Tekst Snæfellskonum það sem engu kvennaliði hefur tekist í átta ár? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2015 06:00 Pálína Gunnlaugsdóttir frá Grindavík, Gunnhildur Gunnarsdóttir frá Snæfelli, Lele Hardy frá Haukum og Lovísa Falsdóttir frá Keflavík. Vísir/Stefán Úrslitakeppni kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld þegar bæði undanúrslitaeinvígin hefjast. Stelpurnar eru mun seinna á ferðinni en í fyrra sem sést á því að í ár byrja þær 8. apríl en Íslandsbikarinn fór á loft 6. apríl í fyrra. Leikir kvöldsins fara fram í Stykkishólmi og í Keflavík og hefjast klukkan 19.15. Snæfell er deildarmeistari eins og í fyrra og mætir Grindavík sem tryggði sig inn í úrslitakeppnina í síðustu umferðinni. Keflavík og Haukar mætast síðan annað árið í röð í undanúrslitum Íslandsmótsins. Snæfell hefur unnið alla fjóra deildarleiki sína við Grindavík í vetur með nokkrum yfirburðum (23,3 stigum að meðaltali) en staðan var hins vegar jöfn 2-2 hjá Keflavík og Haukum. Íslandsmeistarar Snæfells unnu fjóra síðustu leiki sína í úrslitakeppni fyrir ári og reyna að verða fyrsta liðið í átta ár sem nær að verja Íslandsmeistaratitilinn. Snæfellsliðið mætir líka inn í úrslitakeppnina í rétta gírnum eftir að hafa unnið fjóra síðustu leiki sína með 29,5 stigum að meðaltali. Þar á meðal var 28 stiga útisigur á Grindavíkurliðinu. Grindavíkurkonur eru komnar í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í fimm ár (2010) og þær hafa ekki unnið seríu í tíu ár (2005). Þjálfari liðsins, Sverrir Þór Sverrisson, er hins vegar vanur að fara með sín kvennalið alla leið í lokaúrslitin og nú er að sjá hvort Grindavík komist þangað í fyrsta sinn frá 2005. Haukaliðið hefur sópað Keflavík tvisvar út úr undanúrslitunum á síðustu þremur tímabilum (3-0 bæði 2012 og 2014) og það má búast við því að Keflavíkurkonur mæti í hefndarhug inn í þetta einvígi. Til þess þurfa Keflavíkurkonur þó að byrja úrslitakeppnina vel en þær hafa tapað fyrsta leik í henni undanfarin þrjú ár. Þau lið sem fyrr vinna þrjá leiki tryggja sér sæti í lokaúrslitunum. Snæfell og Haukar eiga möguleika á að komast þangað annað árið í röð og Keflavík í sextánda skiptið í sögunni en Grindavíkurkonur hafa beðið í áratug eftir því að spila um Íslandsmeistaratitilinn. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Úrslitakeppni kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld þegar bæði undanúrslitaeinvígin hefjast. Stelpurnar eru mun seinna á ferðinni en í fyrra sem sést á því að í ár byrja þær 8. apríl en Íslandsbikarinn fór á loft 6. apríl í fyrra. Leikir kvöldsins fara fram í Stykkishólmi og í Keflavík og hefjast klukkan 19.15. Snæfell er deildarmeistari eins og í fyrra og mætir Grindavík sem tryggði sig inn í úrslitakeppnina í síðustu umferðinni. Keflavík og Haukar mætast síðan annað árið í röð í undanúrslitum Íslandsmótsins. Snæfell hefur unnið alla fjóra deildarleiki sína við Grindavík í vetur með nokkrum yfirburðum (23,3 stigum að meðaltali) en staðan var hins vegar jöfn 2-2 hjá Keflavík og Haukum. Íslandsmeistarar Snæfells unnu fjóra síðustu leiki sína í úrslitakeppni fyrir ári og reyna að verða fyrsta liðið í átta ár sem nær að verja Íslandsmeistaratitilinn. Snæfellsliðið mætir líka inn í úrslitakeppnina í rétta gírnum eftir að hafa unnið fjóra síðustu leiki sína með 29,5 stigum að meðaltali. Þar á meðal var 28 stiga útisigur á Grindavíkurliðinu. Grindavíkurkonur eru komnar í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í fimm ár (2010) og þær hafa ekki unnið seríu í tíu ár (2005). Þjálfari liðsins, Sverrir Þór Sverrisson, er hins vegar vanur að fara með sín kvennalið alla leið í lokaúrslitin og nú er að sjá hvort Grindavík komist þangað í fyrsta sinn frá 2005. Haukaliðið hefur sópað Keflavík tvisvar út úr undanúrslitunum á síðustu þremur tímabilum (3-0 bæði 2012 og 2014) og það má búast við því að Keflavíkurkonur mæti í hefndarhug inn í þetta einvígi. Til þess þurfa Keflavíkurkonur þó að byrja úrslitakeppnina vel en þær hafa tapað fyrsta leik í henni undanfarin þrjú ár. Þau lið sem fyrr vinna þrjá leiki tryggja sér sæti í lokaúrslitunum. Snæfell og Haukar eiga möguleika á að komast þangað annað árið í röð og Keflavík í sextánda skiptið í sögunni en Grindavíkurkonur hafa beðið í áratug eftir því að spila um Íslandsmeistaratitilinn.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira