Týr heldur áfram eftirliti á vegum Frontex kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar 7. apríl 2015 07:00 Varðskipið Týr bjargaði 320 flóttamönnum á föstudaginn langa. Aðsend mynd/Landhelgisgæslan Varðskipið Týr kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley á laugardag um klukkan tvö að íslenskum tíma með 320 flóttamenn sem áhöfn varðskipsins bjargaði á föstudaginn langa af lekum fiskibát, 30 sjómílum norður af Líbýu. Flóttamennirnir eru nú í umsjón ítalskra yfirvalda. Týr heldur áfram eftirliti á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, næstu vikur eða fram í lok maí. Skipið hélt úr höfn frá Sikiley í gærmorgun til eftirlitsstarfa á svipuðum slóðum og það hefur verið á undanfarið. Gísli Einarsson, fréttamaður á RÚV, er um borð í Tý ásamt Karli Sigtryggssyni myndatökumanni og var með ítarlegan fréttaflutning af björguninni. Hann sagði í fréttum RÚV það yfirþyrmandi upplifun að fylgjast með aðgerðunum. „Þetta er lítill trébátur, þetta er eins og stór, gamall íslenskur árabátur, opinn með engu skjóli. Á þessu lögðu tæplega 200 manns á Miðjarðarhafið frá ströndum Afríku,“ sagði Gísli um aðbúnað flóttamannanna og sagði fögnuð þeirra hafa verið mikinn þegar þeir sáu til Týs, því þá hafi þeir vitað að þeir væru hólpnir. „Mér skilst að þetta sé svona það sem þetta gangi út á – að freista þess að vera bjargað,“ sagði hann enn fremur. Í hópnum sem Týr bjargaði var fjöldi barna og það yngsta rétt um ársgamalt. Þá voru einnig nokkrar konur í hópnum, þar af tvær þeirra barnshafandi. Flóttamenn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
Varðskipið Týr kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley á laugardag um klukkan tvö að íslenskum tíma með 320 flóttamenn sem áhöfn varðskipsins bjargaði á föstudaginn langa af lekum fiskibát, 30 sjómílum norður af Líbýu. Flóttamennirnir eru nú í umsjón ítalskra yfirvalda. Týr heldur áfram eftirliti á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, næstu vikur eða fram í lok maí. Skipið hélt úr höfn frá Sikiley í gærmorgun til eftirlitsstarfa á svipuðum slóðum og það hefur verið á undanfarið. Gísli Einarsson, fréttamaður á RÚV, er um borð í Tý ásamt Karli Sigtryggssyni myndatökumanni og var með ítarlegan fréttaflutning af björguninni. Hann sagði í fréttum RÚV það yfirþyrmandi upplifun að fylgjast með aðgerðunum. „Þetta er lítill trébátur, þetta er eins og stór, gamall íslenskur árabátur, opinn með engu skjóli. Á þessu lögðu tæplega 200 manns á Miðjarðarhafið frá ströndum Afríku,“ sagði Gísli um aðbúnað flóttamannanna og sagði fögnuð þeirra hafa verið mikinn þegar þeir sáu til Týs, því þá hafi þeir vitað að þeir væru hólpnir. „Mér skilst að þetta sé svona það sem þetta gangi út á – að freista þess að vera bjargað,“ sagði hann enn fremur. Í hópnum sem Týr bjargaði var fjöldi barna og það yngsta rétt um ársgamalt. Þá voru einnig nokkrar konur í hópnum, þar af tvær þeirra barnshafandi.
Flóttamenn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira