Ljótt ef satt er Stjórnarmaðurinn skrifar 8. apríl 2015 07:00 Stjórnarmaðurinn reynir að láta ekki fréttir eða aðra tímaþjófa spilla heimilisfriðinum á stórhátíðum. Þessa páskana var þó tvennt sem kom róti á hugann. Fyrra atriðið var sú niðurstaða Hæstaréttar að kalla ekki til vitnaleiðslu héraðsdómara í Aurum-málinu, en sá dómari hélt því fram að sérstakur saksóknari hefði logið til um að hafa ekki vitað um tengsl Sverris og Ólafs Ólafssona við málflutning í málinu. Sverrir var meðdómandi í Aurum-málinu, en Ólafur bróðir hans hlaut dóm í Al Thani-málinu. Sakborningar í Aurum-málinu voru, eins og kunnugt er, sýknaðir í héraði en sérstakur hefur nú gert kröfu um að málinu verði vísað aftur heim þar sem Sverrir hafi verið vanhæfur vegna tengsla við Ólaf bróður sinn. Héraðsdómarinn í málinu segir þetta hins vegar ótæka kröfu þar sem sérstakur hafi sjálfur greint sér frá tengslum Ólafs og Sverris í símtali áður en málarekstur hófst, og ekki gert athugasemd við skipan Sverris. Stjórnarmaðurinn vonar að Hæstiréttur meti sem svo að nægar upplýsingar liggi fyrir í skriflegum gögnum málsins til að kveða upp úr um hvort sérstakur hafi sagt ósatt opinberlega um þetta atriði. Hvernig mætti það annars vera að ekki skipti máli að leiða í ljós hvort handhafi ákæruvalds telji sér heimilt að beita fyrir sig lygum sætti hann sig ekki við niðurstöðu dómsmála? Síðara atriðið var grein Ingibjargar Kristjánsdóttur, eiginkonu Ólafs Ólafssonar, í Fréttablaðinu, en þar heldur hún því fram að sakfelling eiginmanns hennar hafi a.m.k. að hluta byggst á hljóðrituðu símtali við „Óla“ nokkurn. Hæstiréttur hafi í dómi sínum talið að þarna færi Ólafur sjálfur, en í raun hafi verið um annan „Óla“ að ræða – sérfræðing í kauphallarviðskiptum. Stjórnarmaðurinn ætlar ekki að kveða upp dóm í Al Thani-málinu. Það er búið og gert. Hann hefur hins vegar áður velt vöngum yfir því á þessum vettvangi hvers vegna sjeikinn sjálfur var aldrei ákærður í málinu eða fullnægjandi tilraunir gerðar til að ná af honum tali. Þau atriði sem hér hafa verið talin upp; ósannsögli saksóknarans, möguleg mannavilla Hæstaréttar og skortur á viðleitni við að upplýsa mál, gætu hins vegar verið nótur í sama stefi. Stefi þar sem menn telja tilganginn helga meðalið, og mikilvægara að ná fram friðþægingu en að vanda til verka. Stjórnarmaðurinn vonar svo sannarlega að sú sé ekki raunin, enda sjálft réttarríkið undir.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Stjórnarmaðurinn reynir að láta ekki fréttir eða aðra tímaþjófa spilla heimilisfriðinum á stórhátíðum. Þessa páskana var þó tvennt sem kom róti á hugann. Fyrra atriðið var sú niðurstaða Hæstaréttar að kalla ekki til vitnaleiðslu héraðsdómara í Aurum-málinu, en sá dómari hélt því fram að sérstakur saksóknari hefði logið til um að hafa ekki vitað um tengsl Sverris og Ólafs Ólafssona við málflutning í málinu. Sverrir var meðdómandi í Aurum-málinu, en Ólafur bróðir hans hlaut dóm í Al Thani-málinu. Sakborningar í Aurum-málinu voru, eins og kunnugt er, sýknaðir í héraði en sérstakur hefur nú gert kröfu um að málinu verði vísað aftur heim þar sem Sverrir hafi verið vanhæfur vegna tengsla við Ólaf bróður sinn. Héraðsdómarinn í málinu segir þetta hins vegar ótæka kröfu þar sem sérstakur hafi sjálfur greint sér frá tengslum Ólafs og Sverris í símtali áður en málarekstur hófst, og ekki gert athugasemd við skipan Sverris. Stjórnarmaðurinn vonar að Hæstiréttur meti sem svo að nægar upplýsingar liggi fyrir í skriflegum gögnum málsins til að kveða upp úr um hvort sérstakur hafi sagt ósatt opinberlega um þetta atriði. Hvernig mætti það annars vera að ekki skipti máli að leiða í ljós hvort handhafi ákæruvalds telji sér heimilt að beita fyrir sig lygum sætti hann sig ekki við niðurstöðu dómsmála? Síðara atriðið var grein Ingibjargar Kristjánsdóttur, eiginkonu Ólafs Ólafssonar, í Fréttablaðinu, en þar heldur hún því fram að sakfelling eiginmanns hennar hafi a.m.k. að hluta byggst á hljóðrituðu símtali við „Óla“ nokkurn. Hæstiréttur hafi í dómi sínum talið að þarna færi Ólafur sjálfur, en í raun hafi verið um annan „Óla“ að ræða – sérfræðing í kauphallarviðskiptum. Stjórnarmaðurinn ætlar ekki að kveða upp dóm í Al Thani-málinu. Það er búið og gert. Hann hefur hins vegar áður velt vöngum yfir því á þessum vettvangi hvers vegna sjeikinn sjálfur var aldrei ákærður í málinu eða fullnægjandi tilraunir gerðar til að ná af honum tali. Þau atriði sem hér hafa verið talin upp; ósannsögli saksóknarans, möguleg mannavilla Hæstaréttar og skortur á viðleitni við að upplýsa mál, gætu hins vegar verið nótur í sama stefi. Stefi þar sem menn telja tilganginn helga meðalið, og mikilvægara að ná fram friðþægingu en að vanda til verka. Stjórnarmaðurinn vonar svo sannarlega að sú sé ekki raunin, enda sjálft réttarríkið undir.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira