Græddum mikið á því að falla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. apríl 2015 06:00 Helgi Rafn Viggósson er í lykilhlutverki í liði Tindastóls sem mætir Haukum í kvöld. fréttablaðið/valli Tindastóll mætir aftur til leiks í úrslitakeppni Domino‘s-deildar karla eftir ellefu daga hvíld en liðið tekur á móti Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í Síkinu, íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 að Stólarnir komast í undanúrslitin en eru til alls líklegir nú miðað við gengi nýliðanna í vetur. „Þetta verður fróðlegt einvígi og ég tel að Haukarnir henti okkur ágætlega. En þeir eru með sterkt lið og það hefði engu máli skipt hvaða lið við hefðum fengið í undanúrslitunum. Taflan sýnir að þangað eru fjögur bestu lið landsins komin. Aðalmálið er að við mætum klárir í slaginn og með hausinn í lagi,“ segir Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, við Fréttablaðið. Haukar þurftu að hafa mikið fyrir því að komast í undanúrslitin en liðið vann Keflavík í hörkurimmu sem taldi fimm leiki. Haukar eru annað lið frá upphafi sem vinnur fimm leikja rimmu eftir að hafa lent 2-0 undir.Góður hópur varð betri Bæði lið eru með marga unga og spennandi leikmenn en Tindastóll hefur einnig notið góðs af því að vera með öflugan hóp eldri og reyndari leikmanna auk þess sem þjálfarinn Israel Martin hefur komið inn í félagið á sínu fyrsta tímabili. Darrell Lewis og Bandaríkjamaðurinn Myron Dempsey bættust við hópinn auk þess sem Svavar Atli Birgisson tók fram skóna á ný. Að öðru leyti er hópurinn sá sami og vann 1. deildina í fyrra með miklum yfirburðum. „Þessir ungu strákar sem eru að spila stórt hlutverk núna fengu heilmikla reynslu af því að spila í 1. deildinni í fyrra og því erum við að græða á því nú að hafa fallið um deild,“ segir Helgi Rafn, sem hefur ekki áhyggjur af reynsluleysi þeirra af úrslitakeppninni í efstu deild. „Þeir stóðu vaktina vel í rimmunni gegn Þór Þorlákshöfn [í 8-liða úrslitum] og ég held að þeir séu klárir. Þeir hlusta mikið á þjálfarann og okkur eldri leikmennina og eiga að vita út í hvað þeir eru að fara,“ segir fyrirliðinn.Pabbi á myndavélinni Helgi Rafn segir að það sé mikil stemning fyrir gengi liðsins á Sauðárkróki og allir vilji tala um körfubolta. „Nú viljum við fylla Síkið og því hvet ég alla til að mæta, bæði bæjarbúa og nærsveitunga. Við erum með nóg pláss fyrir alla sem vilja koma,“ segir hann í léttum dúr. Hann segir að allir í kringum félagið eigi hrós skilið fyrir óeigingjarnt starf – margir leggi hönd á plóg. „Það er alltaf öllu reddað og menn ávallt tilbúnir að hjálpa til. Það gerir þetta mjög skemmtilegt,“ segir Helgi Rafn, en karl faðir hans leggur sitt af mörkum fyrir Tindastóll TV, vefsjónvarp liðsins. „Við tökum tækin með á alla útileiki og karlinn er svo á myndavélinni alla leiki, bæði heima og úti. Við bíðum svo spenntir eftir því að fá sjónvarpsvélarnar hingað norður og fá að sýna körfuboltaáhugamönnum landsins hvernig það er að spila í Síkinu. Það er orðið tímabært.“ Dominos-deild karla Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira
Tindastóll mætir aftur til leiks í úrslitakeppni Domino‘s-deildar karla eftir ellefu daga hvíld en liðið tekur á móti Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í Síkinu, íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 að Stólarnir komast í undanúrslitin en eru til alls líklegir nú miðað við gengi nýliðanna í vetur. „Þetta verður fróðlegt einvígi og ég tel að Haukarnir henti okkur ágætlega. En þeir eru með sterkt lið og það hefði engu máli skipt hvaða lið við hefðum fengið í undanúrslitunum. Taflan sýnir að þangað eru fjögur bestu lið landsins komin. Aðalmálið er að við mætum klárir í slaginn og með hausinn í lagi,“ segir Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, við Fréttablaðið. Haukar þurftu að hafa mikið fyrir því að komast í undanúrslitin en liðið vann Keflavík í hörkurimmu sem taldi fimm leiki. Haukar eru annað lið frá upphafi sem vinnur fimm leikja rimmu eftir að hafa lent 2-0 undir.Góður hópur varð betri Bæði lið eru með marga unga og spennandi leikmenn en Tindastóll hefur einnig notið góðs af því að vera með öflugan hóp eldri og reyndari leikmanna auk þess sem þjálfarinn Israel Martin hefur komið inn í félagið á sínu fyrsta tímabili. Darrell Lewis og Bandaríkjamaðurinn Myron Dempsey bættust við hópinn auk þess sem Svavar Atli Birgisson tók fram skóna á ný. Að öðru leyti er hópurinn sá sami og vann 1. deildina í fyrra með miklum yfirburðum. „Þessir ungu strákar sem eru að spila stórt hlutverk núna fengu heilmikla reynslu af því að spila í 1. deildinni í fyrra og því erum við að græða á því nú að hafa fallið um deild,“ segir Helgi Rafn, sem hefur ekki áhyggjur af reynsluleysi þeirra af úrslitakeppninni í efstu deild. „Þeir stóðu vaktina vel í rimmunni gegn Þór Þorlákshöfn [í 8-liða úrslitum] og ég held að þeir séu klárir. Þeir hlusta mikið á þjálfarann og okkur eldri leikmennina og eiga að vita út í hvað þeir eru að fara,“ segir fyrirliðinn.Pabbi á myndavélinni Helgi Rafn segir að það sé mikil stemning fyrir gengi liðsins á Sauðárkróki og allir vilji tala um körfubolta. „Nú viljum við fylla Síkið og því hvet ég alla til að mæta, bæði bæjarbúa og nærsveitunga. Við erum með nóg pláss fyrir alla sem vilja koma,“ segir hann í léttum dúr. Hann segir að allir í kringum félagið eigi hrós skilið fyrir óeigingjarnt starf – margir leggi hönd á plóg. „Það er alltaf öllu reddað og menn ávallt tilbúnir að hjálpa til. Það gerir þetta mjög skemmtilegt,“ segir Helgi Rafn, en karl faðir hans leggur sitt af mörkum fyrir Tindastóll TV, vefsjónvarp liðsins. „Við tökum tækin með á alla útileiki og karlinn er svo á myndavélinni alla leiki, bæði heima og úti. Við bíðum svo spenntir eftir því að fá sjónvarpsvélarnar hingað norður og fá að sýna körfuboltaáhugamönnum landsins hvernig það er að spila í Síkinu. Það er orðið tímabært.“
Dominos-deild karla Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira