höfuðborgarstofu segir að könnunin hafi verið liður í vinnu við endurskoðun á aðgerðaáætlun ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2020. Þá kom fram að íbúar í miðbænum hafa orðið meira varir við svarta atvinnustarfsemi en íbúar á höfuðborgarsvæðinu í heild.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira